Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hrafnk ch. 8

Hrafnkels saga Freysgoða 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hrafnk ch. 8)

UnattributedHrafnkels saga Freysgoða
789

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Sámur lætur taka sér hest og ríður upp eftir dal og ríður
á bæ einn og lýsir víginu - fær sér menn - á hendur
Hrafnkeli. Hrafnkell spyr þetta og þótti hlægilegt, er
Sámur hefir tekið mál á hendur honum.



Leið nú á veturinn. En að vori, þá er komið var að
stefnudögum, Ríður Sámur heiman upp á Aðalból og stefnir
Hrafnkeli um víg Einars. Eftir það ríður Sámur ofan eftir
dalnum og kvaddi búa til þingreiðar, og situr hann um
kyrrt, þar til er menn búast til þingreiðar.



Hrafnkell sendi þá menn ofan eftir dalnum og kvaddi upp
menn. Hann fer með þingmönnum sínum, sjö tigum manns. Með
þenna flokk ríður hann austur yfir Fljótsdalsheiði og svo
fyrir vatnsbotninn og um þveran háls til Skriðudals og upp
eftir Skriðudal og suður á Öxarheiði til Berufjarðar og
rétta þingmanna leið á Síðu. Suður úr Fljótsdal eru
sautján dagleiðir á Þingvöll.



En eftir það er hann var á brott riðinn úr héraði, þá
safnar Sámur að sér mönnum. Fær hann mest til reiðar með
sér einheypinga og þá, er hann hafði saman kvatt; fer
Sámur og fær þessum mönnum vopn og klæði og vistir. Sámur
snýr aðra leið úr dalnum. Hann fer norður til brúa og svo
yfir brú og þaðan yfir Möðrudalsheiði, og voru í Möðrudal
um nótt. Þaðan riðu þeir til Herðibreiðstungu og svo
fyrir ofan Bláfjöll og þaðan í Króksdal og svo suður á Sand
og komu ofan í Sandafell og þaðan á Þingvöll, og var þar
Hrafnkell eigi kominn, og fórst honum því seinna, að hann
átti lengri leið.



Sámur tjaldar búð yfir sínum mönnum hvergi nær því, sem
Austfirðingar eru vanir að tjalda. En nokkru síðar kom
Hrafnkell á þing. Hann tjaldar búð sína, svo sem hann var
vanur, og spurði, að Sámur var á þinginu. Honum þótti það
hlægilegt.



Þetta þing var harla fjölmennt. Voru þar flestir
höfðingjar, þeir er voru á Íslandi. Sámur finnur alla
höfðingja og bað sér trausts og liðsinnis, en einn veg
svöruðu allir, að engi kvaðst eiga svo gott Sámi upp að
gjalda, að ganga vildi í deild við Hrafnkel goða og hætta
svo sinni virðingu, segja og það einn veg flestum farið
hafa, þeim er þingdeilur við Hrafnkel hafa haft, að hann
hafi alla menn hrakið af málaferlum þeim, er við hann
hafa haft.



Sámur gengur heim til búðar sinnar, og var þeim frændum
þungt í skapi og uggðu, að þeirra mál mundu svo niður
falla, að þeir mundu ekki fyrir hafa nema skömm og
svívirðing; og svo mikla áhyggju hafa þeir frændur, að
þeir njóta hvorki svefns né matar, því að allir
höfðingjarnir skárust undan liðsinni við þá frændur,
jafnvel þeir, sem þeir væntu, að þeim mundi lið veita.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.