Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Heið ch. 41

Heiðarvíga saga 41 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Heið ch. 41)

Anonymous íslendingasögurHeiðarvíga saga
404142

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú tóku þeir fé sitt, félagar Barða, og bjuggust til
utanferðar með góðan fjárhlut. Barði sendir orð og þeir
bræður að þeir vilja hafa land sitt og selja, þykjast þurfa
lausafé. Hann vill eigi láta laust landið, vill að kaupið sé
sem ætlað var. Verða nú annaðhvort að missa fjárins eða drepa
hann. Nú segir Eyjólfur að hann mun fá þeim jafnmikil fé sem
land er vert en hann eigi við hann, kveðst skulu annaðhvort á
því sumri hafa drepið hann eða rekið af landinu og kastað
sinni eign á.



Barði kaupir skip er uppi stóð í Húsavík. Fóru þá utan og
leiddi Eyjólfur þá virðulega í braut og ferst nú vel og kemur
af hafi norður í Þrándheimi í Kaupangi, lætur nú upp setja
skip sitt og búa um vel. Ólafur konungur hinn helgi réð þá
fyrir Noregi. Var hann í kaupbænum.



Barði gengur fyrir konung og hans förunautar, kvöddu konung
vel sem sæmdi "og er á þá leið herra," segir Barði, "að vér
vildum vera veturgestir þínir."



Konungur svarar á þá leið: "Vér höfum frétt til þín Barði,"
segir hann, "að þú ert ættstór maður og mikill fyrir þér og
þér eruð vasklegir menn og hitt í nokkur stórræði og rekið
harma yðvarra og verið þó lengi fyrir og þó hafið þér nokkuð
forneskju og þess konar átrúnað sem oss er óskaptíður. Og
fyrir þá sök að vér höfum það svo mjög frá oss skilið þá
viljum vér eigi taka með yður. En þó skulum vér vera vinir
yðrir Barði," segir hann, "og mun nokkuð mikillegt fyrir yður
liggja. En það kann oft verða er menn hitta í slíka hluti og
verður svo mikið rið að ef nokkuð verður við blandið
forneskju að menn trúa á það of mjög."



Þá mælti Barði: "Ei er sá maður," segir hann, "er eg vildi
heldur minn vin en yður og kunnum vér þökk þinna ummæla."



Barði hefir þar bæjarsetu um veturinn og virðist öllum vel.
En um vorið býr hann skip sitt til Danmerkur og er þar vetur
annan í góðu yfirlæti. Og nú er ekki getið tíðinda.



Eftir þetta býr hann skip sitt til Íslands og komu fyrir
norðan land út og voru mjög svo félausir. Guðmundur var þá
andaður og kom Eyjólfur þá í mót þeim og bauð til sín og
síðan fór hver til sinna heimkynna er allir voru sýknir.
Eyjólfur gefur þeim bræðrum upp föðurleifð sína og lýsti enn
stórmennsku sína sem fyrr og veitti þeim engi maður jafnmikið
lið sem hann.



Barði fer til mágs síns Guðbrands. Hann var bæði auðigur og
kynstór og kallaður nokkuð féfastur. En bræður Barða fóru til
Borgar hinnar syðri til Eyjólfs mágs síns. Þá var fóstra
þeirra dauð. Nú keypti Eyjólfur allt land undir þá bræður og
leysir Barða frá með lausafé. Setja nú bú saman á föðurleifð
sinni og urðu ellidauðir, nýtir menn og ei jafnmiklir sem
ættin þeirra og báðir kvongaðir og menn frá þeim komnir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.