Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Heið ch. 38

Heiðarvíga saga 38 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Heið ch. 38)

Anonymous íslendingasögurHeiðarvíga saga
373839

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú sendir Barði menn heim í hérað. Þeir höfðu selt land sitt
af hendi og bú ef þessar yrðu málalyktir er áður var eigi
ráðið það. Sá maður hét Þóroddur og kallaður kergarður, ekki
vinsæll. Hann skyldi hafa þrjá vetur. Hann var frændi þeirra
Guðmundarsona, auðigur að fé. Var nú ráðið að kalla kaup
þeirra.



Nú kemur skip af hafi í Blönduós er átti Halldór fóstbróðir
Barða. Nú koma menn heim af þingi. Og er Halldór spyr að
Barði skal utan lætur hann bera farminn af skipinu og flyst
upp í Hópið fyrir hús Barða. Verður þar fagnafundur.



"Frændi," segir Halldór, "þú hefir vel í höndum við mig,
veitt mér oft mikið, styggst og ekki við er eg fór eigi. Nú
heit eg þér nokkuru tillagi. Skalt þú nú það heyra. Skip
þetta vil eg gefa þér með rá og reiði."



Barði þakkar honum, þykir hann stórmannlega gert hafa. Býr
hann nú þetta skip og er með honum hálfur þriðji tugur manna,
verða heldur síðbúnir, láta í haf og eru ellefu dægur úti.
Verður á þá leið að þeir brjóta skipið norður við Siglunes og
týna þeir miklu. Menn haldast.



Guðmundur gamli var riðinn út á Galmarsströnd og spyr
tíðindin og hvatar heim.



Og um kveldið mælti Eyjólfur son hans: "Vera má nú að Barði
sé fyrir handan er héðan of sér."



Sögðu margir að það var eigi ólíklegt.



"Hversu mundir þú hátta," segir hann Eyjólfur, "ef hann væri
afturreka orðinn?"



Hann svarar: "Hvað sýnist þér ráð?"



Hann mælti: "Bjóða þeim öllum heim til vistar, það væri
þínslegt."



Guðmundur svarar: "Mikið er þér í hug og eigi veit eg að það
sé óráðlegt."



Hann svarar Eyjólfur: "Mæl manna heilastur. Eg kann segja þér
að þeir Barði eru afturreka orðnir og brotið í spón við
Siglunes en týnt mestum hlut fjárins. Mun þér að þessu verða
virðing" og tekur fyrir munn honum.



Guðmundi þykir eigi enn betur og lætur hann ráða.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.