Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Heið ch. 30

Heiðarvíga saga 30 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Heið ch. 30)

Anonymous íslendingasögurHeiðarvíga saga
293031

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú hittast þeir sunnanmennirnir og Barði. Stíga þeir af baki.
Hafa þeir Barði fylkt liði sínu um þvert nesið."Gangi nú engi fram úr þessum sporum," segir Barði, "því að
mig grunar að fleiri manna mun von."Það stóðst á, nesið þvert og fylking þeirra átján manna, og
var einumegin að þeim gengt "og meiri von að þér náið að
reyna vopn," segir Barði, "og væri betra að hafa hið nyrðra
vígið og ei mundi það til ámælis lagt, þótt svo gerðum vér,
en betra til eftirmáls og ekki skulum vér enn ótta hér við
gjalda."Þeir stóðu með brugðnum vopnum. Á aðra hönd Barða stóð
Þorbergur og á aðra hlið Gefnar-Oddur, þá bræður Barða út í
frá.Nú ráða þeir eigi svo skjótt á sunnanmenn sem þeir hugðu og
meira lið var fyrir en þeir vættu. Þar var höfðingi
Þorgautur, Þorbjörn og Ketill.Þá mælti Þorgautur: "Ráðlegra er að bíða meira liðs. Hafa
þeir haft ráð mikið er þeir komu fáir í hérað."Nú ganga þeir ei að og er það sáu norðanmenn þá ætla þeir
sitt ráð.Mælir Þorbergur: "Hvort er Brúsi í liðinu?"Hann segir að hann var þar."Hvort kennir þú sverð þetta er eg held hér á?"Hann kvaðst eigi vita þess vonir "eða hver ertu?""Eg heiti Þorbergur en þetta sverð seldi mér Lygi-Torfi
frændi þinn og hér af skaltu mart högg þola í dag að því er
eg vildi. Eða hví sækið þér nú eigi að? Þér hafið þrásamlega
eftir sótt í dag að því er mér sýnist, riðið og runnið."Hann segir: "Vera kann að það sé þar vopn er eg á en áður vér
skiljumst í dag þá muntu lítt oss frýja þurfa."Þá mælti Þorbergur: "Ef þú ert drengur fullur hvað skaltu þá
bíða meira ofureflis?"Þá tekur Barði til orða: "Hvað er tíðinda að segja úr
héraðinu?""Þau tíðindi eru er þér munu góð þykja, víg Gísla bróður
míns."Hann segir: "Ekki löstum vér það og eigi þóttist eg
allgrunsamlega unnið hafa. Eða hversu er, þykist þú Ketill
eða þið feðgar einskis eiga að hefna oss? Mig minnir að það
var fyrir skömmu er þú komst heim Ketill færandi hendi föður
þínum með bakbyrði. Nú ef þú manst eigi þá mun hér vera
votturinn, þetta sama sverð. Er enn eigi heilinn þornaður á"
- og skekur að honum sverðið - "þykist þú Ketill einskis eiga
að hefna? Og sjá hérna að eigi er heilinn þornaður á" og
skekur þá enn að honum sverðið.Þetta fá þeir eigi staðist og hlaupa nú að þeim. Þorbjörn
hleypur að Barða og höggur á hálsinn og brast við furðu hátt
og kom á stein þann í sörvinu er þokast hafði þá er hann tók
hnífinn og gaf syni Njáls og steinninn brast í sundur og
dreyrði tveim megin bandsins en það beit eigi.Þá mælti Þorbjörn: "Tröll, er þig bíta eigi járn."Nú lýstur þeim saman og eftir högg þetta hið mikla stýrir
hann þegar í mót Þóroddi og eigast þeir við. Ketill gengur í
mót Barða, Þorgautur og Þorbergur. Þar skortir eigi högg stór
og áeggjun. Sunnanmenn höfðu lið minna og ótraustara. Nú er
fyrst að segja viðskipti þeirra Barða og Ketils. Ketill var
manna sterkastur og ofurhugi. Eigast við lengi. Kemur þar að
Barði slæmir á síðu honum og fellur Ketill. Og nú hleypur
Barði að Þorgauti og veitir honum banasár og hnigu þeir þar
báðir fyrir því vopni er þeir áttu sjálfir. Nú er að segja
frá Þorbirni og Þóroddi. Þeir gangast að í öðrum stað og
skortir þar ei högg stór er hvorgi sparði við annan og voru
flest ærið stór. Og eitt högg höggur Þóroddur til Þorbjarnar
og af fótinn í ristarliðnum og ei berst hann að síður og
leggur fram sverðinu í kvið Þóroddi og fellur hann og liggja
úti iðrin. Þorbjörn sér nú frændur sína, hirðir nú ei um líf
með örkumlum þessum. Nú snúa þeir fram synir Guðbrands í móti
Þorbirni.Hann mælti: "Leitið ykkur annars færis. Ekki hafði það
ungmennis verið fyrr meir að keppast við oss."Hleypur hann síðan að Barða og berst við hann.Þá mælti Barði: "Þú þykir mér tröll er þú berst svo, að af
þér er fóturinn. Er þetta sannara en það er þú mæltir við
mig."Þá segir Þorbjörn: "Eigi er það tröllskapur að maður þoli sár
og sé eigi svo blautur að eigi verjist hann meðan hann má. Má
það virða til drengskapar og væri það svo að virða en trylla
menn eigi alls þú ert góður drengur kallaður. Og það skuluð
þér til eiga að segja áður en eg hnígi í gras að eg nennti að
vísu að neyta vopna."Þar féll hann fyrir Barða og fékk gott orð. Nú skortir eigi
sókn og sest þó með því að sunnanmenn láta undan.Og það er sagt að maður hét Þorljótur, kappi mikill. Hann
átti heima á Veggjum. Sumir segja hann frá Sleggjulæk. Hann
barðist við Eirík viðsjá og áður þeir berðust kvað Eiríkur
vísu:Hlotið höfum, rjóðr, af reiði

randir, þuðra branda,

berum ei vægð að vígi

Veggbergr, saman leggja.

Mjög hef eg heyrt að hjarta

hug þínum við brugðið.

Nú skulum, foldar fjötra

fúrleynir, það reyna.


Þeir eigast við lengi og það segja menn að varlega sjái
hraustari menn, hvortveggi manna mestur og sterkastur,
vopnfærir vel og ofurhugar. Nú höggur Eiríkur til Þorljóts
með sverði og brestur í sundur sverðið. Hann þrífur
blóðrefilinn og höggur til hans og veitir honum mikið sár og
hann fellur.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.