Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Heið ch. 24

Heiðarvíga saga 24 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Heið ch. 24)

Anonymous íslendingasögurHeiðarvíga saga
232425

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú er hann kemur til liðs síns þá ríða þeir leiðar sinnar.
Þórarinn fer langt á leið með þeim og hefir umráð um ferð
þeirra. Honum þykir mikið undir að þeim færist vel.



"Gistingarstað hefi eg yður fengið," segir hann, "í
Gnúpsdali, er þér skuluð hafa. Njáll heitir búandi er þér
skuluð í nótt gista. Svo er sagt að hann sé ekki mikill þegn
við aðra menn af fé sínu. Þó hefir hann ærið. Þess vætti eg
að við yður taki hann að orðsendingu minni. En nú er sá maður
hér kominn er í nótt reið sunnan úr Borgarfirði er eg sendi
suður í þessi viku að vita tíðindin í hérað og kann sá mér
gerla satt að segja og hefir hann það sagt að Hermundur
Illugason mun vera í kaupstefnu öndurða þessa viku og margir
aðrir héraðsmenn. Það munuð þér og spurt hafa að þeir bræður,
synir Þorgauts, hafa sýslu fyrir höndum í sumar að slá teig
þann er heitir Gullteigur. Nú líður fram verkið svo að lokið
mun miðvikudag í þessi viku og munu þeir heima vera. Spurt
hefi eg það að þeim er títt að ræða Gíslungum þegar nokkuð
hark verður og háreysti. Þá mæla þeir: "Mun ei Barði koma?"
Gera að því mikið spott og háð við yður til svívirðingar. Nú
gerist hér og það sagt með miklum sannindum að það hafa þeir
héraðsmenn samráðið, ef nokkur tíðindi verða í héraðinu þau
er af manna völdum eru þá skulu allir skyldir til eftir þeim
að ríða, síðan er þeir Snorri goði höfðu sofið skammt frá
byggðum eftir víg og sín stórvirki, og skal sá útlagður, er
eigi verður til þess búinn, þremur mörkum, hver sá er
þingfararkaupi á að gegna frá Hafnarfjöllum og til Norðurár
sem þeirra þingmenn eru flestir Síðumanna og Flókdæla. Nú
ríðið þér annan dag viku frá Njáls og farið tómlega. Hafið
náttstaði á heiðinni" - þá fékk hún það nafn að hún var
Tvídægra kölluð - "og skuluð koma til vígis þess hvorstveggja
er á heiðinni er, þá er þér farið suður, og sjáið hvort svo
sé sem eg segi yður. Flói heitir á heiðinni og eru þar vötn
stór. Það er í norðanverðum flóanum vatn það er nes liggur í
og ei breiðara að ofanverðu en níu menn megi standa jafnfram
og deilir norður vatnföllum til héraða vorra úr því vatni.
Þangað vísa eg yður til. En annað vígi er í sunnanverðum
flóanum er eg vildi síður að þér hefðuð og yður gegnir verr
ef þér þurfið til að taka. Þar gengur enn nes fram í vatn.
Þar mega standa átján menn jafnfram og deilir suður vatnföll
til héraða þeirra úr því vatni. En þér munuð koma suður
þriðja dag þann til selja er allir menn eru farnir úr seljum
eftir endilöngum Kjarradal og þar eiga allir Síðumenn
selfarar og hér til hafa þeir þar dvalist. Nú vættir mig að
þar komið þér nær eykt dags. Þá skulu ríða tveir menn af liði
yðru ofan í hérað þar og eftir fjalli og svo til brúa og koma
eigi til byggða fyrr en fyrir sunnan ána. Þá skuluð þið koma
á bæ þann er heitir á Hallvarðsstöðum og spyrja bónda tíðinda
og frétta eftir hestum þeim er horfið hafa norðan úr sveitum.
Þið skuluð spyrja úr kaupstefnu. Þá munuð þið sjá á Gullteig
er þið farið ofan með ánni hvort þar séu menn að slætti sem
nú er eftir hermt. Þá skuluð þið ríða upp svo til vaðs og
láta búanda ykkur til vaðs vísa, ríða svo til heiðarinnar og
upp á heiðina. Þá munuð þið sjá á Gullteig er þið farið með
ánni. En miðvikumorgun skaltu fara ofan á brúna, þar er þér
sjáið tíðindi um héraðið, og skaltu þá skipta liði þínu í
þrjá staði alls þér eruð átján saman. Eftir skal vera hinn
nítjándi og gæta hesta yðvarra og skal þar vera Koll-Grís og
láta þá vera búna er þér þurfið til að taka. Sex skulu menn
vera á brúnni uppi og mun eg ákveðið gera hverjir þar skulu
vera eða hví þannig er til skipt. Þeir frændur skulu þar
vera, þeir Þorgísl af Meðalheimi og Arngrímur og Eiríkur
viðsjá og Þorljótur Gjallandafóstri, Eyjólfur frá
Ásmundargnúpi. Því skulu þeir þar sitja að þeir munu þér vera
menn stríðastir og torsveigastir er þér komið í héraðið en
yður hæfir eigi svo að ei hafið þér stilling við og vit. En
miðleiðis skulu sitja aðrir sex, bræður Þóroddur og Þorgísl
af Þernumýri, bræðrungar Barða, og sá maður hinn þriðji er
kom í stað Halldórs. Þeir skulu og þar vera systursynir
þínir, Húnn og Lambkár, Eyjólfur mágur þinn hinn sétti. Þeir
munu þér hóti ráðhollari og ei með jafnmiklum geysingi. Fyrir
því skulu þeir sitja að þá sjá þeir mannfarar um héraðið. En
þér sex skuluð ofan fara, þú og Steinn bróðir þinn og
Steingrímur, Ólafur og Dagur og Þórður. Þeir munu þér
ráðhollastir og er þeim þó fullliða er á teignum eru fyrir.
Nú skuluð þér þegar á braut fara er þér hafið þeim skaða gert
fyrir því að ei mun yður eftirförin ljúgast og minni mun
stund á lögð um eftirförina ef eigi eru sénir meir en sex
menn og mun ei þá mjög fjölmennt eftir ef svo er með farið.
Nú skuluð þér undan ríða sem hvatast þar til er þér komið til
hins nyrðra vígis á heiðinni fyrir því að þá ber norður alla
kviðburði og er yður það mest fullting að svo yrði. En þó
grunar mig að ei komir þú því við fyrir þeirra ofstæki er þér
fylgja. En nú munum vér skiljast að sinni og finnumst
heilir."

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.