Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Heið ch. 23

Heiðarvíga saga 23 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Heið ch. 23)

Anonymous íslendingasögurHeiðarvíga saga
222324

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Barði ríður nú og flokkur hans leiðar sinnar þar til er þeir
áttu skammt til Borgar. Þá ríða menn að móti þeim nokkurir og
var þar Þórarinn goði fóstri Barða og Þorbergur son hans.
Þeir ræðast við þegar og takast að orðum fóstrarnir.



"Þó hefir þú þar fóstri," segir Barði, "sverð mikið um kné
þér."



"Hefir þú eigi séð mig hafa þetta vopn fyrr, hygginn og
glöggþekkinn?" segir Þórarinn. "Svo er og. Ei hefi eg fyrr
haft. Nú skulum við skipta vopnum. Skal eg það hafa er þú
heldur á."



Og svo gerðu þeir.



Þá spurði Barði hvaðan honum kom.



Hann sagði honum með öllum atburðum hve fór með þeim
Lygi-Torfa og hve hann hafði lokkað hann til að sækja vopnið
"en Þorbergur son minn hefir annað vopnið og á það Þorbjörn
en Þorgautur á þetta er þú hefir. Það þótti mér maklegast að
vopn þeirra lægðu ofmetnað þeirra og dramb. Því réð eg þessi
ráð og svo hið sama hefndir þú þeirrar svívirðingar þinnar er
þeir gerðu til þín og yðarra frænda. Nú vildi eg að þú værir
mér ráðhollur, svo mikla stund sem vér leggjum á yðra sæmd."



Nú ríða þeir í tún að Borg til Eyjólfs mágs þeirra bræðra.
Þar voru tveir hestar búnir fyrir dyrum er Barði kom í garð
og voru á öðrum vistir þeirra bræðra og ætlaðar voru þeim til
nests og jarteindu það þau hin nýju slátrin er Barði lét
þangað færa. Þær vistir hafði búið Ólöf systir þeirra og
Kjannök fóstra hans. Þá stígur Eyjólfur á bak og var albúinn
að ríða í tún frá dyrum.



Þá kemur út kona og kallar á Barða og mælti að hann skyldi
aftur ríða þangað til dyranna og kveðst eiga mál við hann.
Það var Ólöf systir hans. Hann bað þá ríða fyrir en hann
kveðst ekki mundu dveljast. Kemur hann að dyrum, spyr hvað
hún vill. Hún biður hann stíga af baki og hitta fóstru sína.
Hann gerir svo, gengur inn.



Kerlingin æmtir við innar í húsinu en hún var í rekkju sinni.



"Hver fer þar nú?" spyr hún.



Hann svarar: "Barði er hér nú. Hvað viltu mér fóstra?"



"Gakk þú hingað," segir hún. "Vel ertu kominn nú. Sofið hefi
eg nú," segir hún, "en vakað hefi eg í nótt að búa vistir
yðrar og systir þín. Far þú hingað," segir hún, "og vil eg
þreifa um þig."



Barði gerði svo sem hún mælti því að hann unni henni mikið.
Hún tekur til í hvirflinum uppi og þreifar um hann öllu
megin, allt á tær niður.



Barði mælti: "Hve kennist þér til og hve ætlar þú vera, þó
þreifar þú nú svo vandlega?"



Hún svarar: "Vel þykir mér," sagði hún. "Hvergi þykir mér við
hníta svo að eg finni stórum."



Barði var mikill maður og sterkur að afli. Digur var háls
hans og spennir hún höndum sínum um háls honum og tekur úr
serk sér steinasörvi mikið er hún átti og dregur á háls honum
og dregur yfir skyrtuna. Hann hafði tygilhníf á hálsinum og
lét hún hann þar vera og bað hann vel fara. Hann ríður nú á
braut eftir förunautum sínum.



Hún kallar eftir honum: "Lát vera nú svo búið sem eg hefi um
búið og vættir mig að þá mun hlýða."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.