Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Heið ch. 22

Heiðarvíga saga 22 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Heið ch. 22)

Anonymous íslendingasögurHeiðarvíga saga
212223

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú fer Barði heim og föruneyti hans og er heima nótt þá. Um
morguninn býr Koll-Grís þeim dögurð. En það var siður að
lagður var matur á borð fyrir menn en þá voru öngvir diskar.
Það varð til nýnæmis að af hurfu þrennar deildirnar fyrir
þremur mönnum. Gekk hann og sagði til þess Barða.



"Hef þú fram borð," segir hann, "og ræð ekki um það fyrir
öðrum mönnum."



En Þuríður mælti að þeim sonum hennar skyldi ekki deila
dögurð og kvaðst hún deila mundu. Svo gerir hann að hann
hefur borð fram, borð fyrir mann, og deilir mat á. Þuríður
gengur þá innar og leggur sitt stykki fyrir hvern þeirra
bræðra og var þar þá yxinsbógurinn og brytjaður í þrennt.



Tekur hann Steingrímur til orða og mælti: "Þó er nú brytjað
stórmannlega móðir og ekki áttu vanda til að gefa mönnum svo
kappsamlega mat og er á þessu mikið vanstilli og ertu nær
óvitandi vits."



Hún svarar: "Ekki er þetta furða nein og máttu þetta ekki
undrast fyrir því að stærra var Hallur bróðir yðar brytjaður
og heyrði eg yður ekki þess geta að það væri nein furða."



Hún lætur fylgja slátrinu sinn stein fyrir hvern þeirra. Þeir
spurðu hvað það skyldi merkja.



Hún svarar: "Melt hafið þér það bræður er ei er vænna til en
steina þessa er þér hafið ei þorað að hefna Halls bróður
yðars, þvílíks manns sem hann var, og eruð þér orðnir langt
frá yðrum ættmönnum er mikils eru verðir og ei mundu þeir
þvílíka skömm eða hneisu setið hafa sem þér hafið þolað um
hríð og margra ámæli fyrir haft."



Gekk hún utan og innar eftir gólfinu eiskrandi og kvað vísu:



Brátt munu Barða frýja

beiðendr þrimu seiða.

Ullr, muntu ættar spillir,

undlinns, taliðr þinnar

nema lýbrautar látir

láðs valdandi falda,

lýðr nemi orð sem kváðum,

lauðrhyrs boða rauðu.


Nú hrinda þeir fram borðum og öllu því er á var og ganga til
hesta sinna og búast hvatlega. Það var drottinsdaginn er fimm
vikur voru til vetrar. Nú stíga þeir á bak hestum sínum og
ríða á braut úr túni.



Nú sjá þeir það bræður til Þuríðar móður sinnar að hún var
komin á bak hesti þeim er þau kölluðu Eykjarð og hún hafði
heimt húskarl sinn til föruneytis við sig. Hann er eigi
nefndur en svo er sagt að hann mun grunnúðigur vera.



Nú mælti Barði: "Þetta horfir til óefnis er hún er á ferð
komin og mættum vér þess vel án vera og verður nú að leita
ráðs og létta á ofanförina hennar."



Hann heimtir til sín þá Ólaf og Dag, heimamenn sína.



"Nú skuluð þið," segir Barði, "ríða á mót henni og mælið við
hana sæmilega og fagurt en gerið sem eg býð, segið að það sé
vel er hún er komin í för vora. Biðjið hann vel fylgja henni
húskarlinn, og styðjið hana á baki og ríðið svo uns þér komið
fram að Faxalæk. Hann fellur úr Vesturhópsvatni og ofan í
Víðidalsá. Skeiðgata liggur að læknum norðan og svo frá
honum. Og þá skuluð þið spretta gjörðunum hennar. Skal Dagur
það gera og láta sem hann gyrði hestinn er þér komið að
læknum og reiðið hana af baki svo að hún falli í lækinn ofan
og svo þau bæði en hafið með ykkur hestinn."



Nú riðu þeir í mót henni og kvöddu hana vel.



"Og urðuð þið heldur til þess að ríða í mót mér en synir
mínir," segir hún, "og sæma mig?"



"Þeir buðu okkur þetta erindi," segja þeir.



Hún segir: "Því em eg í ferðina komin að mig vættir að síður
mun fyrir farast nokkur stórræði fyrir því að ei skal skorta
til áeggjun fyrir því að þess þarf við."



Þeir láta það mjög munu bæta að hún fari. Ríða nú þar til er
þau koma fram að Faxalæk.



Þá mælti Dagur: "Þessi maður er mannvitull er þér fylgir
Þuríður. Hann hefir ekki svo vel gyrt hest þinn að það muni
duga. Er það skömm mikil að fá slíkt til fylgju við dugandi
konur."



"Gyrtu betur þá hestinn en áður er," segir hún, "og fylg mér
síðan."



Hann tekur nú og sprettir gjörðunum af hesti kerlingar, rekur
þau bæði af baki í Faxalæk, sem þeim var boðið. Þar var
Þuríði við öngu meini hætt og gruflar hún af læknum. Þeir
ríða nú í brott og höfðu hestinn með sér. Hún fer heim um
kveldið og húskarl hennar og ei erindi fegin.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.