Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Heið ch. 17

Heiðarvíga saga 17 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Heið ch. 17)

Anonymous íslendingasögurHeiðarvíga saga
161718

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Drottinsdaginn kemur Barði til Lækjamóts og ríður þaðan til
mannamóts. Og er hann kemur þar þá er komið fjölmenni mikið
og er þar skemmtan góð. Var mönnum nú forkunnur á skemmtan er
lengi höfðu niður verið lögð mannamót. Nú var lítt í ráðið
þótt mönnum væri tíðrætt á þeim fundi.



Takast að orðum þeir Halldór fóstbræður og Barði. Spyr Barði
hvort hann vildi fara með honum nokkuð um haustið úr héraði.



Halldór segir að "ei mun það þykja tekið minnar handar
mikilmannlega til orðs að eg þykist eigi búinn að fara. Nú er
ferð mín albúin á braut en eg hefi ætlað að fara tvívegis. Nú
hefi eg það ætlað ef svo fer sem eg vil að koma þér að liði
er meira væri, ef þú þyrftir í nokkura nauðsyn héðan frá,
fyrir því að margir eru betur til fallnir fararinnar að því
er eg hygg að þú viljir fara."



Barði lætur sér skiljast að svo er sem hann sagði og kveðst
honum eigi mundu verri vinur en áður.



"En eg mun biðja þig nokkurs hlutar," segir Halldór. "Það var
hér í sumar að mig skildi á við mann þann er heitir Þórarinn
og varð hann fyrir áverka af mínu tilræði. Hann er lítils
verður fyrir sínar sakir en þeir menn beiða bóta fyrir er
hann er í þingi með og eru þeir mikils verðir. Nú hæfir mér
eigi að varna þeim bóta, þeim Eilífi og Höskuldi. Vil eg að
þú sættist á fyrir mína hönd en eg get eigi að mér. Þó hefi
eg áður synjað að bjóða þeim yfirbætur."



Barði gengur þegar að hitta þá Höskuld og Eilíf og tekur máli
þegar fyrir Halldór og leggja þeir fund með sér að sættast á
mál, er fjórar vikur væru til vetrar, að Klifum að búi
Þórarins.



Nú kemur Barði á mál við Gefnar-Odd að hann fari með honum
til Borgarfjarðar suður.



Oddur svarar brátt því máli "og þótt þú hefðir kvatt vetri
fyrr eða tveimur þá mundi eg þó búinn þeirrar ferðar."



Þá hitti Barði Þorgísl systrung Odds og talar hið sama mál.



Hann svarar: "Það munu menn mæla að ei hafir þú þessa fyrr
kvatt en von var og mun eg fara ef þú vilt."



Hittir hann Arngrím fóstra Auðólfs og spyr ef hann muni vera
í för með honum.



Hann svarar: "Búinn em eg þegar er þú ert búinn."



Slíkt hið sama mælti hann við alla þá er fyrr voru nefndir og
tóku allir vel hans máli.



Nú mælti Barði að "þér hafið drengilega af þessu við mig. Nú
mun eg koma laugardag til yðar er fimm vikur eru til vetrar
og ef eg kem ei svo þá eruð þér einskis skyldir með mér að
fara."



Ríða nú heim af mannamóti.



Hittast þeir nú fóstrarnir, Þórarinn og Barði, og segir Barði
honum hvað þeir Halldór ræddust við.



Þórarinn lætur vel yfir því og kvað ei að síður þessa för
mundu fram komast að ei færi hann "og má hann enn vel koma
þér að haldi og því hefi eg fyrir svo skömmu gert vart við
þessa för að eg vildi að sem síst komi frétt áður í hérað
þeirra Borgfirðinga."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.