Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Heið ch. 16

Heiðarvíga saga 16 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Heið ch. 16)

Anonymous íslendingasögurHeiðarvíga saga
151617

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Barði hafði verksnúð mikinn og þeir bræður sumar það og fóru
vel verk fram um sumarið er nú var betur til skipað en fyrr.
Nú er þar komið sumri að sjö vikur lifa sumars. Þá fer Barði
að hitta Þórarin fóstra sinn til Lækjamóts. Þeir hjöluðust
oft löngum við og vissu menn óglöggt hvað þeir mæltu."Nú mun vera mannamót," segir Þórarinn, "á milli Hóps og
Húnavatns þar sem heitir Þingeyrar en eg hefi því ráðið er
engi voru hér til. Nú skaltu þangað fara og reyna vini þína
fyrir því að nú vættir mig að menn séu forkunnar margir er
lengi hefir dvalist. Mun nú þar vera fjölmennt. Vættir mig að
þar komi Halldór fóstbróðir þinn. Bið hann föruneytis og
brautargengis ef þér er nokkur hugur á að fara úr héraði á
braut og hefna bróður þíns."Bær heitir á Bakka. Hann er fyrir utan Húnavatn. Þar bjó kona
sú er Þórdís hét og var kölluð gefn og var ekkja. Að ráðum
var með henni maður sá er Oddur hét. Hann var gildur maður
fyrir sér. Ekki var hann eins kostar fégöfugur eða ættstór.
Þó var hann frægur maður."Hann skaltu biðja fylgdar með þér. Hann ræður svörum."Þar er kallað í sveit þeirri á Kólgumýrum og eru þar bæir
margir og heitir einn bær á Meðalheimi. Þar bjó sá maður er
Þorgísl hét. Hann var systrungur Gefnar-Odds að frændsemi og
var hraustur maður og skáld gott og átti góða kosti fjár og
gildur maður fyrir sér."Kveð þú hann til farar með þér."Bær heitir að Búrfelli milli Svínavatns og Blöndu. Það er á
Hálsum út. Þar bjó sá maður er Eiríkur hét og var kallaður
viðsjá. Hann var skáld og eigi lítill fyrir sér."Hann skaltu kveðja til föruneytis með þér."Í Langadal heitir bær á Auðólfsstöðum. Þar bjó sá maður er
Auðólfur hét. Hann er góður drengur og mikill fyrir sér.
Bróðir hans er Þorvaldur og er eigi hans við förina getið.
Hann bjó þar sem heitir í Sléttadal. Það er upp frá
Svínavatni. Þeir eru tveir bæir er svo heita. Hann var
sterkastur maður að afli fyrir norðan land."Ekki skaltu hann kveðja til þessar ferðar og kemur til þess
skapferði hans."Bær heitir að Svínavatni og bjó þar sá maður er Sumarliði hét
og kallaður gjallandi, auðigur að fé og góðum virðingum. Með
honum var heima dótturson hans og hét Þorljótur
Gjallandafóstri, hraustur maður."Bið hann til föruneytis með þér."Eyjólfur hét maður er bjó að Ásmundargnúpi. Það er milli
Vatns og Víðidals."Hann skaltu hitta. Bið hann fara með þér. Hann er vinur
vor.""Nú vættir mig," segir hann, "að lítt verði í ráðið ef þetta
flytur þú fram á mannamótinu og leitar þar við þá um þetta
mál og segir svo að þeir skulu eigi skyldir til farar með þér
ef eigi kemur þú þann næsta laugardag til hvers þeirra er
fimm vikur eru til vetrar. Og þann skaltu eigi hafa með þér
er þá er eigi búinn fyrir því að sá er engi öruggur. Því
skaltu þessa menn heldur velja til farar með þér en aðra
sveitarmenn að þessir eru nauðleytamenn hver annars og eiga
allir góða kosti og svo frændur þeirra eigi síður og er það
þvílíkt sem þeir eru sjálfir. Og þessir eru röskvastir af
öllum þeim er hér eru í Víðidal og öllum vorum sveitum og
þeir munu yður best viljaðir er vorir vinir eru mestir. Nú er
ólíkt hvort er að hafa með sér góða drengi og hvata eða
einhleypinga óreynda þá er sér eiga einkis góðs kosti ef
nokkuð hendir til vandræða. Nú eru og ráðnir til farar með
þér heimamenn þínir og nábúar er bæði eru frændur þínir og
tengdamenn, Eyjólfur mágur þinn frá Borg. Hann er hraustur
maður og góður drengur."Bær heitir í Vesturhópi á Þernumýri. Þar búa bræður tveir.
Hét annar Þóroddur, Þorgísl annar og voru Hermundarsynir og
bræðrungar Barða að frændsemi og áttu góða kosti fjár og
miklir kappsmenn og góðir áræðis."Þeir eru ráðnir til farar með þér."Nú eru þeir ráðnir bræður til farar þrír.Enn eru nefndir bræður tveir er þar voru heima með honum og
hét annar Ólafur en annar Dagur. Þeir voru systrungar Barða
og höfðu þar upp vaxið með Guðmundi."Þeir eru ráðnir til farar með þér."Enn eru nefndir tveir menn. Hét maður Grís og var kallaður
Koll-Grís. Hann var þar upp fæddur í Ásbjarnarnesi. Hann var
hagur maður og verkstjóri þeirra og hafði þeim lengi verið
vel viljaður. Annar hét Þórður og var kallaður melrakki. Hann
var fóstri þeirra Þuríðar og Guðmundar. Höfðu þau hann tekið
lítið barn af volaði og fætt upp. Hann var alroskinn og vel
að sér ger og það segja menn að fyrir hann var einskis
örvænt, orðs né verks, og unnu þau honum mikið og virtu hann
meira en hann var verður."Hann er ráðinn til heimanfarar með þér."Nú eru nefndir þeir menn er fara skyldu með Barða. Nú er þeir
hafa slíkt talað skiljast þeir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.