Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HrafnG ch. 2

Hrafns þáttr Guðrúnarsonar 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HrafnG ch. 2)

UnattributedHrafns þáttr Guðrúnarsonar
123

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Hrafn óx þar upp með móður sinni. Hann var mikill og sterkur,
blíður og vinsæll við alþýðu og gleðimaður mikill. Hann fór
oft til leika til Staðar. Þorgrímur var vel við hann en Hrafn
þekktist það vel. Þeir Kálfur sonur Þorgríms lékust jafnan
við. Þá var Hrafn fimmtán vetra. Kálfur var eldri og
óstyrkari. Fékk hann þungt af Hrafni því að hann var
kappgjarn í leikinum.Einn dag er þeir höfðu við leikist mælti Kálfur: "Illa kanntu
Hrafn að stilla afli þínu og munt þú hafa farar föður þíns."Hrafn svarar: "Margtítt er það að menn deyi og svo mun mér
verða."Kálfur mælti: "Leyndur ert þú hvað honum varð að bana. Hann
var drepinn og gerði það faðir minn en eg mun drepa þig."Hrafn sneri þá brott og svaraði engu. Hann kom heim um
kveldið ókátur. Móðir hans spurði hverju það gegndi.Hann svarar: "Þú sagðir mér að faðir minn hefði orðið
sóttdauður en Kálfur brá mér því í dag að hann hefði verið
drepinn. En mér þykir undarlegt er þú leyndir mig því."Hún svarar: "Það gekk mér til að mér þótti þú ungur en ríkir
menn til móts. En nú varðar eigi þótt sá seyðir rjúki er þeir
hafa hreyft."Hrafn mælti: "Hvar er búið um föður minn?"Hún kvað þar nú vallgróið yfir.Hrafn mælti: "Koma skal eg þó þar til og mun eg nú vera
glaður er eg veit hið sanna og væri mikið undir að hann ætti
harðan son."Fór hann nú til leika sem áður og fann engi maður á honum
ógleði.Liðu nú stundir fram þar til er hann var átján vetra.Þá var það einn dag er Hrafn var kominn í klæði sín eftir
leik að Kálfur mælti: "Betra þykir Hrafni að herða knúa að
knetti en hefna föður síns."Hrafn svarar: "Nú skal brátt."Snaraðist hann þá í mót Kálfi og hjó hann banahögg.Þorgrímur mælti: "Þetta fór sem von var. En þó hæfir oss eigi
að láta kyrrt."Hrafn kom heim og sagði móður sinni vígið.Hún sagði það mundu vera dýrgilt: "Mun eg nú," sagði hún,
"láta soninn sem fyrr bóndann. Far nú brott því að eg má þér
enga hjálp veita."Gekk hún þá út með honum og bað hann fara með sér í útibúr er
stóð í túninu. Þar var jarðhús mikið og vel um búist. Gekk
hann í jarðhúsið og skorti hann ekki það er hann þurfti.Um morguninn eftir kom Þorgrímur þar við tólfta mann. En
Guðrún hafði safnað að sér mönnum um nóttina af næstum bæjum
og hafði hún mannfleira fyrir en Þorgrímur.Þorgrímur mælti: "Það er erindi vort að leita eftir Hrafni
syni þínum og sel þú hann fram."Guðrún svarar: "Það er vorkunn að þú leitir eftir sonarbana
þínum en eigi er hann hér. Var eigi þess von að eg mundi hafa
afla eða dirfð til að halda hann fyrir þér í næsta húsi."Hann svarar: "Von þykir mér að þú segir ekki í hávaða þótt
hann sé hér og viljum vér rannsaka bæ þinn."Hún svarar: "Ekki var eg hér til með þjófum talin og munt þú
ekki rannsaka meðan þú hefir færri menn til en eg hefi
fyrir."Lét hún þá drífa út mannfólk sitt.Þorgrímur mælti: "Eigi ert þú ráðlaus."Reið hann brott við svo búið.Á næsta sumri gerði Þorgrímur Hrafn sekan skógarmann á
alþingi. Kaupskip var búið í Hrútafirði til hafs, er þetta
gerðist, er áttu norrænir menn. Hét annar Einar, naumdælskur
maður. Annar hét Bjarni. Einar var auðigur, drengur góður og
kær vinur Magnúss konungs góða. Bróðir Einars hét Sigurður er
á skipi var með honum. Sigurður var á ungum aldri og hinn
mannvænlegasti.Þorgrímur reið til skips þegar hann kom af þingi. Þá voru
kaupmenn mjög albúnir.Hann mælti til þeirra: "Eg vil yður kunnigt gera að eg á einn
skógarmann er heitir Hrafn og vil eg vara yður við að þér
flytjið hann eigi um Íslandshaf þótt hann sé yður boðinn."Þeim kvaðst þykja sér vandalaust að vísa af höndum öllum
illmennum.Litlu síðar komu þau mæðgin til skips og kölluðu á land Einar
stýrimann.Og er þau hittust mælti Guðrún: "Hér fer eg með son minn er
hitt hefir í vandkvæði og munu sumir menn kalla honum
drengsbót í sínu tiltæki. En eg verð þó nú vanafli til að
halda hann fyrir Þorgrími því að hann er sekur orðinn. Vildi
eg að þér flyttuð hann utan. Vænti eg að þér virðið meira í
þessu máli frændur hans göfga í Noregi og málaefni heldur en
ofurkapp og ósæmd Þorgríms er hann drap saklausan bónda minn,
föður Hrafns, og lagði ógildan."Einar mælti: "Lítt er þessi maður leyfður fyrir oss og er mér
ekki um að flytja seka menn."Þá mælti Sigurður bróðir hans: "Hví sýnist þér það ráð að
vísa honum af hendi? Hyggur þú ekki að hversu vænlegur
maðurinn er eða hversu drengilega hann hefir rekið sinna
harma? Nú far þú til mín Hrafn þótt það sé minna traust en
með bróður mínum og gakk þegar út á skip því að vér erum
albúnir en veður byrvænlegt. Eða hverja áttu frændur í
Noregi?"Hrafn svarar: "Það segir móðir mín að Sighvatur skáld sé
bróðir hennar."Sigurður mælti: "Njóta skalt þú hans frá mér."Hratt hann þegar út bryggjunni, drógu síðan upp akkeri og
sveif skipinu frá landi.Í því bili kom Þorgrímur af landi ofan og mælti við kaupmenn:
"Það hygg eg að þér hafið mér nú lausmálir orðið."Sigurður mælti: "Sýn þú þig nú Hrafn. Hæfilega er Þorgrímur
nú nær."Hrafn hljóp upp á búlkann og mælti: "Þá væri hann hæfilega
nær ef öx mín tæki til hans."Bjarni bað þá flytja Hrafn til lands.Sigurður mælti: "Það mundi eg vilja ef hann væri fenginn
nauðigur í vald Þorgríms að nokkurir gengju stopalt að því
starfi og sýnist mér meiri nauðsyn að vinda segl."Og var svo gert. Þeim byrjaði vel og tóku Þrándheim.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.