Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Háv ch. 14

Hávarðar saga Ísfirðings 14 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Háv ch. 14)

Anonymous íslendingaþættirHávarðar saga Ísfirðings
131415

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Ljótur hét maður. Hann bjó á Rauðasandi. Hann var kallaður
Hólmgöngu-Ljótur. Var hann bæði mikill og sterkur og hinn
mesti hólmgöngumaður. Hann var bróðir Þorbjarnar
Þjóðrekssonar. Er svo sagt að Ljótur var hinn mesti
ójafnaðarmaður og hafði öxi í höfði hverjum manni er eigi
vildi laust láta fyrir honum það er hann vildi og báru engir
menn frjálst höfuð fyrir honum þar um Rauðasand og víðar
annarstaðar.



Þorbjörn hét maður. Hann bjó þar sem heitir á Eyri. Hann var
auðigur maður að fé og kominn mjög á hinn efra aldur og ekki
mikilmenni að skapi. Hann átti tvo sonu. Hét annar Grímur en
annar Þorsteinn.



Svo er sagt að þeir Ljótur og Þorbjörn áttu eitt veitiengi
báðir saman. Var það hin mesta gersemi. Var svo skilið að
sitt sumar skyldu hafa hvorir. En sá lækur féll fyrir neðan
bæ Ljóts er hljóp á engið á vorin. Voru þar í stíflur og vel
um búið. Fór svo jafnan er Þorbjörn átti að hafa engið að
hann náði aldrei læknum og kom svo að Ljótur lét næsta þau
orð um fara að Þorbjörn ætti ekki í og skyldi hann eigi þora
að eigna sér. Og er Þorbjörn heyrði þetta þykist hann vita að
Ljótur mun það efna sem hann hefir heitið. Var skammt milli
bæja þeirra.



Og einn dag fundust þeir. Spurði Þorbjörn hvort Ljótur ætlaði
að taka af honum engið.



Ljótur svaraði og bað hann ekki orð til leggja: "Skal þér
eigi duga heldur en öðrum að kvarta um það er eg vil vera
láta. Ger annaðhvort, lát þér vel líka það er eg vil gera
ellegar rek eg þig brott af eignum þínum. Skaltu hvorki hafa
engið né annað."



Og er Þorbjörn vissi ójafnað Ljóts, en hann hafði of fjár, þá
kaupir hann engið eftir því sem Ljótur kvað á og gaf fyrir
tuttugu hundruð þegar í stað og skilja að því.



Og er sveinarnir spyrja þetta verða þeir stórilla við og
kalla þetta hið mesta arfrán að kaupa það er hann átti áður.
Spyrst þetta nú víða. Þótti mönnum þetta hinn mesti ójafnaður
orðinn.



Þeir bræður gættu fjár föður síns. Var Þorsteinn tólf vetra
en Grímur tíu.



Það var einn dag á öndverðum vetri er þeir bræður gengu til
fjárhúsa, hafði veður komið mikið, og ætluðu að vita hvort
heim væri kominn allur fénaðurinn. Það bar saman að Ljótur
hafði þá gengið um morguninn til reka sinna. Hann var
umsvifsmaður mikill um bú sitt. Það var í þann tíma er
sveinarnir voru komnir að húsinu þá sjá þeir að Ljótur gengur
neðan frá sjónum.



Þá mælti Þorsteinn við Grím bróður sinn: "Sérð þú
Hólmgöngu-Ljót þar sem hann gengur neðan frá sjónum?"



"Hví mun eg ekki sjá hann?" segir Grímur.



Þá mælti Þorsteinn: "Mikinn ójafnað gerir Ljótur þessi oss og
mörgum öðrum og er mér það í skapi að hefna ef eg gæti."



Grímur mælti: "Þetta er óviturlega mælt að þú mundir sýna
nokkura óvísu af þér við slíkan kappa sem Ljótur er og
gildari en fjórir eða fimm aðrir þó að mjög séu vaxnir og er
hann ekki barna færi."



Þorsteinn svaraði: "Ekki gerir að letja mig. Skal eg til ráða
allt að einu en þú munt líkjast föður þínum og vilja vera
ræningi Ljóts sem margir aðrir."



Grímur svarar: "Með því að þér er þetta í hug frændi þá mun
þér verða of lítið gagn að mér en slíkt sem er þá skal eg
veita þér eftir megni."



"Þá fer þér vel," segir Þorsteinn, "og má vera að gangi eftir
málaefnum."



Þeir höfðu handöxar í hendi og voru þær litlar og biturlegar.
Standa þeir nú og bíða til þess er Ljót ber að húsinu. Hann
snarast fram hjá þeim. Hafði Ljótur bolöxi í hendi. Hann
gengur leið sína og lætur eigi sem hann sjái sveinana. Og er
hann ber fram hjá þeim þá höggur Þorsteinn á öxlina Ljóti.
Öxin beit ekki en þó varð höggið svo mikið að höndin gekk úr
axlarliðnum. En er Ljótur sá að sveinarnir vildu glettast við
hann snarast hann við og hóf upp öxina og ætlaði að slá
Þorstein með öxinni. Og í því er hann reiðir upp öxina
hleypur Grímur að og höggur af Ljóti höndina fyrir ofan
úlflið. Fellur þá niður höndin með öxinni. Láta þeir þá
skammt höggva á milli og er eigi sagt líklegra en svo að þeir
fella þar Hólmgöngu-Ljót en verða ekki sárir. Grafa þeir hann
niður í fönnina og ganga þar frá.



Og er þeir koma heim var faðir þeirra í durum úti og spurði
hví þeim hefði seint orðið eða hví blóðug væru klæði þeirra.
Þeir segja víg Ljóts. Hann spyr hvort þeir hefðu drepið hann.
Þeir segja að svo var.



Þá mælti hann: "Verðið í brott vondir óhappamenn. Hafið þið
unnið hið mesta óhappaverk og drepið hinn mesta höfðingja og
vorn formann. Munuð þið það hafa að gert að eg mun ger af
eignum mínum og öllu því er eg á en þið munuð drepnir og er
það allvel."



Þorbjörn hljóp þá brott og út frá bænum.



Grímur mælti: "Fáumst við aldrei við skrattakarl þenna er svo
lætur leiðinlega og er þetta eigi meðalvesalingur hversu sér
lætur."



Þorsteinn svarar: "Finnum við hann því að það grunar mig að
hann sé eigi jafnreiður sem hann lætur til reiðulega."



Eftir það ganga þeir að honum. Þorbjörn mælti glaðlega við þá
og bað þá bíða sín þar. Hann gekk þá heim og var litla stund
á brott. Hann kom aftur með hesta tvo vel búna.



Þá mælti Þorbjörn að þeir skyldu stíga á bak: "Vil eg senda
ykkur á Eyri til Steinþórs vinar míns. Biðjið hann að taka
við ykkur. Er hér gullhringur, mikil gersemi, er þið skuluð
gefa honum. Hefir hann oft til mælt og fengið aldrei en nú
skal lausan láta fyrir ykkra nauðsyn."



Eftir það minnist karl við sonu sína og bað þá vel fara og
heila hittast.



Er nú ekki sagt frá þeirra ferð fyrr en þeir koma á Eyri. Var
það snemma dags. Ganga þeir til stofunnar og var hún
altjölduð og skipuð á báða bekki. Skorti þar eigi glaum né
gleði. Þeir ganga fyrir Steinþór og kveðja hann vel. Hann tók
vel kveðju þeirra. Hann spurði hverjir þeir væru. Þeir sögðu
nöfn sín og föður síns.



Þá mælti Þorsteinn: "Hér er hringur er faðir minn sendi þér
og með kveðju sína og bað þess að þú veittir okkur veturvist
í vetur eða lengur þó að við þyrftum."



Steinþór tók við hringnum og mælti: "Segið þið nokkur
tíðindi?"



Þeir segja þá víg Ljóts og það að þeir hefðu drepið hann.



Steinþór svarar: "Þetta er enn orðið undarlega, að tvö
ungmenni hafa orðið að skaða þvílíkum kappa sem Ljótur var.
Eða hvað var til saka?"



Þeir sögðu slíkt sem þeim þótti vera.



Steinþór mælti: "Það er ráð mitt að þið gangið yfir fyrir
hann Hávarð hærukarlinn er situr gegnt mér. Spyrjið hann
eftir hvort hann vill taka við ykkur eða eigi í sveit með
sér."



Þeir gera nú svo, ganga fyrir Hávarð. Hann fagnar þeim vel og
spurði tíðinda og lét sem hann hefði ekki heyrt en þeir sögðu
honum frá sem innilegast.



Og er lokið var ræðu þeirra sprettur Hávarður upp í móti þeim
og kvað vísu:



Þekkilegr var vígi.

Vertu hollr hér þollum.

Enn eg æski runnum

ógurlegum sólar.

Þann vissi eg mér manna

mest alls á Hlín fallinn.

Orðin spyrji fárleg fyrðar

flest andskotum vestan.


Hávarður skipar þeim bræðrum utar frá sér. Sátu þeir þá
glaðir og kátir.



Spyrjast nú þessi tíðindi um allan Rauðasand og víða
annarstaðar. Finnst Ljótur þar dauður undir veggnum. Var þá
farið til Þorbjarnar og hann að spurður. Þrætti Þorbjörn ekki
að synir hans hefðu drepið hann. Og með því að Ljótur var
óvinsæll um Rauðasand og Þorbjörn kveðst hafa illa við orðið
og rekið þá á brott, og það bera heimamenn með honum, þá
verður þar ekki eftirmál að sinni. Sest Þorbjörn um kyrrt í
búi sínu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.