Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Háv ch. 9

Hávarðar saga Ísfirðings 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Háv ch. 9)

Anonymous íslendingaþættirHávarðar saga Ísfirðings
8910

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Líða nú nokkurir dagar þar til sem henni þótti von að
Þorbjörn mundi vestan koma. Og einn dag gekk hún að sæng
Hávarðar og spurði hvort hann svæfi.



Hann settist upp við og kvað vísu:



Eigi hefr á augu,

unnskíðs, komið síðan,

dyggr dó af und eggjar

oddstefnum, mér svefnar

síð er hræstorðar harðan

hjör gerðu styr börvar

ótt, þeir er Áleif létu

allsaklausan falla.


"Það er víst," segir hún, "að þetta er allmikil lygi að þú
hafir aldrei sofið á þrem árum. En þó er nú upp að standa og
gera sig sem vaskastan ef þú vilt hefna Ólafs sonar þíns því
að eigi verður hans hefnt um aldur þinn ef eigi verður á
þessari nátt."



En er hann heyrði ummæli hennar spratt hann upp úr sænginni
og fram á gólfið og kvað þá vísu:



Ákat hægt, af hægu

hljóð veiti mér sveitir,

enn í elli minni

ívegstafi segja

síð er vel hressa vissag

vopna Njörð að jörðu.

Minn er sonr að sönnu,

snjallr aflstuðill, fallinn.


Hávarður var þá hinn sprækasti og skorti ekki göngu. Hann
gekk til kistu einnar mikillar, hún var full af vopnum, og
lauk henni upp, tók hjálm á höfuð sér og fór í sterka brynju.
Hann leit þá upp og sá að már einn fló yfir glugginn.



Hann kvað þá vísu:



Hlakkar hagli stokkinn

hræs er kemr að sævi,

móðr krefr morgunbráðar,

már valkastar báru.

Svo gól fyrr þá feigir

fólknárungar váru

Gunnar haukr, er gaukar

Gauts bragða spá sögðu.


Hann vopnaðist skjótt og fimlega. Hann bjó og Þórhall með
góðum vopnum. Og er þeir voru búnir sneri hann að Bjargeyju
og minntist við hana, kvað þá eigi sýnt vera nær þau fyndust.



Hún bað hann vel fara: "Þarf eigi að hafa eggjunarorð við þig
um hefnd eftir Ólaf son okkarn með því að eg veit að þar
fylgir kapp og hreysti er þú ert."



Eftir það skildu þau. Gengu þeir ofan til sjávar, hrundu fram
sexærum bát og taka til ára, léttu eigi fyrr en þeir komu
fyrir bæ Valbrands. Þar var eyrartangi langur er gekk út í
sjóinn. Lögðu þeir þar að bátinn. Bað Hávarður Þórhall að
gæta bátsins en hann gekk upp til bæjarins. Hann hafði spjót
í hendi. Var það ágætt vopn. Og er hann kom upp á völlinn
voru þeir þar feðgar. Þeir bræður voru af klæðunum og rökuðu
upp töðuna. Þeir höfðu tekið af sér skóna og sett á völlinn
hjá sér. Voru það upphávir skór. Valbrandur gekk í móti
Hávarði og fagnaði honum vel og bauð honum þar að vera.



Hann kveðst ekki þar vera mega: "Er eg kominn að vitja nóta
þinna er þú léðir systur þinni."



Hann gekk að sonum sínum og mælti: "Hér er kominn Hávarður
mágur ykkar og er þann veg búinn sem þá er hann mundi ætla
til stórræða nokkurra."



Og er þeir heyra þetta kasta þeir hrífunum og hlaupa til
klæða sinna. Og er þeir skyldu taka skóna höfðu þeir skorpnað
í skininu. Þeir stigu í ofan sem skjótast svo að þegar gekk
skinnið af hælunum. Og er þeir komu heim voru skórnir fullir
af blóði.



Valbrandur fékk sonum sínum góð vopn og mælti: "Veitið
Hávarði góða fylgd. Hyggið meir á hefnd en hvað eftir kemur."



Eftir það fóru þeir á Þorbrandsstaði. Voru þeir og skjótt
búnir, Oddur og Þórir. Fóru nú þar til er þeir komu á
Ásbrandsstaði. Krafði Hávarður þar torföxarinnar. Bjóst
Hallgrímur frændi hans þá til ferðar með honum.



Ánn er maður nefndur. Hann var heimamaður Ásbrands. Hafði
hann húskarls verk. Hann var fóstri Hallgríms og bjóst til
ferðar með þeim. Og er þeir voru búnir fara þeir þar til er
báturinn var. Fagnaði Þórhallur þeim vel. Voru þeir þá átta
saman og hver öðrum víglegri.



Þá mælti Hallgrímur við Hávarð frænda sinn: "Hví fórstu svo
heiman frændi að þú hafðir hvorki sverð né öxi?"



Hann svarar: "Verði svo vel að vér finnum Þorbjörn
Þjóðreksson eftir vorn skilnað skaltu annað mæla því að mér
ætla eg sverðið Gunnloga er best vopn er."



Þeir báðu hann lúka heilum munni í sundur, "væri oss nú mikið
undir að oss tækist karlmannlega til handa."



Það var mjög að áliðnum degi. Þeir hrinda þá fram bátnum og
stigu þar á og tóku til ára. Þeir sáu að hrafnaflokkur mikill
fló fyrir þeim og yfir eyrartangann er fyrir þeim var.



Hávarður kvað þá vísu:



Efna hygg, það er Yggjar

eg hef heitið má feitu.

Sundlíri flýgr sára

svangr fyr eyrar tanga.

Veit eg að vér munum hljóta,

vel er fallið það, allir,

hljómr er af hjörva glaumi,

Hallgrímr, farar tíma.


Þeir fóru yfir sundið og var hvasst mjög á firðinum og fengu
mjög framanvott. Sóttu þeir drengilega og léttu eigi fyrr en
þeir komu fyrir Laugaból. Var þar gott að að leggja fyrir því
að Þorbjörn hafði látið gera þar höfn góða. Hann hafði látið
ryðja og hreinsa allt inn að landi. Var þar aðdjúp mikið.
Mátti þar fljóta skúta eða stærri skip þó að vildi. Þar voru
og grafin niður rif stór fyrir hlunna og festir endarnir
grjóti. Þurfti þar engi maður votur að verða þó að af skipinu
stigi eða á skip og hvort er var meira skip eða minna. En
uppi yfir var malarkampur hár. Fyrir ofan kampinn stóð
hurðanaust mikið og var vel um horfið. Til annarrar handar
var lón mikið fyrir ofan kampinn. Frá naustinu sá engi í
fjöruna en af malarkampinum mátti bæði sjá til naustsins og í
fjöruna. Og er þeir koma að landi hlaupa þeir af bátinum.



Þá mælti Hávarður: "Nú skulum vér bera bátinn upp yfir
kampinn á lónið. Vér skulum og vera fyrir ofan kampinn svo að
þeir megi eigi þegar sjá oss. Verum og eigi of veiðibráðir.
Hlaupi engi fyrr upp en eg segi fyrir."



Var þá mjög dimmað.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.