Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 41

Harðar saga 41 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 41)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
404142

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Fám vetrum síðar kom skip í Breiðavík. Þar var á Tindur Hallkelsson
og Þórður Kolgrímsson frá Ferstiklu. Þeir riðu frá
skipi, Tindur á Hallkelsstaði en Þórður yfir Hvítá og ætlaði
heim.



En er Helga jarlsdóttir frétti þetta mælti hún til Grímkels
sonar síns að seint kæmi honum í hug föðurdauðinn. Hún bað
hann þá sitja fyrir Þórði Kolgrímssyni "því að faðir hans var
mestur mótgöngumaður Herði föður þínum."



Þá var Grímkell tólf vetra.



"Vildi eg frændi," segir hún, "að þú dræpir Þórð því að gild
hefnd er í honum."



Grímkell var við þriðja mann. Þeir fundust við Bakkavað fyrir
austan Hvítá undir torfstökkum nokkurum. Litlu síðar fundust
þeir allir dauðir hvorirtveggju.



Skeifur hét maður er bjó á Hvítárvöllum, félítill maður. Þess
gátu sumir að hann mundi hafa drepið sára menn og tekið síðan
góða gripi þá sem Þórður hafði haft með sér og aldrei
spurðist til síðan. Skeifur fór utan og kom aldrei út síðan
og varð vellauðigur að fé.



Indriði vildi eigi hætta Helgu hér á landi og Birni syni
hennar. Þau fóru utan á Eyrum til Noregs og þaðan til
Gautlands og lifði Hróar þá. Hann varð feginn Helgu systur
sinni en þótti mikill missir að Herði. Ekki var Helga gift
síðan svo að þess sé getið.



Björn varð mikill maður og kom aftur til Íslands og drap
marga menn í hefnd föður síns og varð hinn röskvasti maður.
Fjórir menn og tuttugu voru drepnir í hefnd eftir Hörð.
Enginn þeirra var fé bættur. Synir Harðar drápu suma og
frændur og mágar en suma Hróar. Flestir allir voru drepnir
með ráði Þorbjargar Grímkelsdóttur. Þykir hún mikill
kvenskörungur verið hafa.



Þau Indriði bjuggu á Indriðastöðum til elli og þóttu hinir
mestu menn og er margt manna frá þeim komið.



Þá hafði Hörður nítján vetur og tuttugu er hann var veginn og
höfðu honum flestir tímar til heiðurs og metnaðar gengið utan
þeir þrír vetur er hann var í útlegð. Segir og svo Styrmir
prestur hinn fróði að honum þykir hann hafa verið í meira
lagi af sekum mönnum sakir visku og vopnfimi og allrar
atgjörvi, hins og annars að hann var svo mikils virður
útlendis að jarlinn í Gautlandi gifti honum dóttur sína, þess
hins þriðja að eftir engan einn mann á Íslandi hafa
jafnmargir menn verið í hefnd drepnir og urðu þeir allir
ógildir.



Nú lúkum vér hér Hólmverja sögu.



Guð gefi oss alla góða daga utan enda.



Amen.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.