Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 39

Harðar saga 39 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 39)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
383940

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þórólfur hét maður og kallaður starri, hagur og heldur
auðigur, gálaus og glensmikill, frækinn og framgjarn og
harðger í hvívetna. Hann kom hið sama haust til Indriðastaða
og bauðst bónda. Þorbjörg bað hann taka víst við honum. Og
svo varð. Dvaldist hann þar um hríð til smíða. Helga
jarlsdóttir var kát við hann og þær Þorbjörg báðar. Hann
þóttist vera í þingum við jarlsdóttur en hún tók því ekki
allfjarri. Þórólfur hafði verið með Ref um sumarið og hafði
illa þar að getist. Hann leitar nú veturvistar til
Þorbjargar.Hún svarar: "Eg mun fá þér veturvist og hringinn Sótanaut,
Helgu jarlsdóttur og mikið fé annað ef þú drepur Ref í
Brynjudal."Hann svarar: "Þetta er mér ekki illa hent. Trúi eg mér og
allvel hent til að geta þetta gert ef eg hefi sverðið
Sótanaut. Er og ekki von að eg muni lítið til vinna en taka
mikið upp."Þessu keyptu þau. Ekki var hægt að ná sverðinu því að Indriði
hafði það alla stund hvert sem hann fór.Einn dag tók Þorbjörg sverðið Sótanaut og reist hér og hvar
svo að sverðið féll sjálft niður úr. En er Indriði ætlaði að
gyrða sig sverðinu, það féll þá niður úr slíðrunum. Honum
þótti það kynlegt en Þorbjörg kvað það náttúru sverðsins ef
það vissi tíðindi á. Hann bað hana gera að umgerðinni. Hún
kveðst það í tómi mundu gera.Indriði átti að fara vestur á Mýrar að sætta vini sína. Hann
hafði þá eigi sverðið. En er hann var farinn seldi Þorbjörg
Þórólfi sverðið Sótanaut og bað hann neyta drengilega ef hann
vildi ná ráðahag við Helgu.Þórólfur fór til Refs og kom þar síð dags. Hann leyndist í
torfbingi og hlóð að sér elditorfi svo að ekki kom upp nema
nasirnar einar. Refur var var um sig svo að hann lét lokur
fyrir hurðir hvert kveld og lét ljós bera tvisvar um hús öll,
fyrst fyrir náttverð og í annað sinn áður en menn fóru í
rekkjur. Og enn var svo gert. Eigi fannst Þórólfur að heldur.
Þórólfur talaði hverjum manni líkt. Hann stóð upp þegar niður
var lagist. Hann vakti griðkonu Refs og sagðist vera
sauðamaður. Hann bað hana kalla til skæða við Ref því að hann
kveðst skyldu á fjall ganga um morgun.Hún kvað hann ekki óstarfsamt gera, kvað hann eigi alls minna
hafa en aðra "og er enginn sá af húskörlum að þarfari sé en
þú."Hann kvað það verða skyldu áður en lyki.Refur hvíldi í lokrekkju og vildi hann ekki þangað láta ganga
til sín um nætur. Hún fór þó og sagði Ref skæðakallið
sauðamanns. Sagði hún hann ómaklegan að missa skó eða aðra
hluti þá sem hann þyrfti að hafa "þar sem hann hugsar ávallt
um þitt góss bæði nátt og dag."Refur lét illa að henni er hún skyldi fara með slíkum erindum
um nætur "en þó liggur léskrápur einn utar í torfbási og taki
hann sér þar af skæði."En er hún gekk í burt rak Þórólfur kefli fyrir hleðann svo að
ei gekk aftur. Hann hafði staðið uppi yfir Ref meðan að þau
töluðust við og varð honum bilt. Refur sofnaði en Þórólfur
þorði eigi á hann að ráða.Þorbjörg katla móðir Refs kallaði: "Vaki þú son minn.
Fjandinn stendur uppi yfir þér og vill vega þig."Þá vildi Refur upp standa og í því hjó Þórólfur með sverðinu
Sótanaut undan honum báða fætur, annan þar sem mjóstur var
kálfi en annan í ristarlið. Síðan hljóp Þórólfur fram á
gólfið úr lokrekkjunni. Þá kom Þorbjörg katla í móti honum og
greip til hans og rak hann undir sig og beit í sundur í honum
barkann og gekk svo af honum dauðum.Refur tók sverðið Sótanaut en hringurinn hvarf af Þórólfi er
þær Þorbjörg og Helga höfðu selt honum, sá er Hörður hafði
tekið af Sóta.Refur varð græddur og borinn á stóli alla stund síðan því að
hann mátti aldrei ganga og lifði þó lengi upp frá þessu svo
að hann var kallaður Refur hinn gamli og þótti æ hinn mesti
mætamaður.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.