Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 38

Harðar saga 38 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 38)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
373839

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Helga er nú í hólminum og þykist vita nú allar vélar og svik
landsmanna. Hún hugsar nú sitt mál. Það verður nú hennar ráð
að hún kastar sér til sunds og leggst til lands úr hólminum
um nóttina og flutti með sér Björn son sinn fjögurra vetra
gamlan til Bláskeggsár. Og þá fór hún móti Grímkatli syni
sínum átta vetra gömlum því að honum dapraðist sundið þá og
flutti hann til lands. Það heitir nú Helgusund. Þau fóru um
nóttina upp á fjall frá Þyrli og hvíldust í skarði því er nú
heitir Helguskarð. Hún bar Björn á baki sér en Grímkell gekk.



Þau fara þar til er þeir og hún koma til Indriðastaða. Hún
settist þá niður utan undir túngarði en sendir Grímkel til
húss að biðja Þorbjörgu þeim griða.



Þorbjörg sat á palli er sveinninn kom inn. Hann bað hana
griða en hún stóð upp og tók til hans og leiddi hann út og
spurði hver hann var. Hann sagði til hið sanna. Hún spurði að
tíðindum eða hvar Helga væri. Grímkell sagði slíkt sem hann
vissi og fylgdi henni til Helgu. Þorbjörg mátti þá ekki mæla,
svo fékk henni mikils. Hún fylgdi henni í útibúr eitt og
læsti þau þar.



Þenna aftan kom Indriði og margt manna með þeim. Ekki fann á
Þorbjörgu og bar hún mat fyrir gesti. En er þeir sögðu henni
tíðindin og það að Þorsteinn gullknappur hafði vegið Hörð og
gengið aftan að honum en hinn staðið kyrr fyrir þá kvað
Þorbjörg vísu:



Varð í hreggi hörðu

Hörður felldur að jörðu,

hann hefir átta unnið,

Unns, og fimm að gunni.

Heldur nam grimmra galdra

galdur rammlega að halda.

Mundi ei bitra branda

brandr ellegar standa?


En er þau komu í sæng um kveldið þá brá Þorbjörg saxi og
vildi leggja á Indriða bónda sínum en hann tók í móti og varð
sár mjög á hendi.



Hann mælti þá: "Bæði er nú Þorbjörg að úr hörðu er að ráða
enda viltu mikið að gera. Eða hvað skal nú vinna til sátta
með okkur?"



"Ekki annað en þú færir mér höfuð Þorsteins gullknapps."



Því játaði Indriði.



Hann fór um morguninn einn saman og hið gegnsta reið hann til
Þyrils. Hann steig þá af baki og gekk ofan Indriðastíg hjá
Þyrli og beið þar uns Þorsteinn fór til blóthúss síns sem
hann var vanur. En er Þorsteinn kom, gekk hann inn í
blóthúsið og féll fram fyrir stein þann er hann blótaði og
þar stóð í húsinu og mæltist þar fyrir. Indriði stóð úti hjá
húsinu. Hann heyrði þetta kveðið í steininum:



Þú hefir hingað

í seinsta sinni

feigum fótum

fold spornaða.

Þér mun rétt

áður röðull skíni

harður Indriði

heiftir gjalda.


Síðan gekk Þorsteinn út og heim. Indriði sá ferð hans gjörla.
Indriði bað hann eigi hlaupa svo mikinn. Hann snýr þá fram
fyrir hann og hjó þegar með sverðinu Sótanaut undir kverkina
svo af tók höfuðið. Hann lýsti þessu vígi á hendur sér heima
að Þyrli. Sagði hann Þorstein lengi ótrúan verið hafa. Hann
reið heim og seldi Þorbjörgu höfuðið. Hún kveðst ekki hirða
um það þegar það væri af bolnum.



"Nú muntu," segir Indriði, "sættast við mig."



Hún kvað það eigi skyldu fyrr en hann tæki við Helgu og sonum
hennar ef þau kynnu þar að koma og veitti þeim allan dugnað
þann sem þau þyrftu.



"Þá mun eg," sagði hún, "veita þér alla elsku þaðan af."



Indriði kveðst ætla að þau mundu hafa á sjó hlaupið og drekkt
sér er þau fundust eigi í hólminum "og vil eg því heita þér
þessu að eg veit að ekki mun þurfa til að taka."



Þá gekk Þorbjörg eftir þeim Helgu og leiddi þau fram.



Indriði mælti þá og varð fár við: "Ærið langt hefi eg nú fram
talað. En þó mun það nú ráð að halda orð sín."



Endi hann og vel öll sín orð. Gaf og engi maður honum að
þessu sök. Þótti öllum Þorbjörgu mikilmannlega verða.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.