Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 36

Harðar saga 36 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 36)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
353637

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Helga jarlsdóttir stóð á hólminum út og sá þessi tíðindi. Hún
sagði Herði og bað hann sjá. Ekki sýndist þeim þetta einn
veg. Hún sagði að til mikils mundi um draga.



Landsmenn lofuðu mjög Kjartan og kváðu hann mikið mundu vaxa
af þessum ferðum, létu nú og vera fátt eftir. Kjartan kveðst
nú ætla knapp á að ríða að ná Herði og lokka hann að líka
eftir á. Hann hafði sexæring og fer nú út til Hólms.



Hörður spurði hvar Geir væri eða því hann kæmi ekki í móti
honum.



Kjartan kvað hann vera haldinn á landi þar til er hann kæmi
"sættist þér svo allir í einu."



Hörður mælti: "Mikið færist þú í fang Kjartan er þú flytur
oss alla Hólmverja til lands og mikil laun muntu fyrir taka
af landsmönnum. Mun eg hvergi fara. Hefi eg þér ávallt illa
trúað og eigi má á manni sjá ef þú gefst vel."



Kjartan mælti: "Eigi muntu því hugminni en þínir menn að þú
þorir eigi að fara á land."



Hörður spratt þá upp og stóðst eigi eggjun hans og kveðst
ætla að hann mundi eigi þurfa sér hugar að frýja áður en lyki
þeirra viðskiptum. Hörður kvað Helgu skyldu fara með sér. Hún
kveðst eigi fara mundu og eigi synir hennar heldur og lét nú
að því koma sem mælt er að eigi má feigum forða. Grét Helga
þá sáran. Hörður sté á skip reiður mjög og fara nú uns þeir
koma þar að er Geir flaut dauður við sker eitt.



Hörður hljóp þá upp og mælti til Kjartans: "Allra manna
armastur, og skamma stund skaltu eiga að fagna þessum
svikum."



Hörður hjó þá til hans með sverðinu Sótanaut og klauf hann að
endilöngu niður í beltisstað, allan búkinn með tvífaldri
brynjunni. Í því renndi skipið að landi og urðu þeir allir
handteknir sem á skipinu voru. Indriði lagði fyrstur hendur á
Hörð og batt hendur hans heldur rammlega.



Hörður mælti þá: "Heldur fast bindur þú nú mágur."



Indriði svarar: "Það kenndir þú mér þá er þú vildir mig inni
brenna."



Illugi mælti til Indriða: "Eigi á Hörður þó góða mágana enda
hefir hann illa til gert."



Indriði svarar: "Löngu hefir hann því fyrirgert að nokkurar
tengdir séu við hann virðandi."



Hann rétti þá fram öxina og teiknaði til að nokkur skyldi
vega að Herði en enginn vildi það gera. Hörður snarast þá við
hart og varð laus. Hann þreif öxina úr hendi Indriða og stökk
út yfir þrefaldan mannhringinn. Helgi Sigmundarson varð laus
og hljóp þegar eftir honum. Refur sté á hest og reið eftir
þeim og gat eigi náð þeim. Þá kom á Hörð herfjötur og hjó
hann af sér í fyrsta sinn og annað. Í þriðja sinni kom á hann
herfjöturinn og þá gátu þeir kvíað hann og slógu um hann
hring og stökk hann enn út yfir hringinn og vó áður þrjá
menn. Hann hafði Helga Sigmundarson þá á baki sér. Hljóp hann
þá til fjalls. Sóttu þeir þá hart eftir honum. Refur varð
fljótastur því að hann var á hesti og þorði hann eigi að ráða
á Hörð. Þá kom enn herfjötur á Hörð. Komst þá eftir
meginflóttinn. Hann kastaði þá Helga af baki sér.



Hann mælti þá: "Mikil tröll eiga hér hlut í. En ekki skuluð
þér þó hafa yðvarn vilja um það sem eg má að gera."



Hjó hann þá Helga sundur í miðju og kvað þá eigi skyldu drepa
fóstbróður sinn fyrir augum sér. Það þótti mönnum sem Helgi
mundi mjög svo dauður áður. Svo var Hörður þá reiður og
ógurlegur að sjá að enginn þeirra þorði framan að honum að
ganga. Torfi sagði að sá skyldi eiga hringinn Sótanaut, sem
Hörður hafði á hendi sér, sem þyrði að vega að Herði. Þá
slógu þeir hring um hann. Þá kom Þorsteinn gullknappur að
heiman frá Þyrli. Sóttu þeir þá hart að Herði. Varð hann þá
enn sex manna bani. Þá gekk öxin af skaftinu. Í því hjó
Þorsteinn gullknappur á hnakkann með háskeftri öxi því að
enginn þeirra þorði framan að honum að ganga eða ráða þó að
hann væri slyppur. Af því sári fékk Hörður bana. Þá hafði
hann drepið af þeim þrettán menn með þeim fjórum sem hann
drap við skip áður en hann var fangaður.



Allir lofuðu hreysti hans, bæði vinir hans og óvinir, og
þykir eigi honum samtíða á alla hluti röskvari maður verið
hafa og vitrari en Hörður þó að hann væri eigi auðnumaður.
Ollu því og hans fylgdarmenn þó að hann stæði í slíkum
illvirkjum og það annað að eigi má sköpunum renna.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.