Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 30

Harðar saga 30 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 30)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
293031

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Um alþingi um sumarið fóru þeir Hólmverjar inn til
Dögurðarness. Þeir fóru Síldamannagötu til Hvamms í Skorradal
og tóku yxn Þorgrímu smíðkonu við Skorradalsvatn fyrir sunnan
og ráku suður á hálsinn. Einn var apalgrár uxinn. Hann
viðraði mjög. Hann hljóp aftur í hendur þeim og svo hver að
öðrum og út á vatnið og lögðust yfir þar er mjóst var og
gengu síðan heim í Hvamm.



Hörður mælti þá: "Mikið er um kynngi Þorgrímu að fénaður skal
eigi sjálfur mega ráða sér."



Þorgríma hafði sofið og vaknaði vonu bráðara og sá út.



Hún leit uxana vota og mælti þá: "Hart hefir yður nú boðið
verið en laust héldu nú garparnir nú."



Hörður spurði nú félaga sína hvort þeir vildu ekki breyta um
hagi sína og athafnir. "Þykir mér," segir hann, "illt ráð
vort að svo búnu að vér lifum við það eitt er vér rænum til."



Þeir sögðu að hann mundi mestu um ráða.



"Þá vildi eg," segir hann, "að vér færum til kaupmanna í
Hvítá og gerðum þeim tvo etjukosti, að þeir gæfu upp skipið
við oss eða vér munum drepa þá ella."



Geir kveðst þessa albúinn "en þó vil eg áður að vér brennum
inni Torfa Valbrandsson og Koll að Lundi, Kolgrím hinn gamla,
Indriða og Illuga."



Hörður mælti: "Minna mun fram koma um stórræði yður og er
hitt líkara að vér verðum allir drepnir sakir þess að menn
munu eigi þola oss svo mikinn ójöfnuð sem vér bjóðum."



Fleiri voru þeir er löttu að fara til skipsins en fýstu
illvirkja, utan Sigurður Torfafóstri.



Hörður mælti: "Það mun verða fram að koma sem ætlað er og
búið að ei sé hægt við að gera. En firr er það mínu skapi að
liggja í þessum illvirkjum lengur."



Aftur fóru þeir í Hólm hina sömu nótt og voru heima þrjár
vikur. Síðan fóru þeir til lands átta tigir manna.



Hörður kveðst þá vilja að þeir brenndu inni Illuga eða
Indriða "þar sem þeir hafa einart," segir hann, "mér í móti
verið en aldrei með í svo miklum nauðum sem eg hefi staddur
verið."



Þeir fóru um nóttina í Svínadal og lágu þar í skógum um
daginn en aðra nótt fóru þeir í Skorradal og leyndust þar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.