Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 24

Harðar saga 24 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 24)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
232425

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Refur hét maður Þorsteinsson, Sölmundarsonar, Þórólfssonar
smjörs. Hann bjó á Stykkisvelli í Brynjudal. Hann var
goðorðsmaður ríkur og garpur mikill. Hann var kallaður síðar
meir Refur hinn gamli. Þorbjörg katla hét móðir hans. Hún bjó
í Hrísum. Hún var fjölkunnig mjög og hin mesta galdrakona.
Kjartan hét bróðir Refs. Hann bjó á Þorbrandsstöðum, mikill
maður og sterkur og illa skapi farinn, ójafnaðarmaður um alla
hluti. Því var hann furðu óvinsæll af alþýðu manna.



Ormur hét maður Hvamm-Þórisson, vinsæll maður og smiður
mikill. Þessir menn allir voru í mót Botnverjum.



Það spyrja þeir Hörður af þingi um sumarið að menn ætla að
safnast saman og drepa þá og þykjast þá sjá, að kvikfé voru
höggvin, að þá mundi verða að ræna. Geir bað þá virki gera og
kvað þá seint mundu sækjast.



Hörður kveðst ætla að þeim mundi matur setinn "og vil eg fara
láta í hólm þann er hér liggur fyrir landi á Hvalfirði fyrir
Bláskeggsárósi fyrir utan Dögurðarnes. Sá hólmur er sæbrattur
og víður sem mikið stöðulgerði."



Þangað fóru þeir um þing með allt sitt. Þeir tóku ferju mikla
úr Saurbæ frá Þorsteini öxnabrodd til fulltingjar sér en
sexæring frá Þormóði af Brekku en selabát ferærðan frá
Þorvaldi bláskegg. Þeir gerðu sér skála mikinn og horfði
annar endir í landnorður en annar í útsuður og voru dyr á
miðjum skálavegg til vesturs. Allt stóð skálinn suður á
hamarinn en ganga mátti fyrir norðan milli klifs og dura
þeirra sem á gafli voru. Norðan aðeins var þá á gengt en
vestur frá skálanum voru leynigrafir.



Þau voru lög þeirra að hverjum manni skyldi fyrir bjarg kasta
ef þrem náttum lengur lægi. Allir skyldu skyldir að fara
hvert sem Hörður vildi eða Geir ef þeir væru sjálfir í för.
Skipt var verkum með þeim. Öll voru hús upp tekin í Botni að
viðum og flutt út í Hólm. Sá hólmur er nú kallaður
Geirshólmur. Tók hann nafn af Geir Grímssyni.



Átta tigir manna annars hundraðs voru í Hólmi þá er flestir
voru en aldrei færri en á hinum átta tigi þá er fæstir voru.
Þessir voru nefndir: Hörður og Helga jarlsdóttir kona hans,
Grímkell son þeirra og Björn, hann var tvævetur, Geir og
Sigurður Torfafóstri Gunnhildarson, Helgi Sigmundarson,
Þórður köttur og Þorgeir gyrðilskeggi. Hann var einn
tillagaverstur af öllum Hólmverjum og fýsti allra illvirkja.
Þangað drifu nær allir óskilamenn og svörðu eiða þeim Herði
og Geir að vera þeim hollir og trúir og hver þeirra öðrum.



Þorgeir gyrðilskeggi og Sigurður Torfafóstri fluttu vatn frá
Bláskeggsá við tólfta mann og fylltu selabátinn af vatni og
helltu í ker það er var út í Hólmi.



Leið nú svo fram um hríð.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.