Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 22

Harðar saga 22 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 22)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
212223

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Litlu síðar fór Hörður í Botn með allt sitt til Geirs
fóstbróður síns. Hörður brenndi áður öll hús á bænum og svo
hey. Hann kvað Torfa lítið þar skyldu féna. Segja það sumir
menn að Hörður hafi búið að Uppsölum í þenna tíma en Torfi á
Breiðabólstað. Þá hafði Hörður sextán vetur og tuttugu er
hann féll í útlegð og hann fór í Botn. Öll hjón hans fóru með
honum og fylgdarmenn til Geirs og höfðu þar setu.Það var einn dag að Torfi kvað vísu þessa:Víst mun Torfi treysta

tandrauðra Nílsanda,

hæðinn höldur að ríði

heim í Botn að gotnum.

Hreytar get eg að viðurnám veiti.

Vargi trú eg að þegnar bjargi

ef jafnmargir meiðar törgu

mættu finnast hér inni.


Þeim varð kostnaðarsamt þau misseri því að minni urðu tilföng
en þurfti en Geir gáði nú verr búsýslu en áður. Hjuggust þá
upp kvikféin svo að um sumarið eftir fæddi varla búféið
fólkið. Um haustið eftir voru upp höggvin öll kvikféin
gersamlega utan fáar einar kýr.Og einn morgun um veturinn fyrir jól tók Geir á fótum Helga.
Hann stóð upp skjótt og fóru þeir yfir háls til Vatnshorns í
Skorradal. Bóndi var eigi heima. Hann var að brúðkaupi á
Lundi í Reykjadal að Kolls.Geir mælti: "Nú mun verða að afla til bús þannig sem verða má
og skaltu gera annað hvort að halda vörð eða ganga í fjós."Helgi kaus að halda vörð. Geir gekk þá inn í fjósið og leysti
upp nautin. Tveir menn voru á heystáli og tefldu og brann þar
ljós.Þá mælti annar þeirra: "Hvort eru laus nautin í fjósinu?"Annar þeirra kvað konur mundu valda og hafa eigi bundið
nautin. Fer nú annar þeirra utar undir dyrnar. Og er Geir sá
það hljóp hann að og vó þann. Og er þeim dvelst er fyrri fór
fer annar og er hann kom í hlöðudyr hafði hann slíka för sem
hinn fyrri. Vó Geir og þenna. Síðan leiddu þeir á burt yxni
sjö vetra gamalt.Og er þeir komu heim í Botn líkaði Herði allilla og kveðst á
burt skyldu ef þeir vildu stela."Þykir mér," segir hann, "miklu ráðlegra að ræna ef eigi má
við annað vera."Geir bað hann eigi við sig skilja fyrir þessa sök, "skaltu
einn öllu ráða okkar á milli."Og svo var að Hörður fór eigi á burt.En er konur komu í fjós að Vatnshorni þótti þeim undarlegt er
naut öll voru laus. Ætluðu þær nautamenn sofa mundu. Bundu
þær nautin. En er þær komu að hlöðudurum fundu þær þá þar
dauða. Voru þá bónda orð send. Kom hann heim. Var fjölrætt um
þenna hlut.Eigi vildi Hörður láta neyta yxnisins fyrr en maður var
sendur til Vatnshorns að segja hið sanna um ferðir Geirs.
Segja það og nokkurir menn að Hörður muni hafa bætt bónda að
Vatnshorni fyrir menn sína og yxni og því muni hann þetta mál
ekki síðan kært hafa.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.