Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 21

Harðar saga 21 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 21)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
202122

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Auður hét maður. Hann bjó á Auðsstöðum gagnvert Uppsölum eða
heldur neðar, einrænn maður og auðigur, kynlítill og þó kífinn
nokkuð. Sigurður hét son hans. Hann átti merhryssi,
móskjótt að lit, tvö. Honum þóttu hrossin góð.



Illugi hinn rauði hafði gefið Herði stóðhross fimm saman þá
hann fór burt frá Hólmi, svört öll að lit. Þangað vöndust til
merar Auðs hinar skjóttu og hlupu í burt úr högum sínum. Illa
kveðst Herði það þykja er Auði varð of lítið gagn að hrossum
sínum.



Fátt varð um frændsemi þeirra Torfa. Ekki kepptu menn mjög
við Hörð enda átti hann gott eina við menn. Þá bjó Torfi á
Uppsölum. Hann hafði goðorð og þótti ódæll og illur
viðskiptis.



Annað sumar fór á sömu leið að hross Auðs gengu í burt frá
honum og til hrossa Harðar. Hörður bað hann færa hrossin sín
yfir fjallið svo að eigi fyndu merar Auðs þau. Svo var gert
og fundu þó merar Auðs hrossin.



Það bar til um engiverk að Sigurður Auðsson kom heim frá
stóðinu og hafði eigi getað náð hrossum sínum. Þá sendi
Hörður Helga Sigmundarson til að veita honum lið. Helgi fór
með Sigurði og var í illu skapi og kvað Auð einn valda slíkum
spennum og ónáðum. En er hann kemur til hrossanna sér hann að
sveinninn hefir sært hestinn.



Þá mælti hann: "Þú munt vera illt mannsefni og eigi skaltu
mörgum góðum gripum spilla héðan af."



Hann vó þá sveininn.



Litlu síðar kom Hörður að og mælti: "Þú ert illur maður er þú
hefir drepið ungmenni eitt og þó saklaust. Væri það maklegt
að eg dræpi þig. Nú mun eg ekki því nenna þó að það væri
betur að þú lifðir eigi eftir slíkt óverkan. Mun þetta vera
upphaf ógæfu þinnar. Er nú það fram komið er mér sagði hugur
um og það líkast að svo nokkurneginn beri til að þetta dragi
okkur báðum til bana og fleirum öðrum með því öðru sem þá ber
til og lagið vill verða."



Hörður kastaði þá feldi á líkið og fór síðan heim fyrst. Og
þegar litlu síðar fór Hörður til Auðsstaða og þá er Hörður
gekk vestan í garð þá gekk Auður norðan í garð.



Og er þeir fundust mælti Hörður: "Þar hefir tekist illa og þó
í móti mínum vilja er son þinn var drepinn. Nú vil eg selja
þér sjálfdæmi og sýna það að mér þykir þetta allilla orðið og
lúka þegar upp allt féið. Og munu það flestir tala að þér sé
varla von betri málaloka að svo vöxnu máli."



Auður svarar: "Nú hefi eg hitt Torfa vin minn og selt honum
málið og hefir hann heitið mér að fylgja því til hinna
fremstu laga enda mætti eg það allvel sjá að þér kæmuð hart
niður Breiðbælingar."



Hörður mælti: "Þú hefir það illa gert að rægja okkur Torfa
saman og nú skaltu þess gjalda."



Hann brá þá sverðinu Sótanaut og hjó Auð sundur í tvo hluti
og húskarl hans. Svo var Hörður þá reiður orðinn að hann
brenndi bæinn og allt andvirkið og tvær kvinnur er eigi vildu
út ganga.



En er Torfi spurði þetta kvað hann engan slíks fyrr fýst hafa
"að gera slík ódæmaverk við vini mína en þó Hörð eigi gott af
eyrum að leiða."



Og er hann spurði að Hörður var eigi heima fór hann heiman
til Breiðabólstaðar stefnuför og stefndi málunum til
alþingis, fór heim síðan.



En er Hörður spurði þetta sendi hann Helga suður til Indriða
mágs síns og bað hann ríða til þings og svara málum sínum og
bjóða sættir. Hann kveðst eigi geta af sér fyrir fjandskap
Torfa að bjóða neinar sættir sjálfur. Helgi fór og hitti
Indriða og segir honum orð Harðar.



Indriði svarar: "Eg hefi heitið Illuga rauða að fara til
Kjalarnessþings en bjóða vil eg Herði hingað til mín."



Helgi svarar: "Minni nauðsyn mun þér að fara til
Kjalarnessþings en að svara fyrir mág þinn jafnröskvan og
muntu vera skauð ein."



Þorbjörg mælti: "Þetta væri úrlausn nokkur ef dugandi maður
færi með erindum en nú kann vera að engi verði. Hefir og
þessi ógæfa af þér hlotist."



Helgi fór heim og sagði ekki Herði frá heimboðinu Indriða en
kvað hann ekki lið honum veita vilja.



Herði fannst fátt um og kvað vísu:



Minn varð mágur hranna

mér, og svo er hann fleirum,

eini illr að reyna

elds, í málaferlum.

Þorgrímu réð heldur heima

hvarflaus vera arfi.

Oss er stála stýrir

stríðr en verri síðar.


Og er menn komu til þings og dró að dómum þá spurði Torfi ef
nokkur vildi fébótum upp halda fyrir hönd Harðar.



"Mun eg," segir hann, "taka fébætur ef nokkur vill bjóða en
eigi nenni eg að kasta máli þessu niður undir fætur mér."



Engi komu svör á móti og urðu þeir Hörður sekir og Helgi
báðir.



En er Hörður spurði sekt sína kvað hann vísu:



Gera réð geymir stórra

gullhringa á alþingi

ósa enn að vísu

elds fægi útlægan

um hyski heiðar þorska

og, hjörrunna, miskunnar

oss er engi á þessu

ótti, grettis sótta.


Ekki fundust þeir Torfi þá um sinn.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.