Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 20

Harðar saga 20 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 20)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
192021

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nokkurum vetrum síðar kom út Hörður Grímkelsson á Eyrum og
Helga kona hans og Sigurður Torfafóstri, Helgi Sigmundarson
og þrír tigir manna. Þá var Hörður þrjátigi vetra að aldri.
Hann hafði þá utan verið fimmtán vetur í einu og orðið gott
til fjár bæði og virðingar.



Illugi hinn rauði frá Hólmi kom til skips og bauð Herði til
sín og öllum hans mönnum og fór sjálfur í móti þeim og gerði
allt hið sæmilegasta til þeirra. Hörður tók því vel og þótti
stórmannlega boðið. Fór Hörður til Illuga með hálfan þriðja
tug manna og var þeim veitt mungát allan veturinn með hinni
mestu rausn og líkaði Herði allvel. Illugi bauð honum fé sitt
allt það sem hann hafði við tekið. Hörður kvað sér tíðara að
heimta fé sitt að Torfa frænda sínum og kveðst mundu fara að
finna hann.



Síðan fór hann við tólfta mann og kom á Breiðabólstað og
hitti Torfa og heimti fé sitt.



Torfi kveðst eigi vita glöggt um fjárheimtur þær "því að eg
er ekki skyldur til að gjalda þér féið ef þú ert
verrfeðrungur."



Hörður kvað það enn lítt reynt en lést eftir fénu leita
mundu. Síðan reið Hörður á burtu og sagði Illuga er hann kom
heim.



Illugi bað Hörð vægja "og vænti eg að þá fari betur með ykkur
því að Torfi er vitur maður og grimmúðigur."



Hörður kvað það fjarri fara skyldu: "Hefir hann ávallt illa
til vor gert en aldrei vel. Vil eg þegar fara og láta mönnum
safna."



Hörður reið og safnaði mönnum um Akranes en Illugi safnaði
fyrir neðan og vestan, um Heynes og Garða til Fellsaxlar og
um Klafastaði en Hörður fyrir austan Kúludalsá. Þeir riðu upp
um Miðfell og svo til Breiðabólstaðar. Torfi var úti og
fagnar þeim vel. Illugi leitaði um sættir og kvað þeim vera
nauðsyn á að sættast svo nánum mönnum.



Torfi lét meiri von að Hörður hefði rétt að tala. "Mun hann
og verða mikilmenni," segir hann, "miklu hefir hann skjótara
við brugðið. Vil eg unna honum sætta og hér landakostar. Eg
mun fá honum í hönd hér með jörðunni þrjá tigu kúa og þrjá
tigu hjóna. Mun eg fá allt til bús þessi misseri. Vil eg vita
hvað manni hann vill vera. Hann skal ábyrgjast fé það allt er
hann tekur við, bæði lönd og kvikfé."



Illugi kvað þetta vel boðið og þetta þá Hörður og sættust að
því. Þangað fór Hörður búi sínu um vorið og galt Illugi honum
fé sín öll. Gagnsamt var bú Harðar. Ól hann gest ganganda.
Öngvir urðu til að leita á Hörð enda var hann óáleitinn við
aðra. Hann bjó þar tvo vetur.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.