Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 19

Harðar saga 19 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 19)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
181920

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Indriði Þorvaldsson og Þorgríma smíðkona gerðu bú í
neðanverðum Skorradal þar sem nú heitir á Indriðastöðum en
Þorgríma bjó þá í Hvammi, móðir hans, en Þorvaldur var
dauður, faðir hans.



Það sumar er Geir bjó fyrst í Botni kom út sá maður er Ormur
hét á Vikarsskeiði við Þjórsá. Þeir brutu skipið en týndu
öllu fénu. Þeir voru fimmtán menn á skipi og fengu engar
vistir. Ormur hafði verið fyrir tveim vetrum í Hvítá og þegið
vist með Indriða og nú reið Indriði norðan við þriðja mann í
móti Ormi og kveðst eigi vilja vita að hann væri ráðlaus.
Hann bauð honum heim með sér og öllum skipverjum hans. Ormur
játaði því og þakkaði honum boðið. Þeir riðu allir sunnan hjá
Bakkárholti um Grafning og Bíldsfell og svo hjá Úlfljótsvatni
og þaðan til Ölfusvatns og koma þar í rökkri. Grímkell
heilsar þeim en bauð þeim ekki.



Indriði biður þá Þorbjargar dóttur Grímkels: "Er þér bóndi
kunnigur uppruni minn og svo um fjárhaga mína. Vildi eg vita
skjótt svör þín."



Grímkell mælti: "Ekki megum vér skjóta því þegar fram og ekki
mun það ráðast svo skjótt."



Ekki varð af boðum hans við þá. Indriði reið í Hagavík um
kveldið.



En er þeir voru riðnir mælti Sigríður húsfreyja við Grímkel:
"Allkynlega leist þér á þetta að gifta eigi dóttur þína
Indriða er oss þykir hinn merkilegasti maður vera og lát ríða
eftir þeim og sit eigi fyrir sóma þínum eða dóttur þinnar."



Grímkell mælti: "Gerum sem þú vilt."



Þá var sent eftir þeim í Hagavík. Riðu þeir aftur með
sendimönnum. Grímkell tók nú allvel við þeim. Töluðu þeir nú
um málið og var það ráðið að Indriði skal eiga Þorbjörgu og
skal hann hafa með henni fjóra tigu hundraða og skyldi þegar
vera brúðkaupið að Ölfusvatni. Indriði skyldi sjálfur
ábyrgjast hversu þeim líkaði er eigi voru við.



Indriði lét þar eftir lið sitt en fór við þriðja mann og
sótti Þorbjörgu heim í Botn. Hann fór Jórukleif og svo til
Grímsstaða og þaðan Botnsheiði og svo í Botn. Geir var eigi
heima. Það mæltu margir menn að Geir mundi viljað hafa átt
Þorbjörgu en ekki mælti hún þó í móti þessum málum né að fara
með Indriða. Þau fara nú þar til er þau koma til Ölfusvatns.
Er þá búið til brúðkaups.



Grímkell fór til hofs Þorgerðar hörgabrúðar og vildi mæla
fyrir ráðahag þeirra Þorbjargar. En er hann kom í hofið þá
voru goðin í busli miklu og burtbúningi af stöllunum.



Grímkell mælti: "Hví sætir þetta, eða hvert ætlið þér, eða
hvert viljið þér nú heillum snúa?"



Þorgerður mælti: "Eigi munum vér til Harðar heillum snúa þar
sem hann hefir rænt Sóta bróður minn gullhring sínum hinum
góða og gert honum marga skömm aðra. Vil eg þó heldur snúa
heillum til Þorbjargar og er yfir henni ljós svo mikið að mig
uggir að það skilji með okkur en þú munt eiga skammt ólifað."



Gekk hann þá í burt og var reiður mjög goðunum. Hann fór heim
eftir eldi og brenndi upp hofið og öll goðin og kvað þau eigi
skyldu oftar segja sér harmsögur. Og um kveldið er menn sátu
undir borðum varð Grímkell goði bráðdauður og var hann
jarðaður suður frá garði. Alla fjárvarðveislu bar undir
Indriða og Illuga því að Hörður var eigi hér á landi. Ekki
vildi Indriði skipta sér neinu af fjárvarðveislu eftir
Grímkel nema heimanfylgju Þorbjargar. Illugi tók við
fjárvarðveislu þegar um haustið. En um vorið var skipt fé við
Sigríði og hafði hún land að Ölfusvatni og þótti góð
húsfreyja.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.