Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 17

Harðar saga 17 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 17)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
161718

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú er þar til að taka sem fyrr var frá horfið að Sigurður
Torfafóstri fór utan á Eyrum og kom við Noreg og var þar um
veturinn. En um sumarið eftir kom hann sér í skip með
kaupmönnum og fór suður til Danmerkur. Þá réð þar fyrir
Haraldur konungur Gormsson. Kemur Sigurður sér í kærleika við
konunginn því að hann reyndist hinn röskvasti maður. Óx honum
skjótt bæði fé og metnaður allt þar til er hann kom sér í lið
með víkingum og reyndist hinn mesti garpur. Og svo fór fram
nokkur sumur og allt þar til að Sigurður varð höfðingi fyrir
víkingaliði. Stýrði hann þá sjálfur fimm skipum.Það var eitt sumar að hann sigldi austur fyrir Balagarðssíðu.
Og er hann kom að sundum þeim er Svínasund heita þá var kveld
komið. Þeir voru þar um nóttina. En um morguninn verða þeir
eigi fyrr varir við en þar reru að þeim víkingar á sjö
skipum. Þeir spurðu hver fyrir skipunum ætti að ráða. Maður
stóð upp í lyfting á einu skipi, bæði mikill og svartur. Sá
kveðst heita Björn blásíða og vera son Úlfhéðins
Úlfhamssonar, Úlfssonar, Úlfhamssonar hins hamramma, og
spurði hver fyrir væri. Sigurður sagði til sín."Hvort viljið þér heldur ganga á land lausgyrðir en fá oss
skip og fé eða viljið þér berjast við oss?""Það munum vér heldur kjósa að verja fé vort og frelsi og
falla heldur með sæmd."Síðan búast við hvorirtveggju. Slær þar í hinn harðasta
bardaga. Gengur Sigurður vel fram og þar kemur að hroðin voru
öll skip Sigurðar en þrjú af Birni. Þá stendur Sigurður einn
uppi og varðist lengi og allt þar til er bornir voru að honum
skildir. Var hann þá höndum tekinn og varð hann áður sjö
manna bani einn saman. Var þá komið að kveldi dags. Hann var
þá bundinn fast á höndum en fjötraður á fótum og fengnir til
sex menn að geyma hans um nóttina en hann skyldi höggva að
morgni en víkingar lágu allir á landi. Sigurður spurði
hverjir skemmta skyldu.Varðmenn kváðu honum óvant um skemmtan "er þú skalt deyja á
morgun.""Ekki hræðist eg dauða minn og mun eg kveða yður kvæði ef þér
viljið."Þeir kváðust það þiggja mundu. Kveður hann þá svo að þeir
sofna allir. Hann velti sér þá þangað að sem öx ein lá. Getur
hann þá skorið af höndum sér strenginn og því næst gat hann
spyrnt af sér fjötrinum með því móti að af honum gengu bæði
hælbeinin. Síðan drepur hann alla varðmennina. Síðan kastar
hann sér til sunds og leggst til lands.Gengur hann þá yfir þvert nesið því að hann treystist eigi að
glettast við víkingana. Þá sér hann liggja fjögur skip en
búðir á landi. Hann gengur djarflega að tjöldunum og var þá
morgnað mjög. Hann fréttir hverjir þar væru forráðs. Þeir
sögðu að sá héti Hörður er fyrir þeim væri, Hróar og Geir og
Helgi, en spurðu í móti hver hann væri. Hann sagði til hið
sanna. Gekk hann þá fyrir Hörð og spurðust almæltra tíðinda.
Kenndist Hörður skjótt við Sigurð og býður honum til sín.
Sigurður kveðst það þekkjast mundu og sagði honum frá
svaðilsferðum sínum og bað Hörð rétta hlut sinn við
víkingana. Honum þótti það ekki vænlegt en kveðst þó gera
skyldu sem hann bæði. Bregða þeir þá við skjótt og ryðja skip
sín farminum en bera á grjót í staðinn, róa síðan fram fyrir
nesið.En er víkingar verða varir við það búast þeir við og þykjast
sakna vinar í stað er Sigurður var í burtu. Slær nú í bardaga
með þeim. Ganga þeir fóstbræður hart fram en Sigurður dugði
þó ámælislaust. En er leið á daginn ræður Hörður til uppgöngu
á skip það er Björn blásíða var á og Geir þegar eftir honum.
Gekk með sínu borði hvor og drápu gersamlega hvert mannsbarn
fyrir framan siglu. Björn blásíða hleypur þá í móti Herði.
Hörður var þá kominn aftur yfir siglu og höggur Björn til
Harðar með tvíeggjuðum mæki. Hörður kemur þá þó eigi fyrir
skildinum. Stökk hann þá öfugur fram yfir siglubitann en
mækirinn kemur svo hart í siglubitann að felur báða eggteina.
En er Hörður sér það að Björn lýtur eftir högginu höggur hann
bæði hart og skjótt um þverar herðarnar og sundur manninn
fyrir neðan bringspalirnar með sverðinu Sótanaut og lét Björn
blásíða svo líf sitt. Og er þetta var unnið hafði Geir drepið
hvert mannsbarn á skipinu en Hróar hafði hroðið eitt skip og
þeir Helgi báðir. Sigurður hafði hroðið eitt skip en víkingar
flýðu á hinu fjórða. Tóku þeir Hörður þar herfang mikið,
bundu nú sár manna sinna. Sigurður greri svo að honum stóð
fyrir öngu. Fylgdi hann Herði alla ævi síðan meðan hann lifði
og þótti vera hinn röskvasti maður.Þeir sigldu nú heim til Gautlands um haustið og sátu þar um
veturinn í góðu yfirlæti.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.