Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 15

Harðar saga 15 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 15)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
141516

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):En er vor kom bjóst Hróar við tólfta mann til haugs Sóta.
Þeir riðu um skóg þykkvan. Og í einhverjum stað sá Hörður
hvar lá af skógarbrautinni lítill leynistigur. Hann ríður
þenna stig þar til er hann kemur í eitt rjóður. Þar sér hann
standa eitt hús bæði mikið og skrautlegt. Maður stóð úti
fyrir húsinu í blárendri heklu. Hann heilsar Herði með nafni.Hann tók honum vel og spurði hvað hann hét "því að eg þekki
þig ekki þótt þú látir kunnlega við mig.""Björn heiti eg," segir sjá, "og kenndi eg þig þegar eg sá
þig og hefi eg þó ekki séð þig fyrri. En vinur var eg frænda
þinna og þess skaltu njóta frá mér. Veit eg að þér ætlið að
brjóta haug Sóta víkings og mun yður það eigi greitt veita ef
þér eruð einir í aktaumum. En ef svo fer sem eg get til að
yður vinnist eigi að að brjóta hauginn þá vitja þú mín."Nú skilja þeir. Hörður ríður nú til móts við Hróar. Koma þeir
til haugsins snemma dags og taka til að brjóta og komust um
kveldið niður að viðum en um morguninn eftir var haugurinn
heill sem áður. Svo fór annan dag. Þá reið Hörður til móts
við Björn og sagði honum hvar komið var."Og fór svo," kvað Björn, "sem mig varði því að mér var eigi
ókunnigt hvert tröll Sóti var. Nú er hér eitt sverð er eg vil
fá þér og stikk þú því í haugsbrotið og vit þá hvort aftur
lykst haugurinn eða eigi."Nú fer Hörður aftur til haugsins.Hróar segist þá vilja frá hverfa "og fást eigi við fjanda
þenna lengur."Þess fýstu fleiri.Hörður svarar þá: "Eigi dugir það að enda eigi heitstrenging
sína. Skulum vér enn til prófa."Hinn þriðja dag fóru þeir til að brjóta hauginn. Komast þeir
enn að viðum sem fyrr. Hörður skýtur nú sverðinu Bjarnarnaut
í haugsbrotið. Sofa þeir af um nóttina en koma til um
morguninn og hafði þar þá ekki að skipast. Hinn fjórða dag
brutu þeir langviðu alla en fimmta dag luku þeir frá hurðu.
Hörður bað þá menn varast gust þann og ódaun er út legði úr
haugnum en hann sjálfur stóð að hurðarbaki á meðan ódaunninn
var sem mestur. Þá urðu tveir menn bráðdauðir af fýlu þeirri
sem út lagði en þeir höfðu forvitnast um og haft eigi ráð
Harðar.Hörður mælti þá: "Hver vill í hauginn ganga? En sá þykir mér
eiga sem heit strengdi þess að vinna Sóta."Þagði Hróar þá. En er Hörður sá að enginn var búinn til í
hauginn að ganga keyrði hann niður tvo festarhæla."Nú mun eg," segir hann, "ganga í hauginn ef eg skal eiga þá
þrjá gripi er eg kýs úr hauginum."Hróar kveðst þessu játa fyrir sína hönd og það samþykktu
allir.Hörður mælti þá: "Það vil eg Geir að þú haldir festi því að
þér trúi eg best til."Síðan fór Hörður í hauginn en Geir hélt festi. Ekki fann
Hörður fé í haugnum og segir nú Geir að hann vill að hann
fari í hauginn með honum og hafi með sér eld og vax "því að
hvorttveggja hefir mikla náttúru með sér," segir hann. "Bið
þú þá Hróar og Helga geyma festi."Þeir gerðu svo en Geir fór niður í hauginn. Hörður fann hurð
um síðir og brutu þeir hana upp. Þá varð landskjálfti mikill
og slokknuðu ljósin. Þar varp út ódaun miklum. Þar í
afhaugnum var skrimingur lítill sá. Þá sáu þeir skip og fé
mikið í. Sóti sat í stafni og var ógurlegur að sjá. Geir stóð
í haugsdyrum en Hörður gekk til og vildi taka féið.Þetta kvað Sóti:Hví fýsti þig

Hörður að brjóta

hús moldbúa

þótt Hróar bæði?

Hefi eg aldrei

hristi blóðorma

angur gert

ævi minnar.


Hörður kvað:Því gerði eg

þegn að finna

og fornum draug

firra auði,

og af öllum

alræmt orðið,

að hvergi muni

í heimi öllum

verri maður

vopnum stýra.


Þá spratt Sóti upp og rann á Hörð. Varð þar harður atgangur
þess að Hörður varð mjög aflvani. Tók Sóti svo fast að hold
Harðar hljóp saman í hnykla. Hörður bað Geir tendra vaxkertið
og vita hve Sóta brygði við það. En er ljósið bar yfir Sóta
ómætti hann og féll hann niður. Hörður gat þá náð gullhring
af hendi Sóta. Það var svo góður gripur að menn segja að
enginn gullhringur hafi jafngóður komið til Íslands.En er Sóti missti hringinn kvað hann þetta:Hörður rændi mig

hringnum góða.

Hálfu síður vildag

hans um missa

en gervallrar

Grana byrðar.

Hann skal verða

að höfuðbana

þér og öllum

þeim er eiga.


Hörður kvað:Þó hitt eg vissi

að haldast mundu

öll ummæli

eyði góðverka

þá skyldi eigi

skauð afgömul

lengur njóta

lægis bríma.


"Skaltu það víst vita," segir Sóti, "að sjá hringur skal þér
að bana verða og öllum þeim er eiga utan kona eigi."Hörður bað Geir bera að honum ljósið og sjá hve vingjarnlegur
hann væri. Og í því steypist Sóti í jörð niður og vildi eigi
bíða ljóssins. Skildi svo með þeim. Þeir Hörður tóku kistur
allar og báru til festar og fé allt er þeir fundu. Hörður tók
sverð og hjálm er Sóti hafði átt og voru hinar mestu
gersemar. Þeir kippa nú festinni og urðu þess varir að
mennirnir voru á burtu af hauginum. Hörður las sig upp eftir
festinni og komst hann út úr hauginum. Geir batt féið í festi
en Hörður dró út.Það er að segja frá þeim Hróari og Helga að þá er
landskjálftinn varð æddust menn allir þeir er úti voru nema
þeir Helgi og Hróar og urðu þeir að halda þeim sem úti voru.
En er þeir fundust varð þar fagnafundur. Þóttust þeir þá Geir
og Hörð úr helju heimt hafa.Spurði Hróar Hörð að tíðindum en hann kvað vísu:Átti eg ei við léttan

auðar hlyn né blauðan,

þann var vont að vinna

vóm í heiðnum dómi.

Veit eg, þá er ljós nam líta,

ljót varð ásjón Sóta,

vildi geymir galdra

greypr í jörðina steypast.


Þeir fóru nú á burt með fang sitt. Hvergi fundu þeir Björn og
höfðu menn það fyrir satt að Óðinn mundi það verið hafa.
Mikið ágæti þótti mönnum Hörður gert hafa í hauggöngunni.Hann talaði þá við Hróar: "Nú þykist eg eiga þá þrjá grípi
sem eg kýs."Hróar kvað það satt "og ertu maklegastur að hafa þá.""Þá mun eg," segir Hörður, "kjósa sverð, hring og hjálm."Síðan skiptu þeir fé öllu öðru og urðu allir vel ásáttir.
Ekki vildi jarl hafa af fénu þá er þeir buðu honum, kvað Hörð
maklegan mest af að hafa. Sitja þeir nú í sóma miklum og voru
þar þau misseri.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.