Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 13

Harðar saga 13 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 13)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
121314

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Haraldur konungur gráfeldur réð þá fyrir Noregi. Þeir leituðu
sér skjótt skemmuvistar og fengu það með umgangi Brynjólfs
því að hann gerði við þá allt hið besta.



Það var einn dag er Brynjólfur var riðinn upp á land að Geir
gekk einn samt heiman. Hann hafði vararfeld yfir sér. Geir
sér þá hvar flokkur manna fór og var einn af þeim í blárri
kápu. Þeir finnast skjótt. Spyrja þeir hann að nafni. Geir
segir til hið sanna og spyr hverjir þeir eru. Sá kveðst
Arnþór heita er fyrir þeim var og vera féhirðir Gunnhildar
konungamóður. Þeir föluðu að Geir feldinn en hann vildi eigi
selja. Þá greip einn af honum feldinn. Geir stóð eftir og
hélt á sverði. Þeir hlógu þá fast og göbbuðu hann og sögðu að
landi hefði ei fast haldið feldinum. Hann reiddist þá
hvorutveggja gabbi þeirra enda missa feldinn, þrífur hann þá
í feldinn og hnykkjast þeir um nokkura stund. Arnþór seilist
þá til feldarins og ætlar að hnykkja af honum. Í því brá Geir
sverði og hjó á hönd Arnþóri fyrir ofan olboga svo að af tók.
Náði hann þá feldinum og fór heim síðan því að þeim varð bilt
við hann. Eftir varð honum umgerðin. Þeir tóku til Arnþórs
því að hann mæddi blóðrás.



Hörður spurði er Geir kom heim því blóð væri á sverði hans.
Geir sagði sem farið hafði.



Hörður svarar: "Slíkt lá til sem þú gerðir að. Mun nú eigi
duga aðgerðalaust."



Nú mæddi Arnþór blóðrás og féll hann niður í höndum þeim sem
hjá honum voru og dó litlu síðar af blóðrás. Sendir Hörður nú
eftir Íslendingum þeim sem þar voru. Þar var Tindur
Hallkelsson bróðir Illuga hins svarta. Þeir bregða við skjótt
og koma til móts við Hörð og verða saman fjórir og tuttugu.
Þá var blásið í bænum og sent eftir konungi og sagt að
drepinn væri einn konungsmaður.



Kemur konungurinn skjótlega og biður þá fram selja Geir "því
að hann hefir drepið vin minn en féhirði móður minnar."



Hörður svarar: "Það samir oss eigi að selja fram mann vorn
undir vopn yður. Viljum vér bjóða þér sjálfdæmi fyrir manninn
til þess að Geir hafi lífs grið og lima."



Í því kom Brynjólfur heim er þeir töluðu þetta og mælti:
"Herra gerið svo vel, takið fé fyrir manninn og virðið til
heiður yðvarn en vináttu mína því að margur maður mun lífi
týna áður en Geir sé drepinn."



Konungur svarar: "Það mun eg gera Brynjólfur fyrir þín orð að
sættast við Geir og taka fébætur fyrir mína hönd en ekki
fyrir móður mína."



Brynjólfur þakkaði honum. Hann galt upp féð allt fyrir Geir
og gaf þó konungi góðar gjafir því að hann var vellauðigur að
fé og hinn besti drengur.



En er konungur var á burt farinn mælti Brynjólfur: "Eigi
treysti eg að halda yður hér fyrir Gunnhildi. Vil eg senda
yður austur í Víkina á fund Þorbjarnar föður míns til trausts
og halds."



Hörður svarar: "Þinni forsjá vil eg hlíta því að þú ert góður
drengur."



Fóru þeir nú skjótlega austur í Víkina. Tók Þorbjörn vel við
þeim sakir orðsendingar sonar síns. Voru þeir þar vel haldnir
og þóttu vera ágætamenn. Ekki þótti flestum mönnum Helgi bæta
um skapsmuni Harðar. Öndverðan vetur kom Brynjólfur austur
þangað. Sátu þeir þá allir saman með vinskap.



Um vorið talaði Þorbjörn við þá Hörð að hann vill senda þá
austur til Gautlands "á fund Haralds jarls vinar míns með
skýrum jarteignum því að eg veit að Gunnhildur kemur hér
skjótt og get eg þá ekki haldið yður fyrir henni."



Hörður kvað þá feðga ráða skyldu. Búa þeir nú skip sitt.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.