Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 12

Harðar saga 12 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 12)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
111213

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það sama sumar kom skip af hafi á Eyrar. Það átti sá maður er
Brynjólfur hét Þorbjarnarson Grjótgarðssonar, víkverskur
maður. Þeir voru þrír tigir manna á skipi. Þeir komu út fyrir
þing. Brynjólfur reið til þings og var í búð Grímkels goða.



Oft mælti hann það að honum væri forvitni á að sjá Hörð "því
að mér er mikið sagt," segir hann, "frá vænleik hans og
atgervi."



Það bar nú og svo til að Hörður kom á þing og þeir Geir báðir
því að þeir skildu aldrei. Furðu ástúðigt var með þeim
fóstbræðrum því að þá skildi á hvorki orð né verk.



Þeir Brynjólfur hittast nú. Féll vel á með þeim. Sagði
Brynjólfur að ekki væri ofsögum sagt frá Herði um vöxt hans
og vænleik.



"Sýnist mér þér Hörður," segir Brynjólfur, "muni vera vel
hent að fara utan og vera á hendi tignum mönnum. Vil eg
vingast við þig og gefa þér hálft skipið við mig."



Hörður mælti: "Mikið tekst þú á hendur við ókunnan mann en þó
vil eg þessum þínum málum vel svara og heita þó eigi í burt
að fara fyrr en eg veit fararefni mín því að enn eru lítil að
svo búnu."



Geir mælti: "Slíkt er vel boðið fóstbróðir og vænlegt ráð
sýnist mér þetta vera. Vil eg þessa fýsandi vera."



Hörður mælti: "Ekki nenni eg að biðja Grímkel tillaga."



Geir bað hann eigi það gera "því að hann ann þér mikið. Nú
vildi eg að þú værir einfeldur í þessum ráðum og það annað að
þú tækir það með þökkum er Brynjólfur býður þér."



Nú fara þeir heim af þingi. Og er Hörður kom heim sagði hann
Þorbjörgu systur sinni. Hún kvað Brynjólf góðan dreng mundu
vera. Geir fýsti þá enn utanferðar.



"Vildi eg," segir hann, "að þú tækir Helga Sigmundarson þér
til þjónustumanns."



Þorbjörg svarar: "Letjandi vil eg þess vera því að mér sýnist
ógæfufullt allt lið Sigmundar. Mun mér aldrei sá harmur úr
brjósti ganga er eg hefi af því fengið er þau báru mig á
húsgang."



Hörður svarar: "Lítið er mér um Helga því að oss hefir hin
mesta svívirðing af þeim leitt" og kvað vísu:



Hinn er mestr í manna

minnum hafður, sem eg inni,

harmr í Hlakkar stormi

hundmargur Þorbjargar,

er Sigmundi bauð branda

bróðir hennar móður

Auði upp að fæða

ermvangs á húsgangi.


Helgi sækir eftir mjög en Geir flytur mjög hans mál. Það
reiðist af áður en létti að Helgi skyldi fara með þeim og
sagði Hörður að þeim mundi því þykja nokkuru sýnna misráðið.



Eftir þetta beiðir Hörður Grímkel fjár og mælti til sex tiga
hundraða og væru í tuttugu hundraða mórend.



Grímkell mælti: "Mjög kemur fram í slíku ofsi þinn og
ágirni."



Hann gekk frá þegjandi.



Sigríður kona Grímkels kvað þetta fyrir lof hafa "því að
þessu nærri mun sú vera sem hann hefir ætlað sér til kaupa."



Þeir gerðu nú svo, færðu vöruna alla undir Fell til Sigurðar
múla, fóru síðan utan með Brynjólfi þegar um sumarið og komu
við Björgvin heilu skipi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.