Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 11

Harðar saga 11 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 11)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
101112

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Illugi hét maður er bjó að Hólmi á Akranesi. Hann var son
Hrólfs hins geitlenska, Úlfssonar, Grímssonar hins háleyska.
Bróðir Illuga var Sölvi, faðir Þórðar, föður Magnúss prests í
Reykjaholti. Systir Illuga var Halldóra er átti Gissur hvíti,
móðir Vilborgar, móður Jórunnar, móður Guðrúnar, móður
Einars, föður Magnúss biskups. Illugi var mikill maður og
sterkur og hafði auð fjár. Hann fór til Ölfusvatns bónorðsför
og bað Þuríðar dóttur Grímkels er hann átti við hinni fyrstu
konu sinni. Grímkell tók þessu vel því að honum var Illugi
kunnigur. Fóru þar festar fram. Eigi var Hörður hjá þessu
kaupi.Að tvímánuði skyldi brúðlaupið vera heima að Ölfusvatni. En
er kom að þeirri stefnu bjóst Illugi heiman við þrjá tigu
manna til brúðlaupsins. Með honum var Þorsteinn öxnabroddur
úr Saurbæ, mikill bóndi, og Þormóður úr Brekku af
Hvalfjarðarströnd. Þeir fóru yfir fjörð til Kjalarness og
fyrir norðan Mosfell og svo upp hjá Vilborgarkeldu, þaðan til
Jórukleifar og svo til Hagavíkur og svo heim til Ölfusvatns
og komu snemma dags.Illugi mælti: "Hvar er Hörður er eg sé hann eigi eða er honum
ekki boðið?"Grímkell kvað honum vera sjálfboðið "en ekki hefi eg nefnt
hann sérlega til þess."Illugi svarar: "Það samir þó eigi."Hann ríður á Grímsstaði. Þar voru aftur hurðir. Þeir drápu á
dyr. Geir gekk til hurðar og spurði hverjir komnir væru.
Illugi segir til sín og spurði að Herði. Geir kvað hann vera
inni.Illugi mælti: "Bið þú hann út koma því að eg vil finna hann."Geir gekk inn og kom út, sagði Hörð liggja og vera sjúkan.
Illugi gekk inn því að Hörður vildi eigi út ganga.Illugi mælti: "Með hverju móti er sótt þín Hörður?"Hann kvað vera ekki mikla.Illugi mælti: "Gjarna vildi eg að þú færir til boðs míns með
mér og legðir vináttu til mín."Hörður kvað hann þetta hafa mátt fyrr mæla ef honum þætti
allmikið undir: "Vil eg hvergi fara því að lítt hafið þér
mig að þessum málum kvatt."Illugi fær ekki af Herði utan stór orð. Hann ríður á burt við
svo búið.Litlu síðar mælti Geir til Harðar: "Það er meiri sómi að við
förum til boðsins. Mun eg sækja okkur hross."Hörður kvað sér ekki um.Geir mælti: "Ger að bæn minni en að sóma þínum."Hörður gerði nú svo. Ríða þeir þá eftir þeim. Og er þeir
fundust varð Illugi allkátur og lét ekki á sér finna stóryrði
Harðar. Þeir riðu nú til boðsins og var þar vel við þeim
tekið. Hörður sat á aðra hönd Illuga. Veislan fór vel fram og
skörulega. Riðu þeir allir samt frá boðinu allt til
Vilborgarkeldu. Þar skildust götur.Þá mælti Illugi: "Nú munum við Hörður hér skiljast og vildi
eg að vingott væri með okkur og hér er skjöldur er eg vil
gefa þér."Hörður svarar: "Ærnar á Grímur fóstri minn flagspildur" og
kvað vísu:Skjöld gaf mér hinn mildi

málmrjóður og ei góðan.

Hann mun þurfa þenna

þegn í Hildar regni.

Eigi hann sjálfur hinn svinni

sinn grip, er ann minni

Auði urðþvengs hlíðar,

eiðs og hringa meiðir.


Illugi mælti þá: "Þigg þú þá hring þenna að mér til vinganar
þótt þú viljir eigi skjöldinn."Hörður tók við hringnum. Var það góður gripur."Eigi veit eg," segir Hörður, "því mér býður það í hug að þú
munir eigi vel halda mágsemd við mig en þó mun það síðar
reynast."Síðan skildu þeir og varð fátt um kveðjur en skildust þó
sáttir að sinni.En er Hörður kom heim þá mælti hann við Þorbjörgu: "Þér vil
eg gefa hring þenna er Illugi gaf mér því að eg ann þér mest
allra manna en þú mun þessa gjöf eftir mig dauðan því að eg
veit að þú munt lifa lengur en eg.Þorbjörg svarar og kvað þetta:Verðir þú,

svo eg viti gjörla,

vopnum veginn

eða í val fallinn,

þeim skulu manni

mín að sönnu

biturleg ráð

að bana verða.


Þá var Hörður tólf vetra er hér var komið sögunni. Hann var
þá jafn um afl hinum sterkustum mönnum þar í sveitum.Leið nú svo fram þar til er Geir var sextán vetra gamall en
Hörður fimmtán. Hann var þá höfði öllu hærri en aðrir menn
flestir. Honum mátti öngvar sjónhverfingar gera í augum því
að hann sá allt eftir því sem var. Hann var hærður manna best
og rammur að afli, syndur manna best og um alla hluti vel að
íþróttum búinn. Hann var hvítur á hörund en bleikur á hár.
Hann var breiðleitur og þykkleitur, liður á nefi, bláeygur og
snareygur og nokkuð opineygur, herðibreiður, miðmjór, þykkur
undir höndina, útlimasmár og að öllu vel vaxinn.Geir var nokkuru ósterkari en þó voru þá nálega öngvir hans
jafningjar. Hann var hinn mesti íþróttamaður þótt hann kæmist
ei til jafns við Hörð.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.