Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 7

Harðar saga 7 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 7)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
678

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Litlu síðar fæddi Signý sveinbarn. Sá var Hörður nefndur.
Hann var snemma mikill vexti og vænn að áliti en ekki dálega
bráðger fyrst í því að hann gekk eigi einn saman þá er hann
var þrevetur að aldri. Þetta þótti mönnum kynlegt og eigi
bráðgervilegt svo sem hann var frágerðamaður að öllu öðru.Og þann dag er hofhelgi var haldin að Ölfusvatni, því að
Grímkell var blótmaður mikill, sat Signý á stóli sínum á
miðju stofugólfi. Bjóst hún þá um og lá men hennar hið góða í
knjám henni. Sveinninn Hörður stóð við stokk og gekk nú hið
fyrsta sinni frá stokkinum og til móður sinnar og rasaði að
knjám henni. Menið hraut á gólfið fram og brast í sundur í
þrjá hluti.Signý reiddist mjög og mælti: "Ill varð þín ganga hin fyrsta
og munu hér margar illar eftir fara og mun þó verst hin
síðasta."Hún kvað vísu:Braut í sundur fyrir sætu

Sírnis hljóða men góða.

Ýta trú eg að engi bæti

auðar hlíði það síðan.

Gangr varð ei góður hins unga

gulls lystis hinn fyrsti.

Hverr mun héðan af verri.

Hneppstur mun þó hinn efsti.


Grímkell kom í því í stofuna og heyrði hvað hún kvað. Hann
greip upp sveininn þegjandi og reiddist mjög þessum orðum og
kvað vísu:Auðs hefir átta beiðir

ógóða sér móður.

Hann nam fyrst að finna

fljóðs nýgenginn jóða

bræðiorð þau er beiðir

brennusjós mun kenna.

Atkvæði lifa lýða

lengur en nokkur drengja.


Svo var Grímkell reiður orðinn að hann vildi eigi að
sveinninn væri heima þar. Hann fer og hittir Grím og Guðríði
og biður þau taka við Herði og fæða hann þar upp. Þau kváðust
það gjarna vilja og tóku fegin við og þótti góð sending í
vera.Einum vetri fyrr höfðu þau Grímur og Guðríður son átt er þau
létu Geir heita. Hann var snemma mikill og vænlegur og vel að
íþróttum búinn, þess að hann skorti þó um allt við Hörð. Uxu
þeir nú upp báðir samt og varð skjótt ástúðigt með þeim.Signý undi nú verr eftir þetta en áður og var nú sýnu færra
með þeim Grímkatli en fyrr.Enn dreymdi hana draum að hún sæi tré eitt mikið sem fyrr, í
rótum mest, limamargt og gerði á blóm mikið.Þann draum réð fóstra hennar enn til barngetnaðar þeirra á
milli og mundi vera dóttir og lifa eftir ætt stór er henni
sýndist limamargt tréið "en þar er þér þótti það bera blóma
mikinn mun merkja siðaskipti það er koma mun og mun hennar
afkvæmi hafa þá trú sem þá er boðin og mun sú betri."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.