Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Harð ch. 3

Harðar saga 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Harð ch. 3)

Anonymous íslendingasögurHarðar saga
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Maður hét Þorvaldur er bjó á Vatnshorni í Skorradal, mikill
maður og sterkur. Kona hans hét Þorgríma og var kölluð
smíðkona, fjölkunnig mjög. Indriði hét son þeirra, mikill
maður og efnilegur. Þorgríma lifði lengur þeirra hjóna. En þá
er hún var ekkja orðin bjó hún í Hvammi í Skorradal. Hún
gerðist auðig kona og mikil fyrir sér.



Það er sagt eitt sumar sem oftar að Grímkell goði reið til
þings og einnhvern dag gekk hann frá búð sinni með flokk
mikinn manna og til búðar Valbrands og inn í búðina.
Valbrandur fagnaði honum vel því að Grímkell var honum
kunnigur áður. Setjast þeir niður og tóku tal með sér.



Grímkell mælti: "Það er mér gjörla sagt Valbrandur að þú
eigir þér dóttur þá er Signý heitir og sé skörungur mikill.
Vil eg biðja hennar ef þú vilt gifta mér hana."



Valbrandur svarar: "Kunnigt er oss að þú hefir ætt góða og
auð fjár og ert sjálfur garpur hinn mesti. Vil eg þessu vel
svara."



Lýkur þeirra tali svo að Valbrandur fastnar Grímkatli goða
Signýju dóttur sína en boð skyldi vera að tvímánuði suður að
Ölfusvatni.



Torfi Valbrandsson var eigi á þingi. Og er Valbrandur kom
heim af þingi sagði hann Torfa syni sínum tíðindin.



Torfi svarar: "Alllítils þykja yður verðar mínar tillögur er
mig skyldi ekki að spyrja slíku enda þykir mér ekki ráð þetta
er þú hefir séð fyrir dóttur þinni jafnvirðulegt sem þér
þykir vera. Mun Signýju þetta verða ekki mikið til yndis er
maður er bæði gamall og harðráður."



Torfi kvað þá vísu:



Gift hefir þorna þóftu,

þegn nam slíkt að fregna,

gamall benhríðar beiðir

brynfatla Grímkatli.

Auðs nam yndi og blíðu

einfeldr Njörun steina.

Get eg að gera mun lítið

gamalmenni það henni.


Spurði Signý nú gjaforð sitt og lét sér fátt um finnast. Og er
þau Torfi og Signý systkin finnast lætur hann sér ekki um
ráðahag þenna.



"Er ást mikil," segir hann, "okkar í millum. Er mér ekki um
að þú ráðist úr héraði á burt með fé þitt."



Hún svarar: "Eg sé hér gott ráð til bróðir. Bregð þú ekki
ráðahag þessum en eg mun handsala þér fé mitt allt á þann
hátt að þú skalt gjalda heimanfylgju mína, slíka sem faðir
minn hefir á kveðið og mun það víslega tuttugu hundraða
munur. Vil eg það gefa þér til vingunar utan gripi mína tvo
þá er eg hefi mestar mætur á. Er það annað men mitt hið góða
en annað hestur minn Svartfaxi."



Torfi lét sér þetta vel líka og mælti þá vel til hennar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.