Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HallfrÓT ch. 12

Hallfreðar saga (in ÓT) 12 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HallfrÓT ch. 12)

Anonymous íslendingasögurHallfreðar saga (in ÓT)
1112

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú skal þar til taka sem fyrr var frá horfið að Hallfreður
vandræðaskáld sigldi út til Íslands um sumarið áður en
bardaginn varð á Orminum. Kom Hallfreður út fyrir norðan land
og reið suður um heiði sem áður er sagt. Gerðist þá enn að
nýju missætti með þeim Hallfreði og Grísi Sæmingssyni bæði um
mál Kolfinnu og um víg Einars Þórissonar.Í þann tíma bjó Þorkell krafla Þorgrímsson að Hofi í
Vatnsdal. Hann átti Vigdísi dóttur Ólafs frá Haukagili.
Þorkell var þá mestur höfðingi um þær sveitir. Þá bjó að
Móbergi í Langadal Húnröður Véfreðarson og var Grís hans
þingmaður.Hallfreður vandræðaskáld var um veturinn með Galta bróður
sínum og orti þá Gríssvísur. Það er hálfníð. En er Grís
spurði það þá fór hann til fundar við Húnröð.Og er þeir fundust mælti Grís: "Þess erindis er eg hér kominn
að eg vildi að þú legðir til ráð með mér hverju eg skal því
fram fara við Hallfreð að vel sami en eg fái þó eigi lengur
svívirðing eina af honum því að hann herðir að eins
fjandskapinn við mig."Húnröður svarar: "Það legg eg til ráðs að þú búir mál á
hendur Hallfreði til Húnavatnsþings, önnur en um Kolfinnu."Grís hafði þessi ráð. Reið hann suður til Hreðuvatns um vorið
og stefndi Hallfreði til Húnavatnsþings um víg Einars frænda
síns og um kveðskap. Síðan reið Grís norður aftur.En um vorið eftir riðu þeir bræður sunnan með þrjá tigu manna
og sótti Hallfreður traust að Þorkeli kröflu mági sínum.
Þorkell kvaðst mundu veita honum að málum ef nokkur sæmd væri
Grísi boðin.Hallfreður svarar: "Svo vil eg vera láta því að eg sé að eg
er offari í við Grís."En er menn voru komnir til Húnavatnsþings þá hjó Brandur
Ávaldason, bróðir Kolfinnu, Galta Óttarsson banahögg er hann
gekk út úr búð Þorkels. Hallfreður leitaði eftir Brandi
bróðurbana sínum og varð honum undan skotið. Þá bauð
Hallfreður Grísi hólmgöngu þar á þinginu.En á næstu nótt var það áður þeir skyldu berjast um daginn
eftir, þá er Hallfreður svaf í búð sinni, að hann dreymdi að
hann þóttist sjá Ólaf konung Tryggvason. Hallfreður þóttist
verða feginn og þó hræddur.Honum þótti konungur svo mæla til sín: "Sefur þú Hallfreður
en þó mun svo vera sem þú vakir. Þú ætlar ógott ráð fyrir þér
að berjast við Grís að svo illum málaefnum sem þú hefir. En
hann hefir þess guð beðið að sá ykkar skuli sigrast á öðrum
er réttara hefir að mæla. Nú haf þú ráð mitt að þú tak með
þökkum að eigi verði hólmgangan og bæt heldur fé það er þú
ert sakaður við hann og hirð eigi þó að þér sé hallmælt að þú
hræðist. En á morgun er þú ert klæddur gakk þú út á holt það
er hér er skammt frá þingstöðinni þar sem götur mætast. Muntu
þá sjá menn ríða. Haf þú tal við þá og kann vera að þá þyki
þér annað meira vert en hólmgangan við Grís."Hallfreður vaknar og hugsar hvað fyrir hann hafði borið. Hann
sagði drauminn einum búðarmanni sínum.Sá svaraði: "Hræðist þú nú grísinn og væri þér betra að hafa
fyrr sæst við hann þá er hann mælti vel til en nú mun virt af
óvinum þínum að þú þorir eigi að berjast."Hallfreður mælti: "Virði það nú hver sem vill. Hafa skal eg
ráð Ólafs konungs. Þau munu mér enn best gefast sem fyrr.
Kann vera að nú komi það fram er hann mælti áður við skildum
næst að mér þyki brátt betra að hafa verið með honum en hér á
Íslandi."Um morguninn gekk Hallfreður út á holtsgötu nokkura og sá
menn ríða í litklæðum. Hann gekk til þeirra manna og spurði
þá tíðinda. En þeir sögðu fall Ólafs konungs Tryggvasonar.
Hallfreði brá mjög við þessa sögn. Gekk hann þegar aftur á
þingið og sagði tíðindin, lagðist síðan niður í rúm sitt með
miklum harmi hugar. Þá mæltu menn Gríss að Hallfreður yrði
lítill af þessu máli.Grís svarar: "Það er ekki á þá leið. Minna sóma hafði eg af
Miklagarðskonungi en Hallfreður af Ólafi konungi og þóttu mér
þau tíðindi mest er eg frétti fall stólkonungsins. Og veit sá
einn er missir síns lánardrottins hversu heit verða kann
höfðingjaástin. Nú þykir mér gott er eg skal eigi berjast við
konungsgæfuna sem Hallfreði mun jafnan fylgja. Nú var það
talað í fyrstu að Þorkell mundi gera um mál okkur og það vil
eg enn halda."Hallfreður játti því.Þorkell mælti: "Það er gerð mín að fyrir víg Galta komi víg
Einars Þórissonar og þar með heimsókn við Kolfinnu fyrir
mannamun. En fyrir óþokkavísur þær er Hallfreður hefir kveðið
um Grís skal Hallfreður gefa honum einnhvern góðan grip."Þá kvað Hallfreður vísu:Auðs hef eg illrar tíðar

alldrengila fengið,

mig hefir gjöllu gulli

gramr og jarl of framdan,

ef glapskuldir gjalda,

gjálfrteigs og hef eg eigi

mörk, fyrir minnstan verka

matvísum skal eg Grísi.


Þorkell bað hann hætta verkanum "og legg nú fram," segir
hann, "grip nokkurn við Grís þó að eigi sé af konungsnautum."Hallfreður lét til hringinn Sigvaldanaut og skildu þeir að
því.Reið Hallfreður fyrst af þinginu suður um heiði og dvaldist
að búi sínu um hríð við litla gleði. Síðan fékk hann búið í
hendur Valgerði systur sinni en hann reið norður til
Skagafjarðar og bjó skip sitt í Kolbeinsárósi. Fór hann það
sama sumar utan og varð síðbúinn. Kom hann við Orkneyjar og
fór þegar austur til Noregs. Hann kom um veturnáttaskeið utan
að Sogni. Þá spurði hann af nýju þau tíðindi er áður höfðu
gerst hið fyrra sumarið. Orti hann þá þegar drápu um Ólaf
konung.Svo þótti Hallfreði mikill skaði að um Ólaf konung að hann
undi engu og ætlaði þá að halda skipi sínu suður til
Danmerkur eða austur til Svíþjóðar. Þeir lágu í einum
leynivogi og gerðu lítt vart við sig en þó spurði Hallfreður
að Eiríkur jarl Hákonarson var þaðan eigi langt á land upp.
Gerði hann sér þá það í hug að hann mundi drepa jarlinn þó að
hann væri þegar drepinn.Og næstu nótt eftir þessa hugsan dreymdi Hallfreð að Ólafur
konungur kæmi að honum og mælti við hann: "Þetta er ónýtt ráð
er þú ætlast nú fyrir Hallfreður, að drepa Eirík jarl. Yrk þú
heldur um hann drápu."Eftir um morguninn gekk Hallfreður einn frá skipi á land upp
þar til er hann kom á þann bæ er Eiríkur jarl var fyrir. Hann
gekk þegar að stofu þeirri er jarl var inni og drakk.
Hallfreður var skjótt kenndur af mönnum og þegar handtekinn
og færður jarli. Jarlinn sagði að hann skyldi drepa fyrir
meiðing Þorleifs hins spaka vinar síns og bað hann fjötra sem
skjótast og leiða út. En er fjöturinn var borinn að Hallfreði
greip hann til og kippti fjötrinum úr höndum þeim mönnum er á
hann vildu leggja. Hallfreður hóf upp fjöturinn og laust í
höfuð einum þeirra svo að sá hafði þegar bana. Jarlinn bað þá
drepa hann sem skjótast svo að eigi gerði hann fleira illt.
Þá stóð upp maður gamall er áður hafði setið á bekkinn.
Kenndi Hallfreður að þar var Þorleifur hinn spaki. Hann gekk
fyrir jarl og bað hann gefa Hallfreði grið.Jarl svarar: "Það er hóti ómaklegast að þú biðjir honum lífs
og griða eða manst þú það eigi er hann meiddi þig og stakk úr
þér augað?"Þorleifur mælti: "Hallfreður átti þá kost að gera við mig
hvað er hann vildi en hann gaf mér lífið og þar með annað
augað í móti boðskap Ólafs konungs og lagði sig svo í hættu
fyrir mig. Nú vil eg herra að Hallfreður hafi líf fyrir mín
orð."Jarl bað svo vera sem hann vildi.Þorleifur tók þá Hallfreð á sitt vald og mælti: "Vilt þú nú
Hallfreður að eg dæmi með ykkur Eiríki jarli?""Það vil eg gjarna," segir Hallfreður."Þá skaltu yrkja kvæði um jarl," sagði Þorleifur, "og haf
búið á þriggja nátta fresti."Hallfreður kvað svo vera skyldu. Og er þrjár nætur voru
liðnar þá færði Hallfreður Eiríki jarli kvæðið og er þetta
upphaf:Bær ert hróðr að heyra,

hjaldrör, um þig görvan.


Jarl launaði honum vel kvæðið "en ekki vil eg þig með mér
hafa," segir jarl, "fyrir sakir Ólafs konungs."Þorleifur bauð honum þá til sín. Það þá Hallfreður. Var hann
þann vetur með Þorleifi við lítið yndi en þó veitti Þorleifur
honum vel og reyndist honum hinn besti drengur.Um sumarið eftir bjó Hallfreður skip sitt og fór út til
Íslands. Var hann þá í förum um hríð og varð aldrei glaður,
svo þótti honum mikið fráfall Ólafs konungs, og hvorki nam
hann yndi á Íslandi né í Noregi. Hann fór austur til
Svíþjóðar að vitja Auðgils sonar síns og fjár þess er hann
átti þar að varðveita því að þá var andaður Þórar mágur hans.Þá var Hallfreður fertugur að aldri þá er hann fór að sækja
fé sitt til Íslands og ætlaði þá að staðfestast í Svíaveldi.
Þá var í för með honum bróðir hans er hét Þorvaldur og
Hallfreður son hans. Þeir höfðu útivist harða fyrir stormum
og áföllum. Hallfreður jós að sínum hluta og var þó sjúkur
mjög. Og eitt sinn er hann gekk frá austri þá settist hann á
beitiásinn og í því laust áfall hann niður í skipið og
beitiásinn á hann ofan.Þá mælti Þorvaldur: "Er þér bróðir meint við orðið?"Hallfreður kvað:Hnauð við hjarta síðu

hreggblásinn mér ási.

Mjög hefir uðr að öðru

aflað báru skafli.

Marr skotar mínum knerri.

Mjök er eg votr af nökkvi.

Munat úrþvegin eira

aldan sínu skaldi.


Þorvaldur þóttist sjá sótt hans og leiddi hann aftur á skipið
og bjó um hann og spurði hversu honum segði hugur um
sóttarfar sitt.Hann kvað:Rind brá hvítri hendi

hördúks um brá mjúka,

fljóð gat fremdar æði,

fjölerrin, sér þerra

ef dauðan mig meiðar

morðveggs skulu leggja,

áðr var eg ungu fljóði,

út um borð, að sútum.


Þá mælti Hallfreður við Hallfreð son sinn: "Þér vil eg gefa
frændi sverðið konungsnaut en aðra gripi þá er Ólafur
konungur gaf mér skal leggja í kistu með mér ef eg andast hér
á skipinu."Þá kvað hann vísu þessa:Eg mundi nú andast,

ungr var eg harðr í tungu,

senn ef sálu minni

sorglaust vissi eg borgið

Veit eg að vætki of sýtig,

valdi guð hvar aldri,

dauðr verðr hver, nema hræðumst

helvíti, skal slíta.


Á þeim sama degi andaðist Hallfreður og var lagður í kistu og
gripir hans með honum, konungsnautar, sem hann hafði fyrir
mælt, skikkja, hringur og hjálmur. Síðan var kistunni skotið
fyrir borð.Kistan kom á land í Eyjunni helgu í Suðureyjum og fundu
þjónustusveinar ábóta þess er þar réð fyrir. Þeir brutu
kistuna og stálu fénu en sökktu líki Hallfreðar í fen eitt.En ábótann dreymdi á næstu nótt að Ólafur konungur Tryggvason
kom að honum og var reiðulegur og mælti: "Þú átt illa
þjónustusveina. Þeir hafa brotið skip skálds míns og stolið
fé hans en bundið stein við háls honum og drekkt í fen. Nú
hafið sannar sögur af þeim ella mun yður henda hver undur."Síðan hvarf konungur frá honum en ábóti vaknaði og lét taka
sveinana en þeir gengu þegar við er á þá var borið og var
þeim þá sú sök upp gefin. Lík Hallfreðar fannst og var grafið
virðulega að kirkju. Kaleikur var ger af hringinum en
altaraklæði af guðvefjarskikkjunni en kertastikur úr
hjálminum.Þeir Þorvaldur tóku Ísland um haustið og voru á Óttarsstöðum
um veturinn. Síðan fór Þorvaldur utan en Hallfreður setti bú
saman og bjó á Óttarsstöðum. Var hann og kallaður
vandræðaskáld sem faðir hans. Hann varð göfugur maður og
mikilmenni og eru menn frá honum komnir.sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.