Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HallfrÓT ch. 11

Hallfreðar saga (in ÓT) 11 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HallfrÓT ch. 11)

Anonymous íslendingasögurHallfreðar saga (in ÓT)
101112

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Litlu síðar um vorið en Ólafur konungur hafði sent Leif
Eiríksson til Grænlands gekk Hallfreður vandræðaskáld fyrir
konung einn dag og bað sér orlofs að fara út til Íslands um
sumarið.



Konungur svarar: "Það skal vera sem þú vilt. Hefi eg þig
reyndan að góðum dreng. En að því skaplyndi sem þú hefir þá
þykir mér eigi lítil von að enn komi þær stundir að þú vildir
heldur vera með mér en á Íslandi eða í öðrum stöðum. En því
að óvíst er um fundi okkra héðan af ef við skiljum nú þá
skaltu þiggja af mér pellsskikkju, hjálm og hring er stendur
sex aura. Þessa gripi skaltu eiga að minjum að þú hefir mér
þjónað og lóga þeim eigi því að þeir skulu fara til kirkju
með líki þínu en fara í kistu með þér ef þú andast í hafi."



Síðan bjó Hallfreður skip sitt til Íslands. Hann sendi
Auðgísl son sinn austur í Svíaveldi og fæddist hann þar upp
með Þórari móðurföður sínum en Hallfreði syni sínum fékk hann
fóstur gott þar í Þrándheimi. En er Hallfreður var búinn gekk
hann fyrir konung og kvaddi hann. Var það þá auðsætt á
Hallfreði að honum þótti mikið fyrir að skiljast að sinni við
Ólaf konung.



Síðan lét Hallfreður í haf og kom skipi sínu í Skagafjörð í
Kolbeinsárós eftir alþingi. Báru þeir þar farm af skipinu og
settu upp. Síðan fékk Hallfreður mann til að varðveita varnað
sinn og selja um veturinn en hann reið frá skipi við tólfta
mann vestur til sveita og ætlaði suður um heiði sem hann
gerði. Þeir riðu allir í litklæðum.



En er þeir fóru vestur frá Skagafirði þá sneru þeir til selja
Gríss frá Skarði. Það var í milli Skagafjarðar og Langadals
upp af Laxárdal. Þar var Kolfinna Ávaldadóttir húsfreyja
Gríss fyrir í selinu og nokkurar konur með henni. Þar voru og
nær fleiri sel Langdæla og konur í. Smalamaður Gríss sá ferð
þeirra og sagði Kolfinnu að tólf menn riðu að selinu, allir í
litklæðum.



Hún svarar: "Þeir munu eigi kunna veginn."



"Eigi veit eg það," segir hann, "en ekki ríða þeir
ókunnlega."



Kolfinna gekk út er þeir komu. Hún heilsaði Hallfreði og
spurði tíðinda.



Hallfreður svarar: "Tíðindi eru fá en í tómi munu sögð því að
vér viljum hér vera í nótt."



Hún kvaðst mundu gefa þeim mat.



Stigu þeir af hestum sínum og höfðu þar blíðan beina. Lá
Hallfreður hjá Kolfinnu um nóttina og hver förunauta hans
fékk sér konu því að selin voru saman mörg.



En er Hallfreður stóð upp um morguninn kvað hann nokkurar
vísur, þær er eigi er þörf á að rita, bæði með mansöng til
Kolfinnu og ósæmdarorðum við Grís.



Þá mælti Kolfinna: "Það er undarlegt er þú, vaskur maður,
vilt svo illa kveða. Hefir þú helsti mikla ósæmd gert Grísi
þó að þú smáir hann ekki með ófögrum verka því að hann mun
ekki kveða um þig. Hann er maður góðgjarn og óáleitinn ef
honum eru eigi stórar skapraunir gervar. Hefir þú svo að eins
þína sök til búið við hann, bæði nú og fyrr, að þér væri
heldur heyrilegt að bæta yfir við hann en að flimta hann því
að hann mun reynast hraustur karlmaður ef hann á eftir sínum
hlut að sjá ef honum er sæmd boðin."



Hallfreður kvað:



Lítt hirði eg, lautar

lundr hefir hætt til sprunda

viggs, þótt verði eg höggvinn,

varrar, í höndum svarra

ef eg næði Sif slæðu

sofa karms meðal arma.

Máttkat eg láss við ljósa

lind ofræktar bindast.


Smalamaður hafði hleypt á brottu frá selinu um nóttina og
sagði Grísi hvað um var. Og er hann vissi þetta kallaði hann
til sín menn og reið heiman um morguninn við fimmtánda mann.



Þeir Hallfreður bjuggust frá seljunum um morguninn. Og þá er
Hallfreður hljóp á bak brosti hann.



Kolfinna mælti: "Hví brosir þú nú?"



Hallfreður kvað:



Veitkat eg hitt hvað verða

ver glóðar skal Móða,

rennumst ást til Ilmar

unnar dags, á munni

ef fjölgegnir fregna

fagnendr jötuns sagna,

fló eg af gyltar grísi

geitbelg, hvað mig teitir.


Hallfreður vildi gefa Kolfinnu skikkjuna konungsnaut en hún
vildi eigi hafa. Og áður þeir riðu brott kvað Hallfreður:



Heim koma hirði-Naumur,

hams er góðr á fljóðum,

sævar báls úr seljum

sléttfjallaðar allar.

Nú sel eg af þótt ýfist

ölbekkjar Syn nokkuð,

hverr taki seggr við svarra

sínum, ábyrgð mína.


Nú kom Grís til seljanna með sína menn og voru þeir
Hallfreður þá í brottu. Kolfinnu var skapþungt. Það sá Grís
og kvað:



Nú þykkir mér nokkur,

námskorð, vera orðin,

lít eg hve sumr mun sæta,

sveimr, meðan eg var heiman.

Hér hafa gestir gerva,

gengr út kona þrútin,

þerrir sjálegr svarri,

slaug fjandslega, augu.


Maður hét Einar Þórisson Þrándarsonar er í för var með Grísi.
Hann var systrungur Gríss.



En er Grís kom til seljanna en Hallfreður var brottu þá sagði
Grís mönnum sínum að hann vildi ríða eftir þeim Hallfreði.



Kolfinna bað hann eigi eftir ríða "því að það er ósýnna,"
segir hún, "að þinn kostur batni við að þið Hallfreður
finnist."



Grís réð og riðu þeir fram hjá Auðólfsstöðum. Og er þeir komu
að Blöndu þá voru þeir Hallfreður komnir á miðja ána. Þá
skaut Grís spjóti til Hallfreðar en hann tók spjótið á lofti
er að honum fló og sendi aftur til Gríss en Einar Þórisson
brá við öxi sinni og hæfði hann eigi á spjótið. Fló það fyrir
brjóst Einari og hafði hann þegar bana.



Þá mælti Grís: "Rennur þú nú Hallfreður?"



Hann svarar: "Eg skal eigi lengra undan ríða en af ánni ef þú
vilt eftir sækja."



Grís reið eigi á ána. Áttust þeir þá orð við um ána þvera.
Lögðu menn hvorratveggju þá til að þeir mundu sættast svo að
Hallfreður bætti Grísi þenna ósóma allan saman. Hallfreður
spurði hvers Grís beiddist.



Grís mælti: "Mér er sagt að þú eigir gullhringa tvo góða er
annan gaf þér Ólafur konungur en annan Sigvaldi jarl. Nú
mundi eg því una ef eg hefði hringana báða."



Hallfreður svarar: "Fyrr mun annað að berast."



Skildu þeir við svo búið ósáttir.



Hallfreður reið suður á Óttarsstaði til Galta bróður síns því
að faðir hans var þá andaður. Var Hallfreður þar um veturinn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.