Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HallfrÓT ch. 10

Hallfreðar saga (in ÓT) 10 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HallfrÓT ch. 10)

Anonymous íslendingasögurHallfreðar saga (in ÓT)
91011

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú er þar til að taka er Hallfreður vandræðaskáld var austur
á Gautlandi tvo vetur og hafði gengið að eiga heiðna konu.
Hann fór á fund Ólafs Svíakonungs og flutti honum drápu er
hann hafði ort um hann og þá af honum góðar gjafar.Og hinn síðara veturinn er Hallfreður var á Gautlandi var það
eina nótt að honum sýndist Ólafur konungur í svefni,
reiðulegur, og mælti til hans: "Illa gerir þú er þú kastar
mjög svo kristni þinni. Nú er þér ráðlegra að fara á minn
fund með lið þitt og endurbæta trú þína."Hallfreður andvarpaði mjög er hann vaknaði. Ingibjörg spurði
hvað hann hefði dreymt.Hallfreður sagði hvað fyrir hann hafði borið "eða hversu mun
þér um það gefið, hvort muntu vilja fara með mér á fund Ólafs
konungs? Á eg þér mikið gott að launa. Nú mætti eg svo helst
umbuna þér þinn góða að leiða þig til sannrar trúar og
sáluhjálpar."Hún svarar: "Slíks var eigi lítil von að þig mundi þangað
heimta. Og fyrir því að eg skil að sá er betri en hinn er vér
höfum áður haldið þá vil eg fyrir víst fara með þér."Þau áttu son vænlegan er hét Auðgísl. Hann var veturgamall.
En hún var þá og með barni. Um vorið bjuggust þau austan og
fór Auðgísl með þeim.Þau léttu sinni ferð eigi fyrr en þau komu norður í Þrándheim
um haustið á fund Ólafs konungs. Konungur tók vel við
Hallfreði og ásakaði hann þó nokkuð um það er hann hafði svo
lengi verið með heiðnum mönnum og fengið heiðinnar konu. Fékk
konungur prest að setja honum skriftir og gekk Hallfreður
glaðlega undir allt það er honum var boðið. Litlu síðar fæddi
Ingibjörg kona hans sveinbarn. Þeim sveini gaf Hallfreður
nafn sitt og var hann kallaður Hallfreður. Eftir það var
Ingibjörg skírð og synir þeirra Hallfreðar báðir.Síðan mælti konungur til Hallfreðar: "Enn skaltu bæta framar
við guð er þú hefir mjög svo gengið af trú þinni. Vil eg nú
að þú yrkir uppreistardrápu og bætir svo sál þína en hafir
eigi til ills eins íþrótt þá er guð hefir gefið þér."Hallfreður sagði sig það gjarna vilja og allt annað það er
hann mætti gera eftir vilja Ólafs konungs. Var hann með
konungi um veturinn í góðri virðing: Tók hann þá að yrkja
Uppreistardrápu og er það hið besta kvæði. Þann vetur
andaðist Ingibjörg kona hans og þótti Hallfreði það hinn
mesti skaði.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.