Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HallfrÓT ch. 8

Hallfreðar saga (in ÓT) 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HallfrÓT ch. 8)

Anonymous íslendingasögurHallfreðar saga (in ÓT)
789

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Einn dag litlu síðar bar svo til að konungur spurði hvar
Hallfreður skáld væri.Kálfur svarar: "Hann mun nú hafa vanda sinn og blóta á laun.
Er það til marks að hann hefir í pungi sínum líkneski Þórs af
tönn gert og ert þú konungur of mjög dulinn að honum og færð
hann eigi sannreyndan."Konungur lét Hallfreð þegar kalla til sín og er hann kom
mælti konungur: "Ertu Hallfreður sannur að því sem þér er
kennt að þú hafir líkneski Þórs í pungi þínum og blótir?"Hallfreður svarar: "Eigi er eg þessa valdur herra. Er hér
skjót raun til. Skal nú í stað rannsaka pung minn. Hefi eg nú
ekki undanbragð mátt hafa þó að eg vildi því að mig varði
eigi þessa áburðar."Var hann þá rannsakaður og fannst engi sá hlutur í vitum hans
að til þess væri líklegur sem Kálfur hafði sagt á hann.Þá mælti Hallfreður til Kálfs: "Þetta er sannlega dauðaróg.
Skal þér og þetta að hörðu verða ef eg nái svo til þín sem eg
vildi. Þú hefir og enn fyrr tekið mig með valdi og varst þá
búinn að veita mér bana. Var þá nokkur sök til en nú engi
nema lygi þín og róg."Konungur mælti: "Eigi er ykkur saman vært. Nú skal Kálfur
fara til búa sinna. Mun hann ekki þá rægja þig eða aðra menn
við mig. En þú Hallfreður," sagði konungur, "skalt fara
sendiför mína á Upplönd til þess manns er heitir Þorleifur
hinn spaki. Þessi Þorleifur er dótturson Þorleifs
Hörða-Kárasonar. Þorleifur vill eigi við kristni taka. Nú
skaltu drepa hann eða blinda. Skal eg leggja til ferðar
þessar með þér mína gift og hamingju. Haf þú og með þér svo
marga menn sem þér líkar. En sent hefi eg fyrrum menn til
Þorleifs og hafa þeir engu á leið komið við hann því er eg
vildi."Hallfreður svarar: "Eigi sýnist mér ferð þessi rífleg. En
gjarna vil eg fara hvert er þér viljið senda mig. Vil eg að
Jósteinn móðurbróðir yðvar fari með mér og bekkjunautar
mínir, þeir sem eg kýs, svo að vér séum saman fjórir menn og
tuttugu."Síðan var búin ferð þeirra. Riðu þeir þar til er þeir komu í
skóg einn skammt frá bæ Þorleifs. Þar stigu þeir af hestum
sínum í rjóðri nokkuru.Þá mælti Hallfreður: "Nú skal eg ganga til bæjar en þér bíðið
mín hér til hins þriðja dags ef þess þarf við en þér farið
brottu leið yðra ef eg kem eigi aftur um það."Jósteinn bauð að fara með honum en Hallfreður vildi það eigi.
Hallfreður tók sér stafkarlsgervi og lét breyta sem mest
ásjónu sinni. Hann lét leggja lit í augu sér en sneri um
hvörmunum og lét ríða leiri og kolum í andlit sér. Hann gerði
sér mikið skegg og lét það líma við höku sér og kjálka. Var
hann þá með öllu ókennilegur og gamallegur. Síðan lagði hann
á bak sér tötrabagga langvaxinn og var þar í sverðið
konungsnautur. Gekk Hallfreður svo búinn heim á bæinn snemma
dags.Þorleifur var því vanur, sem mjög var fornmennis háttur, að
sitja löngum úti á haugi einum eigi langt frá bænum og svo
bar nú að móti er Hallfreður kom. Hallfreður gekk að
hauginum. Fór hann heldur seint og stumraði mjög. Hafði karl
þröngd mikla og hrækti mjög í skeggið, rengdi til augun þó að
óskyggn væri ef hann sæi nokkuð manna úti. En er hann kom að
hauginum heilsaði Þorleifur honum og spurði hvað manna hann
væri.Hann svarar: "Eg er einn gamall maður, fátækur sem sjá má,
hrumur af vosi og nú mest af kuldum er eg hefi rekist úti á
skógum í allan vetur. Varð eg fyrir mönnum Ólafs konungs
snemma á hausti norður í Þrándheimi. Var eg færður konungi og
vildi hann brjóta mig til kristni. En eg hljópst í brottu
leynilega og drap eg áður einn konungsmann. Nú hefir mig
angrað síðan hungur og frost er eg hefi farið huldu höfði en
eg mundi enn brátt hressast ef mér væri við hjúkað. Hefi eg
því hingað leitað að mér er sagt að þú sért góður drengur og
mörgum hjálparmaður þeim er þín þurfa. Vil eg biðja að þú
veitir mér ásjá nokkura."Þorleifur svarar: "Eigi veit eg hvað af því verður. En þó
muntu hafa farið víða og vera maður fróður ef þú ert gamall.
Hefir þú og tungubragð ekki ómjúklegt."Tók hann þá að spyrja hann margs, bæði um landaskipan og
örnefni. Karl leysti úr því öllu fróðlega er hann spurði.Þorleifur mælti: "Var nokkuð sá maður með Ólafi konungi er
Hallfreður hét? Hann dreymir mig oft en þó er það ómerkilegt.
En koma munu hér konungsmenn brátt."Karl svarar: "Heyrt hefi eg getið hans Hallfreðar og sjaldan
að góðu. Hafði eg þess og fullar raunir að hann var þar því
að hann var einn af þeim mönnum er mig færðu konungi."Í þessu stumraði karl upp á hauginn til hans.Þorleifur mælti: "Eigi veit eg hvað manna þú ert eða hvað þú
segir en eigi verður þú mér alllítill fyrir augum."Ætlaði hann þá upp að standa en Hallfreður þreif til hans og
keyrði undir sig því að hann var miklu sterkari. Þeir ultu
ofan fyrir hauginn og varð Hallfreður efri. Hann setti þegar
hæl á auga Þorleifs og hleypti út úr höfðinu.Þá mælti Þorleifur: "Nú kemur það fram sem mér hefir lengi
ótti og áhyggja verið að þér Hallfreður. En eigi ertu nú einn
að, því að konungsgæfan fylgir þér. Eg þykist vita að það mun
konungs boðskapur vera að þú blindir mig eða drepir. En nú
vil eg biðja að þú gefir mér annað augað en eg gef þér í móti
hníf og belti og er hvorttveggja gersemi en koma þér síðan að
liði ef svo ber til því að vera kann að einn tíma þurfir þú
fulltings manna."Hallfreður svarar: "Það geri eg fyrir engan mun að þiggja af
þér gjafar eða góðgripi til þess að brjóta konungs boðskap
hér um. Heldur mun eg það með öllu á mig taka að gefa þér
kauplaust annað augað."Þorleifur þakkaði honum augagjöfina og skildu að því. Fór
Hallfreður til sinna manna í skóginn og varð þar fagnafundur
með þeim. En Þorleifur gekk heim til bæjar síns og sagði
engum manni áverkann fyrr en Hallfreður var allur í brottu.Þeir Hallfreður riðu leið sína og komu þar um farinn veg sem
Kálfur átti bú. Hann var úti á akri að sá korni sínu.Þá mælti Hallfreður: "Nú ber vel til og skal drepa Kálf
illmenni."Jósteinn svarar: "Gerum það eigi að blanda svo ógiftu við
auðnu."Hallfreður svarar: "Eigi skiptir þá að höguðu til. Góður
drengur er meiddur en vér látum mannskræfu þessa lifa og eigi
nenni eg því að marka hann eigi að minnsta kosti."Hljóp Hallfreður þá af baki og greip Kálf höndum og stakk úr
honum annað augað. Kálfur þoldi illa meiðslin og bar sig
lítt.Hallfreður mælti: "Nú sýnir þú enn á þér greyskapinn. Var og
þess von að mikið mundi skilja hreysti og drengskap með ykkur
Þorleifi spaka."Riðu þeir Hallfreður þá leið sína þar til er þeir fundu
konung. Konungur fagnaði þeim og spurði tíðinda. Hallfreður
sagði að hann hefði blindað Þorleif.Konungur mælti: "Þá hefir þú vel sýst og sýn mér augu hans."Hallfreður tók augað Kálfs og sýndi honum.Konungur mælti: "Hvar fékkst þú slíkt auga? Muntu nú hafa
fleira gert en eg bauð þér því að ekki hefir Þorleifur átt
þetta auga."Hallfreður sýndi honum þá annað auga.Konungur mælti: "Þetta er auga Þorleifs og seg nú satt hvað
þú hefir gert."Hallfreður sagði þá að hann hafði blindað Þorleif öðru auganu
en stungið annað úr Kálfi.Konungur svarar: "Þá hefir þú enn eigi betur en hálfgert mitt
erindi og muntu nú vilja fara í annað sinn og færa mér augað
Þorleifs það er eftir er.""Það vil eg eigi," segir Hallfreður, "að ræna Þorleif því
auganu sem eg gaf honum áður. En fara mun eg til Kálfs ef þér
viljið og blinda hann með öllu eða drepa því að eg hefi enn
eigi meir en hálflaunað honum það er hann stangaði mig með
spjótsoddi og rak mig til bana bundinn sem þjóf. Er það
sannast í að eg gerði því ekki meira að honum að mér þykir
til engis vera að eiga við mannlæru þá."Konungur kvað þá svo standa skyldu. Var Hallfreður þá með
konungi í góðri sæmd.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.