Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HallfrÓT ch. 7

Hallfreðar saga (in ÓT) 7 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HallfrÓT ch. 7)

Anonymous íslendingasögurHallfreðar saga (in ÓT)
678

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Óttar hét maður, upplenskur að ætt. Kálfur hét bróðir hans.
Þeir voru hirðmenn Ólafs konungs. Voru þeir með konungi og
mikils virðir af honum en ekki vinsælir við alþýðu. Þeir
öfunduðu Hallfreð skáld. Þótti þeim hann hafa of mikinn gang
af konungi. En Hallfreður vildi ekki vægja fyrir þeim.



Var það eitt kveld við drykk að sló í mikla deilu með þeim.
Var konungur við staddur og bar hann heldur í hag Óttari
ræðuna því að hann sá að honum mundi eigi endast að þræta við
Hallfreð. Og er konungur var braut genginn tóku þeir að
endurnýja sína deilu. Og um síðir sló í kappmæli með þeim.
Sagði Hallfreður að Óttar mundi sér lítt einhlítur ef þeir
ættust illt við. Lauk svo því tali að Hallfreður hljóp upp og
hjó til Óttars með öxinni Hákonarnaut jarls og veitti honum
banasár. Kálfur greip Hallfreð höndum og menn með honum.
Settu þeir fjötur á fætur honum og bundu hendur hans. Voru
það lög að þann mann skyldi drepa er vægi mann í konungs
herbergi.



Síðan fóru þeir Kálfur til konungs og sögðu honum vígið
Óttars, sögðu þá mega sjá hvað manna Hallfreður var "mun hann
svo ætla að bleðja hirðina," sagði Kálfur, "og er eigi víst
hvort hann hlífir höfðinu ef hann kemst í færi um."



Rægði Kálfur og þeir félagar Hallfreð á alla vega sem mest
þar til er konungur bað þá drepa hann um daginn eftir. Kálfur
var við það glaður. Varðveittu þeir Hallfreð í járnum um
nóttina en leiddu hann út um morguninn og ætluðu að drepa.



Þá mælti Hallfreður: "Er sá dauður er eg vann á?"



Þeir sögðu svo vera.



Hallfreður svarar: "Þá mun yður það maklegt þykja að eg deyi
en hvar er Ólafur konungur?"



"Hvað mun þig það varða?" sagði Kálfur. "Dæmt hefir hann þig
nú til dauða."



Hallfreður mælti: "Ef nokkurir menn eru hér nær staddir, þeir
er eg hafi vel til gert, þá launi þeir mér það nú svo að þeir
láti leiða mig þar nær sem konungurinn er. Vil eg þakka honum
hirðvist."



Þá kom það fram sem mælt er að hver á sér vin með óvinum.
Voru þeir menn þar er við könnuðust að Hallfreður hafði til
góðs við gert og leiddu hann þaðan skammt frá því er Ólafur
konungur var úti staddur og hirðbiskup hans, Sigurður.



En er Hallfreður kom nærri þeim mælti hann til konungs:
"Minnist þér nú þess herra að þér hafið mér því heitið að
segja mig yður aldrei afhendan og verðið eigi heitrofi við
mig, ella mun nú skemmri verða vor samvist en eg vildi að
væri. Sá er annar hlutur til að telja að þú ert guðfaðir
minn."



Biskup mælti: "Fyrir guðs sakir herra, látið manninn njóta
slíkra hluta svo stórra og góðra."



Ólafur konungur svarar: "Svo skal vera herra biskup sem þér
beiðið" og bað þá leysa hann skjótt og svo var gert. Líkaði
Kálfi þetta allþungt. Hallfreður var enn með hirðinni og var
konungur þó færri til hans en áður en þó bætti hann þetta víg
fyrir Hallfreð.



Það var einn dag er Hallfreður stóð fyrir konungi að hann
féll til fóta honum. Sá konungur að hann felldi tár og spurði
hvað honum þætti svo mikið.



Hallfreður mælti: "Nær fellur mér reiðin yður herra og henni
vildi eg gjarna af mér koma."



Konungur svarar: "Svo skal vera. Þú skalt fara sendiför mína
og skulum við vera sáttir ef þú kemur ferðinni fram. Eða
hvort átt þú sverðið það er eg gaf þér?"



"Á eg víst herra," segir hann, "og hefir það ekki í umgerð
komið en þó hefir engum manni mein að því orðið."



Konungur mælti: "Það samir svo vel að vandræðaskáldið eigi
vandræðagripinn eða muntu kunna að yrkja vísu svo að nefna
sverð í hverju vísuorði?"



Hallfreður svarar: "Við mun eg leita ef þér viljið herra og
allt vil eg til þess vinna að koma af mér yðvarri reiði."



Þá kvað Hallfreður:



Eitt er sverð það er sverða

sverðauðgan mig gerði.

Fyrir svip-Njörðum sverða

sverðótt mun nú verða.

Munat vansverðað verða,

verðr em eg þriggja sverða,

jarðarmens ef yrði

umgerð að því sverði.


Konungur þakkaði honum vísuna og sagði honum mikla íþrótt í
skáldskap sínum og gaf honum þá umgerð að sverðinu, mjög
vandaða, og mælti: "Nú skulum við vera sáttir og þó að þig
hendi víti að þú komir eigi til borðs eða kirkju sem aðrir
menn eða annað slíkt þá skal þér upp gefa framar en flestum
öðrum."



Hallfreður þakkaði konungi mjúklega sinn blíðskap.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.