Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HallfrÓT ch. 6

Hallfreðar saga (in ÓT) 6 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HallfrÓT ch. 6)

Anonymous íslendingasögurHallfreðar saga (in ÓT)
567

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Hallfreður skáld Óttarsson var með Ólafi konungi. Hann gekk
einn dag fyrir konung og bað hann hlýða kvæði því er hann
hafði ort um Ólaf konung. Konungur kvaðst eigi hlýða vilja
kvæði hans.Þá mælti Hallfreður: "Þú munt því ráða herra. En týna mun eg
þá þeim fræðum er þú hefir látið kenna mér ef þú vilt eigi
hlýða kvæðinu því að ekki eru þau fræði skáldlegri en
kvæðið."Konungur mælti: "Vandræðaskáld ert þú við að eiga og skal
hlýða kvæði þínu."Hallfreður flutti kvæðið skörulega. Var það drápa.En er lokið var mælti konungur: "Þetta er gott kvæði og vel
ort. Viltu nú gerast minn maður og vera með mér?"Hallfreður svarar: "Eg var fyrr hirðmaður Hákonar jarls. Nú
mun eg ekki gerast þér handgenginn og engum öðrum höfðingja
nema þú heitir mér því að mig hendi enga þá hluti er þú segir
mig þér afhendan eða rekir mig frá þér."Konungur svarar: "Þannig er bragð á þér að þú mundir fás
svífast og láta þér margt sóma. Ganga og þær sögur heldur frá
lyndi þínu að mér þykir eigi örvænt að þú farir nokkurum þeim
hlutum fram er eg vil fyrir engan mun við sæma."Hallfreður svarar: "Þar fæ eg skjótt ráð til, drep þú mig
þá."Konungur mælti: "Víst ert þú vandræðaskáld en minn maður
skaltu þó vera.""Enn er samt um viðurnefnið," sagði Hallfreður, "hvað gefur
þú mér að nafnfesti ef eg skal vandræðaskáld heita?"Konungur svarar: "Sé eg að þetta vilt þú kenningarnafn eiga
og þigg hér af mér sverð heldur frítt. En vandi mikill mun
þér á þykja því að engi skal umgerðin fylgja og varðveit svo
þrjár nætur og þrjá daga að engum manni verði mein að."Þá kvað Hallfreður:Veit eg að vísu skreyti

víðlendr konungr sendi

nökktan brand af nökkvi.

Nú á eg Sýrar mey dýra.

Verða hjölt fyrir herði,

höfum gramr kera framdan,

skölkving um þá eg,

skrautleg, konungsnauti.


Vel gat Hallfreður varðveitt sverðið.Hallfreður lastaði ekki guðin þó að aðrir menn hallmæltu
þeim, kvað ekki þurfa að ámæla þeim þó að menn vildu eigi
trúa á þau.Hann kvað þetta einn tíma svo að konungur heyrði:Fyrr var hitt er harra

Hliðskjálfar gat eg sjálfan,

skipt er á gumna giftu,

geðskjótan vel blóta.


Konungur mælti: "Þetta er allilla kveðið og er yfirbóta
vert."Hallfreður kvað:Öll hefir ætt við hylli

Óðins skipað ljóðum,

allgilda man eg, aldar,

iðju vorra niðja.

En trauðr, því að vel Viðris

vald hugnaðist skaldi,

legg eg á frumver Friggjar

fjón því að Kristi þjónum.


Konungur mælti: "Helsti mikinn hug leggur þú á að lofa goðin
og er það illa virðanda fyrir þér."Þá kvað Hallfreður enn:Höfnum, hölda reifir,

hrafnblóts goða nafni,

þess er ól við lof lýða

lóm, í heiðnum dómi.


Enn mælti konungur: "Ekki bætist um og er slíkt verra en eigi
gert og kveð þú nú vísu til yfirbóta."Hallfreður kvað:Mér skyli Freyr og Freyja,

fjarð lét eg af dul Njarðar,

líknist gröm við Grímni,

gramr og Þór hinn rami.

Krist vil eg allrar ástar,

erumk leið sonar reiði,

vald á frægt und foldar

feðr, einn og guð kveðja.


Konungur svarar: "Slíkt er betra en eigi kveðið og yrk enn
aðra vísu."Hallfreður kvað:Sás með Sygna ræsi

siðr að blót eru kviðjuð.

Verðum flest að forðast

fornhaldin sköp norna.

Láta allir ýtar

Óðins ætt fyrir róða.

Verð eg og neyddr frá Njarðar

niðjum Krist að biðja.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.