Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HallfrÓT ch. 4

Hallfreðar saga (in ÓT) 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HallfrÓT ch. 4)

Anonymous íslendingasögurHallfreðar saga (in ÓT)
345

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Í þann tíma bjó að Hofi í Vatnsdal Þorsteinn Ingimundarson.
Hann var höfðingi mikill, vitur maður, góðgjarn og vinsæll.
Ingólfur hét son hans en annar Guðbrandur. Ingólfur var
vænstur maður í þeim sveitum. Um hann var þetta kveðið:



Allar vildu meyjar

með Ingólfi ganga

þær er vaxnar voru,

vesöl kvaðst hún æ til lítil.

Svo vil eg og, kvað kerling,

með Ingólfi ganga

meðan mér tvær um tolla

tenn í efra gómi.


Ingólfur vandi komur sínar í Grímstungur og átti tal við
Valgerði Óttarsdóttur systur Hallfreðar. Óttar vandaði um við
Ingólf og bað hann létta af komum. Ingólfur svaraði
glettilega, kvað svo skipaðan Vatnsdal að byggðum að hann
mundi sjálfráður ferða sinna og gerist ekki að. Þá fór Óttar
á fund Þorsteins og bað hann leggja til við son sinn að hann
gerði mönnum eigi skapraunir. Þorsteinn svaraði vel og kvað
svo vera skyldu.



Litlu síðar kom Þorsteinn að máli við Ingólf og bað hann
létta af tali við Valgerði dóttur Óttars bónda.



Ingólfur svarar: "Það skal eg víst gera fyrir þín orð faðir."



Lét hann þá fyrst í stað af komum í Grímstungur. En hann tók
þá að yrkja mansöngsdrápu um Valgerði. Óttar reiddist því
mjög. Fór hann þá enn að hitta Þorstein og sagði sér í þessu
leitað mikillar ósæmdar.



"Nú vil eg," segir hann, "að þú leyfir mér að stefna Ingólfi
því að eg nenni eigi að kyrrt sé og spurt munuð þér það hafa
að eg hefi eigi setið mönnum skammir og skapraunir."



Þorsteinn svarar: "Eigi mun eg banna þér að stefna Ingólfi
syni mínum því að þú talar það eigi fjarri réttu, en
meðallagi er þér það ráðlegt við skaplyndi frænda vorra."



Jökull Ingimundarson var staddur við þessa ræðu, bróðir
Þorsteins. Hann brást við reiður og mælti til Óttars: "Heyr á
endemi," segir hann, "að þú munir fara málum á hendur oss
frændum hér í sveit og skal þér það skjótt að illu verða."



Síðan bauð Þorsteinn að gera um mál þeirra á Húnavatnsþingi
og því játaði Óttar við bæn og ráð vina sinna.



Þá mælti Þorsteinn: "Skjót er gerð mín hversu sem yður líkar.
Eg geri til handa Óttari fyrir drápumálið hálft hundrað
silfurs. En Óttar skal selja jarðir sínar og ráðast í brottu
héðan úr sveit."



Óttari þótti sér boðinn í þessu hinn mesti ójafnaður. En
Þorsteinn sagðist hafa eigi síður séð fyrir hans kosti í
slíku við skaplyndi hvorratveggju. Óttar fór þá suður um
heiði og bjó í Norðurárdal þar sem heitir á Óttarsstöðum.



Þá hafði Hallfreður son hans áður um sumarið farið utan í
Hvítá. Greiddist hans ferð vel og kom við Noreg. Þá réð
Noregi Hákon jarl Sigurðarson. Hallfreður sótti brátt á
fund jarls og kvaddi hann. Jarl tók því vel og spurði hver
hann væri.



Hallfreður nefndi sig og sagðist vera íslenskur maður "en
erindi mitt er það herra," segir hann, "að eg hefi ort kvæði
um yður og vildi eg fá hljóð að flytja."



Jarl svarar: "Líklegur ertu til að vera maður
höfðingjadjarfur og skal hlýða kvæði þínu."



Hallfreður flutti kvæðið skörulega og var það drápa. Jarl
þakkaði honum og gaf honum klæði góð og mikla öxi silfurrekna
og bauð honum með sér að vera um veturinn. Það þá Hallfreður.



En um sumarið eftir fór hann út til Íslands og kom fyrir
sunnan land. Þá hafði faðir hans farið norðan um vorið. Var
Hallfreður með honum um veturinn. Var Hallfreður þá í
siglingum nokkur sumur og kom aldrei fyrir norðan land.
Gerðist hann þá auðigur og átti kaupskipið.



Á einu sumri er Hallfreður kom af Íslandi lá hann við
Agðanes. En er hann hitti menn að máli var honum sagt að
höfðingjaskipti var orðið í Noregi. Var Hákon jarl dauður en
til ríkis kominn Ólafur konungur Tryggvason. Það var og sagt
með að Ólafur konungur bauð öllum mönnum kristni. Þetta þótti
Hallfreði allt saman mikil tíðindi. Urðu skipverjar allir á
það sáttir að þeir skyldu heita á guðin til þess að þeim gæfi
byr að sigla brottu af Noregi nokkur til heiðinna landa. Svo
var heitið stofnað að þeir skyldu gefa fé og þriggja sálda öl
Frey ef þeim gæfi til Svíþjóðar en Þór eða Óðni ef þá bæri
aftur til Íslands. Þeim gaf eigi á brottu, urðu þá um síðir
að sigla inn á fjörðinn. Lögðu þeir þá til hafnar og náðu
eigi sjálfu læginu því að þar lágu fyrir langskip mörg. Um
nóttina gerði á storm veðurs af hafi en þeir lágu á svæðinu.
Höfðu þeir þá strengjaraun mikla og akkera. Þá var enn nóttin
skamma stund myrk.



En þegar er lýsti af degi mælti einn af langskipamönnum:
"Þessir menn á kaupskipinu eru komnir háskasamlega því að
þeir liggja þar er mest stendur á veðrið og dugum vel til að
hjálpa þeim."



Gengu þá þrír tigir manna á eitt skip og reru til þeirra.
Einn þeirra sat og stýrði. Sá var í úlpu grænni og mikill
vexti. Þeir komu að kaupskipinu.



Þá mælti sá er stýrði til kaupmanna: "Þér eruð staddir ekki
vel því að stormur er á en hér fyrir óhreint og skerjótt og
skulum vér greiða ferð yðra."



Hallfreður mælti: "Hvað heitir þú?"



Hann svarar: "Eg heiti nú Akkerisfrakki."



En í því er þeir töluðust þetta við þá brast einn
akkerisstrengurinn og gekk í sundur. Úlpumaðurinn fleygði sér
þegar útbyrðis og gat gripið strenginn í niðurdrættinum og
bar upp í skip.



Þá er strengurinn brast kvað Hallfreður þetta:



Færum festar vorar,

ferr særoka að knerri.

Svörð tekr heldr að herða.

Hvar er Akkerisfrakki?


Úlpumaðurinn var þá upp kominn í skip sitt og svaraði svo:



Enn í úlpu grænni

eg fékk dreng til strengja

þann er hnakkmiðum hnykkir.

Hér er Akkerisfrakki.


"Ef þú vilt það vita," sagði hann.



Voru þá dregin upp grunnfæri þeirra. Reru þessir fyrir
kaupskipinu og fluttu þá í gott lægi. En eigi vissu kaupmenn
hver þessi var úlpumaðurinn. Var þeim þá sagt litlu síðar að
þar hafði verið Ólafur konungur.



Var konungur þá kominn að norðan er hann hafði ætlað norður á
Hálogaland sem áður er getið. Lagði konungur þá skipum sínum
til Niðaróss. Dvaldist hann þar en var stundum á Hlöðum með
hirðsveitir sínar. Hallfreður hélt og skipi sínu til
Niðaróss.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.