Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HallfrÓT ch. 1

Hallfreðar saga (in ÓT) 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HallfrÓT ch. 1)

Anonymous íslendingasögurHallfreðar saga (in ÓT)
12

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Á ofanverðum dögum Hákonar Aðalsteinsfóstra bjó sá maður
norður á Hálogalandi í eyju þeirri er Ylfi hét er nefndur er
Þorvaldur og var kallaður skiljandi. Hann átti þá konu er
Þorgerður hét og var Hallfreðardóttir. Galti hét bróðir
hennar. Hann var ríkur maður og bjó í Sogni. Þorvaldur
skiljandi átti tvo sonu. Hét annar Óttar. Annar hét Þorkell
silfri og var hann eigi skilgetinn.



Ingjaldur hét maður er þar bjó í eyjunni Ylfi. Ávaldi hét son
hans. Ingjaldur var vin Þorvalds og var Óttar að fóstri með
Ingjaldi. Voru þeir Óttar og Ávaldi mjög jafn gamlir og
gerðust þeir brátt fóstbræður.



Maður er nefndur Sokki. Hann var hinn mesti víkingur og
illgerðamaður og fór víða með rán og hernað. Sokki kom á einu
sumri til eyjarinnar Ylfi. Hann gekk upp um nótt á eyna með
lið sitt og kom til bæjar Þorvalds á óvart svo að allir menn
voru fyrir í svefni.



Hann sagði þá til sinna manna: "Hér mun bera vel fjárföng í
hendur er auðigur maður býr fyrir en vörn mun verða engi ef
vér förum ráðum að. Nú skulum vér sækja bæinn bæði með eldi
og vopnum. Skulum vér taka fé allt að herfangi en brenna hús
og menn alla. Sumir vorir menn skulu fara til Ingjalds og gera
þar slíkt hið sama."



Engi hans manna latti þessa. Báru þeir síðan eld að húsum.



Þorvaldur gekk til dura og spurði hver fyrir eldinum réði.
Sokki sagði til sín.



Þorvaldur mælti: "Hvað er til saka, því að eg veit eigi að
vér höfum þér mein gert?"



Sokki svarar: "Ekki förum vér víkingarnir að sökum þar sem
vér viljum hafa fé manna og fjör."



Sóttu víkingar bæinn bæði með vopnum og eldi. Brann Þorvaldur
þar inni með fimmtánda mann en fáir komust brott. Víkingar
tóku fé allt það er þeir máttu nytjum á koma.



Þeir menn er Sokki hafði sent til Ingjalds lögðu þar eld í
hús. Hann gekk til dura og beiddi mönnum útgöngu. En þess var
engi kostur af víkingum. Þá hvarf Ingjaldur að sveinunum
Óttari og Ávalda.



Hann mælti til þeirra: "Það er nú vænst að liðnar séu mínar
lífstundir. En gjarna vildi eg koma ykkur úr eldinum að þið
mættuð njóta lengri forlaga. Nú mun eg skjóta ykkur út um
laundyr er á eru bænum. Leitið þið síðan til skógar með
reyknum og væru ykkur efni til seld að hefna þessa ef ykkur
verður nokkurrar framkvæmdar auðið."



Þeir svöruðu: "Vera mundi viljinn til en eigi er það vænlegt
að svo búnu."



Ingjaldur leiddi þá til launduranna og komust þeir þar í
brott svo að víkingar urðu ekki varir við fyrir gný og
eldsgangi og það er þeir voru eigi feigir. Þeir leituðu annan
veg á eyna. Komu þeir litlu síðar til eins bónda og báðu hann
flytja sig sem skjótast inn til meginlands. Bóndi kenndi
sveinana og gerði sem þeir beiddu. En er þeir komu inn á land
sögðust þeir vera fátækir sveinar. Þeir komu þar fram er var
við land síldarferja nokkur komin norðan úr Vogum og ætlaði
að fara suður í land. Þeir komu sér þar í þjónustu og fengu
sér far suður með landi. En er þeir komu suður á Sognsæ sögðu
sveinarnir að þeir vildu þar inn í fjörðinn og kváðust þar
eiga frændur.



Stýrimaður svarar: "Það skal nú sem þið viljið. Munuð þið
eigi hér verr komnir en þar sem vér tókum ykkur. Hafið þið
oss vel þjónað og segir mér svo hugur um að þið munið verða
af stundu meira háttar menn en nú má líklegt þykja."



Voru þeir síðan fluttir til lands. Síð dags komu þeir til
Galta móðurbróður Óttars og settust utarlega í hálm. Bóndi
gekk til þeirra og spurði hverjir þeir væru. Óttar sagði satt
til sín.



Galti mælti: "Þá mun ykkur koma hér eigi ósannleg og gangið
til sætis."



Þeir voru þar í góðu yfirlæti sjö vetur eða átta og gerðust
menn þroskulegir. Í þann tíma var orusta á Fitjum er Hákon
Aðalsteinsfóstri féll. Tók þá ríki í Noregi Gunnhildur og
synir hennar. Sokki víkingur var vin þeirra mikill sem mörg
önnur illmenni.



Eitt vor mælti Galti til þeirra Óttars: "Svo virði eg Óttar
frændi sem þú sért fyrir ykkur fóstbræðrum og vænti eg að þú
verðir framkvæmdarmaður. En nú er sú öld í Noregi að eg
treysti eigi að halda ykkur hér heima með mér því að þeim
mönnum er í stórsökum eru við oss af drápi feðra ykkarra mun
þykja að ykkur uppreistar von ef þeir vita að þið eruð á
lífi. En á þessum vetrum sem þið hafið hér dvalist með mér
hefi eg selt jarðir ykkrar og tekið við lausafé. Ætla eg
ykkur helst að sigla kaupferð til Englands og vita hversu það
vilji takast."



Óttar kvaðst hans ráðum vilja hlíta. Fóru þeir til Englands
um sumarið og fengu góða kaupstefnu. Þrjú ár eða fjögur voru
þeir í siglingum til Englands og áttu þá auð fjár. Þá fóru
þeir til Orkneyja og höfðu þar sem annars staðar þar er þeir
komu góða sæmd af ríkum mönnum.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.