Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hallfr ch. 11

Hallfreðar saga 11 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hallfr ch. 11)

Anonymous íslendingasögurHallfreðar saga
101112

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Síðan fór Hallfreður suður um heiði og fékk búið í hendur
Valgerði systur sinni en hann fór utan í Kolbeinsárósi og kom
við Orkneyjar. Þaðan fór hann til Noregs og kom á Sognsæ um
veturnátta skeið og spurði þá að um fall Ólafs konungs. Hann
orti þá Ólafsdrápu og er þetta stef í:



Nú eru öll um orðin

auð lönd að gram dauðan.

Allr lemst friðr af falli

flugstyggs sonar Tryggva.


Honum þótti svo mikið um fall Ólafs konungs að hann undi engu
og ætlaði suður til Danmerkur eða austur til Svíþjóðar. Þeir
lögðu í einn leynivog. Það spurði Hallfreður að Eiríkur jarl
var þaðan eigi langt á brott á land upp. Það gerði hann sér í
hug að drepa jarl þótt þegar væri hann drepinn.



Og um nóttina dreymdi hann að Ólafur konungur kæmi að honum
og mælti: "Þetta er ónýtt ráð er þú ætlast fyrir. Yrk heldur
drápu um jarl."



Um morguninn eftir gekk Hallfreður á bæ þann er Eiríkur jarl
var og að stofu þeirri er jarl drakk inni. Hallfreður var
kenndur. Hann var tekinn og færður jarli. Jarl vildi láta
drepa hann fyrir það er hann meiddi Þorleif spaka og bað
fjötra hann. En er fjöturinn var borinn að honum þá þreif
hann til og hnykkti af þeim er á hann skyldi leggja og laust
í höfuðið svo að sá hafði þegar bana. Jarl bað þegar drepa
hann að hann gerði eigi fleira illt. Gamall maður reis upp
utar á bekkinn og gekk fyrir jarl og bað hann gefa Hallfreði
líf og var það Þorleifur hinn spaki.



Þá mælti jarl: "Það er og ómaklegast að þú biðjir honum griða
eða manstu eigi að hann meiddi þig?"



Þorleifur svarar: "Það vil eg herra að Hallfreður hafi grið."



Jarl kvað svo vera skyldu sem hann vildi. Þorleifur tók
Hallfreð í sveit sína.



Hann mælti við Hallfreð: "Viltu að eg dæmi með jarli og þér?"



Hallfreður kvaðst það gjarna vilja.



"Þá skaltu yrkja kvæði um jarl og haf gert innan þriggja
nátta."



Og er þrjár nætur voru liðnar þá færði Hallfreður kvæðið og
er þetta upphaf á:



Bær ert hróðr að heyra,

hjaldrör, um þig görvan.


Jarl launaði honum vel kvæðið "en ekki vil eg þig með mér
hafa sakir Ólafs Tryggvasonar."



Þorleifur bauð Hallfreði til sín og þangað fór hann.
Þorleifur reyndist honum hinn besti drengur.



Og að sumri fór Hallfreður út til Íslands og kom skipi sínu í
Leiruvog fyrir sunnan land. Þá bjó Önundur að Mosfelli.
Hallfreður átti að gjalda hálfa mörk silfurs húskarli Önundar
og svaraði heldur harðlega. Kom húskarlinn heim og sagði sín
vandræði. Hrafn kvað slíks von að hann mundi lægra hlut bera
í þeirra skiptum. Og um morguninn eftir reið Hrafn til skips
og ætlaði að höggva strengina og stöðva brottferð þeirra
Hallfreðar. Síðan áttu menn hlut í að sætta þá og var goldið
hálfu meira en húskarl átti og skildu að því.



Annað sumar eftir áttu þeir Hallfreður og Gunnlaugur
ormstunga ferð saman og komu á Melrakkasléttu. Þá hafði Hrafn
fengið Helgu. Hallfreður sagði Gunnlaugi hversu honum hafði
vegnað við Hrafn.



Hallfreður var lengstum í ferðum og undi sér engu eftir fall
Ólafs konungs. Hann fór til Svíþjóðar að vitja Auðgils sonar
síns og fjár síns. Hann ætlaði þar að festast.



Þá var Hallfreður nær fertugum manni er hann ætlaði til
Íslands að sækja fé sitt. Hallfreður son hans var þá með
honum. Þeir höfðu útivist harða. Hallfreður jós að sínum hlut
og var þó sjúkur mjög. Og einn dag er hann gekk frá austri
settist hann niður á ásinn. Og í því laust áfall hann niður í
skipið og ásinn ofan á hann.



Þá mælti Þorvaldur: "Er þér bróðir erfitt við orðið?"



Hann kvað vísu:



Hnauð við hjarta og síðu

hreggblásnum mér ási.

Svo hefir yðr að öðru

áfall tekið varla.

Meirr hnauð mínum knerri.

Mjög er eg vátr of látinn.

Muna úrþægin eira

aldan sínu skaldi.


Þeir þóttust sjá sótt á honum og leiddu hann aftur eftir
skipinu og bjuggu um hann og spurðu hversu honum segði hugur
um sig.



Hann kvað vísu:



Sprund mun hvítri hendi

hördúks um brá mjúka,

fljóð gat fremdar orði,

fjölerrin mjög þerra

ef dauðan mig meiðar

morðveggs skulu leggja,

áðr var eg ungu fljóði,

út um borð, að sútum.


Þá sáu þeir konu ganga eftir skipinu. Hún var mikil og í
brynju. Hún gekk á bylgjum sem á landi. Hallfreður leit til
og sá að þar var fylgjukona hans.



Hallfreður mælti: "Í sundur segi eg öllu við þig."



Hún mælti: "Viltu Þorvaldur taka við mér?"



Hann kvaðst eigi vilja.



Þá mælti Hallfreður ungi: "Eg vil taka við þér."



Síðan hvarf hún.



Þá mælti Hallfreður: "Þér son minn vil eg gefa sverðið
konungsnaut en aðra gripi skal leggja í kistu hjá mér ef eg
andast."



Litlu síðar andaðist hann og var í kistu lagður og gripir
hans með honum, skikkja, hjálmur og hringur, og skotið síðan
fyrir borð öllu saman. Kistan kom í Eyna helgu í Suðureyjum
og fundu sveinar ábóta. Þeir brutu upp kistuna og stálu fénu
en sökktu líkinu í fen mikið.



Ábóta dreymdi þegar um nóttina að Ólafur konungur kæmi að
honum. Hann var reiðulegur og kvað hann illa sveina eiga:
"Hafa þeir brotið skip skálds míns og stolið fé hans en
bundið stein við háls honum. Nú haf þú sannar sögur af þeim
ella munu yður verða hver undur."



Nú voru sveinar teknir og gengu þeir við og var þeim gefið
frelsi. Lík Hallfreðar var fært til kirkju og var grafið
virðulega. Kaleikur var ger af hringinum en altarisklæði af
skikkjunni en kertastikur úr hjálminum.



Þeir Þorvaldur tóku land og fóru á Óttarsstaði og voru þar um
veturinn. Þorvaldur fór utan um sumarið en Hallfreður gerði
bú á Óttarsstöðum. Hann var kallaður vandræðaskáld. Hann var
mikilmenni og göfugur maður. Er mart manna frá honum komið.



Og lýkur hér sögu Hallfreðar.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.