Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hallfr ch. 4

Hallfreðar saga 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hallfr ch. 4)

Anonymous íslendingasögurHallfreðar saga
345

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú sendi Már orð Grísi og kemur hann á Mársstaði.



Már mælti: "Ráð hefi eg hugað fyrir þér. Þú skalt biðja
Kolfinnu dóttur Ávalda. Þar skortir eigi fé og er hún kostur
góður en mér er sagt að Hallfreður Óttarsson eigi tal við
hana jafnan."



Þetta var áður en Óttar fór norðan.



Nú koma þeir Már og Grís til Ávalda og voru sjö saman. Þeir
settu úti spjót sín. Grís átti gullrekið spjót. Nú sátu þeir
að málunum og fylgdi Már fyrir hönd Gríss. Ávaldi kvað Márs
forsjá á skyldu vera "ef yður líst svo og mun yður eigi frá
vísað."



Og í það mund komu þeir Hallfreður og förunautur hans og sáu
spjótin.



Hallfreður mælti: "Komnir munu hér menn nokkurir um langan
veg og gættu hesta okkarra en eg mun fara til dyngju
Kolfinnu."



Og svo gerir hann. Hann settist hjá henni og spurði hvað
komið væri, "en engi þekkt mun mér á þeim vera því að þeir
munu biðja þín og trúi eg að það mun eigi vel verða."



Kolfinna segir: "Láttu þá fyrir því sjá er ráða eiga."



Hann segir: "Finn eg að þér þykir nú þegar biðill þinn betri
en eg."



Hallfreður setti hana í kné sér úti hjá dyngjuvegginum og
talaði svo við hana að allir sáu þeir er út gengu. Hann
sveigir hana að sér og verða þá einstaka kossar.



Nú koma þeir Grís út.



Hann mælti: "Hverjir eru þessir menn er hér sitja á
dyngjuvegginum og látast svo kunnlega við?"



Grís var heldur óskyggn og súreygur.



Ávaldi svarar: "Hallfreður er þar og Kolfinna dóttir mín."



Grís mælti: "Er þetta vandi þeirra?"



"Oft ber svo til," kvað Ávaldi, "en þú verður nú þetta
vandræði af að ráða er hún er þín festarkona."



Grís svarar: "Auðsætt er það að við mig vill hann nú illt
eiga og er slíkt til hræsni gert."



Nú ganga þeir Grís til hesta sinna.



Þá mælti Hallfreður: "Vita skaltu það Grís að þú skalt
fjandskap minn hafa ef þú ætlar þér þenna ráðahag."



Már mælti: "Engis munu þín orð metin Hallfreður um þetta mál
og mun Ávaldi eiga ráð dóttur sinnar."



Þá kvað Hallfreður vísu:



Svo nökkvi verðr sökkvis

sannargs troga margra

ægileg þess augum

allheiðins mér reiði

sem ólítill úti

ills mest við för gesta,

stæri eg brag fyrir brúði,

búrhundr gamall stúri.


"Og hirði eg ekki Blót-Már," segir Hallfreður, "hvað er þú
leggur til."



Már sagði ef hann flimtaði hann að hann skyldi hart í móti
taka. Hallfreður kvaðst ráða mundu orðum sínum.



Hann kvað þá vísu:



Ráða rækimeiðar

randaliðs að biðja,

ótti, einkadóttur

Ávalds, er það skaldi.

Síð mun Surts um bíða,

svo geta menn til hennar,

kvonar byrr af kyrri

Kolfinnu mér renna.


Hallfreður reið þá í brott og var reiður.



Már mælti þá: "Ríðum eftir þeim."



Og svo gera þeir og voru níu saman. Fékk Ávaldi þeim tvo
menn.



Ólaf fóstra Hallfreðar grunaði um ferð þeirra Gríss og Márs.
Hann sendir þegar eftir Óttari og er þeir finnast segir
Ólafur honum að Hallfreður mun manna þurfa.



Nú er að segja frá Hallfreði að þeir ríða tveir undan en níu
eftir.



Hallfreður sér eftirreiðina og mælti: "Rennum eigi lengra
undan."



Þeir voru þá komnir hjá holti einu. Bjuggust þeir þar við og
brutu upp grjót. Nú koma þeir Grís að og sækja að þeim en
þeir verjast alldrengilega. En þó kom þar sem mælt er að ekki
má við margnum, og verða þeir Hallfreður handteknir og
bundnir báðir.



Þá mælti Grís: "Menn ríða hér að oss og eru eigi færri en
þrír tigir og má vera að sigurinn verði skammær."



Þeir Grís sneru aftur og riðu þá undan hart og yfir ána og
var þar götuskarð í bakka og vígi gott. Þar nema þeir staðar.
Þá koma þeir Óttar að ánni. Grís kvaddi Óttar og spurði hvað
hann vildi.



Óttar mælti: "Hvar er Hallfreður frændi minn?"



Grís segir: "Hann er bundinn en eigi drepinn hjá holti því er
vér fundumst."



Óttar segir: "Óvirðulega hafið þér við hann búið eða viltu
unna mér eindæmis fyrir þetta?"



Grís kvaðst hans orð mikils virða skyldu og að því sættust
þeir og skildu við svo búið. Óttar ríður nú aftur á veg og
finnur Hallfreð og leysir þá félaga.



Óttar mælti: "Eigi er ferð þessi virðuleg orðin frændi."



Hallfreður kvað eigi lofa mega "og eigi hirði eg faðir hversu
þú gerir gerð þessa ef Grís á eigi Kolfinnu."



Óttar segir: "Grís skal konu eiga alls hann trúir mér til en
þú frændi skalt fara utan og leita þér meiri sæmdar."



Hallfreður segir: "Hver mun mér þá trúr ef faðirinn bregst?
Nú skal það fyrri að hendi berast að eg bjóði Grísi hólmgöngu
þegar eg sé hann."



Nú ríður Óttar heim en Hallfreður til Haukagils. Ólafi þótti
illa orðið hafa og þótti Hallfreður ótrúlegur að halda sættir
og sendi orð Óttari að honum leist vandræða líklegt. Þá komu
orð til Hallfreðar að faðir hans væri sjúkur og kvaðst vilja
finna hann og gera skipan sína.



Hallfreður kom og þegar lét Óttar taka hann og fjötra: "Eru
nú tveir kostir, annaðhvort að sitja í fjötrum eða láta mig
einn ráða fyrir þína hönd."



Hallfreður segir: "Eigi hefir þú þó í tveim höndum við mig en
heldur muntu ráða en eg sitji hér í fjötrum."



Þá var fjöturinn af Hallfreði látinn.



Már hafði inni boð þeirra Gríss og Kolfinnu og fór hún til
bús með Grísi út til Geitaskarðs. Ekki voru miklar ástir af
hennar hendi við Grís.



Ólafur að Haukagili fýsti mjög Hallfreð frænda sinn utan að
fara, "skal eg fá þér fé svo að þú megir vel fara með góðum
mönnum."



Faðir hans fýsti hann mjög utan að fara. Óttar lauk upp gerð
með þeim Grís og gerði hundrað silfurs Hallfreði til handa.



Hallfreður vildi það eigi hafa og mælti svo: "Sé eg elsku
þína við mig faðir. Munuð þér þessu ráða en svo segir mér
hugur um að vor vandræði verði löng."



Þá fór Óttar einum vetri síðar suður til Norðurárdals.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.