Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hallfr ch. 3

Hallfreðar saga 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hallfr ch. 3)

Anonymous íslendingasögurHallfreðar saga
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú var slitið leiknum og fóru menn heim, þeir er eigi voru í
boði. Síðan vandi Ingólfur komur sínar í Grímstungur til tals
við Valgerði.



Óttar kom að máli við Ingólf og mælti: "Eigi gest mér að
komum þínum og spurt muntu það hafa að vér höfum eigi setið
um skapraunir eða skammir. Muntu komast að ráðahag við hana
ef þú vilt."



Hann kvaðst mundu vera sjálfráði ferða sinna hvað sem Óttar
segði, lét svo að eins skipaðan dalinn að hann kvaðst engis
manns nauðarmaður vera skulu.



Síðan hitti Óttar Þorstein og bað hann halda svo son sinn að
hann fengi enga ósæmd af honum "því að þú ert vitur maður og
góðgjarn."



Þorsteinn segir: "Víst gerir hann slíkt í móti mínum vilja og
heita vil eg þér mínu umtali."



Og skilja þeir við það.



Þorsteinn mælti til Ingólfs: "Annan hátt hafið þér en vér
höfðum á unga aldri, gerið yður að ginnungum er höfðingjaefni
eruð. Lát af tali við dóttur Óttars bónda."



Ingólfur kvað við hans umtal batna skyldu og lét þá af komum
fyrst í stað. Síðan orti Ingólfur mansöngsdrápu um Valgerði.



Óttar reiddist því mjög, fer enn að hitta Þorstein og kvað
sér nú leitað mikillar skapraunar: "Nú bið eg að þú lofir mér
að stefna syni þínum því að eg nenni eigi að kyrrt sé."



Þorsteinn segir: "Meðallagi er það ráðlegt en eigi vil eg
banna þér."



Þá mælti Jökull bróðir Þorsteins því að hann var þar hjá:
"Heyr á endemi. Þú mundir stefna oss frændum hér í sveit.
Skaltu fá ófagnað."



Jökull bjó uppi í Tungu í Vatnsdal. Þorsteinn sýndi enn
góðvild sína og setti menn til með þeim á Húnavatnsþingi en
bauð handsöl fyrir son sinn. Þorsteinn bað þess að Óttar yndi
því að hann dæmdi um drápumálið og það er milli þeirra var.
Þessa fýstu menn Óttar og varð það að sættum að Þorsteinn
skyldi einn gera.



Síðan mælti Þorsteinn: "Skjót eru hér mín ummæli. Mun eg sjá
fyrir hvorumtveggjum hversu sem ykkur líkar. Eg geri hálft
hundrað silfurs til handa Óttari en hann skal selja jarðir
sínar og ráðast í brott úr þessi sveit."



Óttar kvaðst eigi vara að honum mundi slíkur ójafnaður ger
vera. Þorsteinn kvaðst eigi síður fyrir hans hlut séð hafa
við skaplyndi hvorratveggju. Og eftir það réðst Óttar suður í
Norðurárdal og bjó fyrst á Óttarsstöðum.



Þá var Hallfreður son hans nær tvítugum manni. Hann lagði hug
á Kolfinnu Ávaldsdóttur en Ávalda var lítið um það og vildi
gifta honum dóttur sína en Hallfreður vildi eigi kvænast.
Ávaldi fer að hitta Má vin sinn er bjó á Mársstöðum og sagði
honum til vandræða sinna.



Hann svarar: "Hér mun fást ráð til. Eg skal fá mann til að
biðja hennar. Maður heitir Grís og er Sæmingsson. Hann er
vinur minn og býr að Geitaskarði í Langadal" - hafði hann
verið út allt í Miklagarð og fengið þar miklar sæmdir - "hann
er auðigur maður og vinsæll."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.