Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hallfr ch. 2

Hallfreðar saga 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hallfr ch. 2)

Anonymous íslendingasögurHallfreðar saga
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú fóru þeir frá skipi sínu, Óttar og Ávaldi, og sá maður með
þeim er Steinn hét. Þeir komu síð um kveld að bæ þeim er
Sokki svaf að um nætur og Sóti bróðir hans. Steinn fór einn
til bæjar og kom sér brátt í tal við þá Sóta og drakk með
þeim um kveldið. Og er þeir gengu til svefns og upp í loftið
þá gerði Steinn þeim Óttari vísbending. Þeir Sóti voru sjö
saman í göngu og komu í loftið og ætluðu að afklæðast. Þá
koma þeir Óttar að og leggur hann þegar með sverði til Sokka
neðan undir brynjuna og svo upp í smáþarmana og fékk Sokki
þegar bana. Ávaldi hjó með sverði til Sóta og af honum báða
þjóhnappana. Síðan hljópu þeir út allir og létu myrkrið gæta
sín. Þeir komu til skips síns og héldu þegar í haf og fengu
góðan byr og þótti þeirra ferð allsköruleg orðið hafa.



Gunnhildur spyr þetta og kvað það mein að hún hafði eigi þá
menn augum leitt er vini hennar höfðu drepið og skammað "en
eg veit þó," segir hún, "hverjir gert hafa."



Þeir Óttar komu í Blönduós fyrir norðan land og voru þá numin
lönd öll. Óttar keypti land í Grímstungum í Vatnsdal að þeim
manni er Einar hét og gaf honum við kaupskipið. Óttar gerði
bú. Ávaldi var með Óttari hinn fyrsta vetur. Um vorið keypti
hann land að Hnjúki í Vatnsdal. Hann fékk þeirrar konu er
Hildur hét, dóttir Eyvindar sörkvis. Dóttir þeirra hét
Kolfinna. Hún var væn kona og ofláti mikill.



Ólafur hét maður er bjó að Haukagili. Hann var auðigur maður
og átti þá konu er Þórhalla hét og var dóttir Ævars hins
gamla. Aldís hét dóttir þeirra og var sköruleg kona. Hennar
bað Óttar og fékk með miklu fé. Son þeirra hét Hallfreður en
annar Galti. Dóttir þeirra hét Valgerður og var allra kvenna
fríðust. Ólafur að Haukagili fóstraði Hallfreð og var hann
vel haldinn þar. Hann var snemma mikill og sterkur,
karlmannlegur og skolbrúnn nokkuð og heldur nefljótur, jarpur
á hár og fór vel. Skáld var hann gott og heldur níðskár og
margbreytinn. Ekki var hann vinsæll.



Þorsteinn Ingimundarson var þá höfðingi í Vatnsdal. Hann bjó
að Hofi og þótti mestur maður þar í sveitum. Hann var vinsæll
og mannheillamaður mikill. Ingólfur og Guðbrandur voru synir
hans. Ingólfur var vænstur maður norðanlands. Um hann var
þetta kveðið:



Allar vildu meyjar

með Ingólfi ganga

þær er vaxnar voru,

vesöl er eg æ til lítil.

Eg skal og, kvað kerling,

með Ingólfi ganga

meðan mér tvær of tolla

tennr í efra gómi.


Haustboð var efnað í Grímstungum og knattleikur. Ingólfur kom
til leiks og mart manna með honum neðan úr dalnum. Veður var
gott og sátu konur úti og horfðu á leikinn. Valgerður
Óttarsdóttir sat upp í brekkuna frá og konur hjá henni.
Ingólfur var að leiknum og fló knötturinn upp þangað.
Valgerður tók knöttinn og lét koma undir skikkju sína og bað
þann sækja er kastað hafði. Ingólfur hafði þá kastað. Hann
bað þá leika en hann settist niður hjá Valgerði og talaði við
hana allan þann dag.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.