Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HalldSn ch. II 4

Halldórs þáttr Snorrasonar 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HalldSn ch. II 4)

UnattributedHalldórs þáttr Snorrasonar
4II 46

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það er sagt einnhvern dag er þeir konungur sátu við drykkju
og var Halldór þar í konungsstofunni að sveinar hans komu
þar, þeir er skipið skyldu varðveita, og voru allir votir og
sögðu að þeir Sveinn höfðu tekið skipið en rekið þá á kaf.
Halldór stóð upp og gekk fyrir konung og spurði hvort hann
skyldi eiga skipið og haldast það er konungur hafði mælt.
Konungur svarar og kvað það að vísu haldast skyldu, kvaddi
til síðan hirðina að þeir skyldu taka sex skip og fara með
Halldóri og hafa þrenna skipun á hverju.



Þeir snúa nú eftir þeim Sveini og lætur hann eltast að landi
og þegar hljóp Sveinn á land upp en þeir Halldór tóku skipið
og fóru til konungs.



Og er veislum var lokið fer konungur norður með landi og til
Þrándheims er á líður sumarið.



Sveinn úr Lyrgju sendi orð konungi að hann vill gefa upp allt
málið og leggja á konungs vald að hann skipi með þeim
Halldóri sem hann vill og vildi þó helst kaupa skipið ef
konungi líkaði. Og nú er konungur sér það að Sveinn skýtur
öllu máli undir hans dóm þá vill hann nú svo til bregða er
báðum mætti líka, falar skipið að Halldóri og vill að hann
hafi verð sæmilegt en Sveinn hafi skip og kaupir konungur
skip og á Halldór við hann um verð og gelst allt upp nema
hálf mörk gulls stendur eftir. Heimtir Halldór lítt enda
galst það ekki og fer svo fram um veturinn.



Og er vora tók segir Halldór konungi að hann vill til Íslands
um sumarið og kvað sér vel koma að þá gyldist það sem eftir
var skipverðsins. En konungur fer heldur undan um gjaldið og
þykir ekki betur er hann heimtir en ekki bannar hann
Halldóri útferð og býr hann skip sitt um vorið í ánni Nið og
leggur út síðan við Bröttueyri.



Og er þeir voru albúnir og byrvænlegt var þá gengur Halldór
upp í bæinn með nokkura menn síð um aftan. Hann var með
vopnum. Gengu þar til er þau konungur og drottning sváfu.
Förunautar hans stóðu úti undir loftinu en hann gengur inn
með vopnum sínum og verður glymur og skark af honum og vakna
þau konungur við og spyr konungur hver þar brjótist að þeim
um nætur.



"Hér er Halldór kominn og búinn til hafs og kominn á byr og
er nú ráð að gjalda féið."



"Ekki má það nú svo skjótt," segir konungur, "og munum vér
greiða fé á morgun."



"Nú vil eg þegar hafa," segir Halldór, "og munkat eg nú
erindlaust fara. Kann eg og skap þitt og veit eg hversu þér
mun líka þessi för mín og fjárheimta hvegi sem þú lætur nú.
Mun eg lítt trúa þér héðan frá enda er ósýnt að við finnumst
svo vilgis oft að mitt sé vænna og skal nú neyta þess og sé
eg að drottning hefir hring á hendi því hófi mikinn. Fá mér
þann."



Konungur svarar: "Þá verðum við fara eftir skálum og vega
hringinn."



"Ekki þarf þess," segir Halldór, "tek eg hann fyrir hlut minn
enda muntu nú ekki prettunum við koma að sinni og sel fram
títt."



Drottning mælti: "Sérð þú eigi," segir hún, "að hann stendur
yfir þér uppi með víghug?"



Tekur síðan hringinn og fær Halldóri.



Hann tekur við og þakkar þeim báðum gjaldið og biður þau vel
lifa "og munum vér nú skilja."



Gengur nú út og mælti við förunauta sína, biður þá hlaupa sem
tíðast til skipsins "því að ófús em eg að dveljast lengi í
bænum."



Þeir gera svo, koma á skipið og þegar vinda sumir upp segl,
sumir eru að báti, sumir heimta upp akkeri og bergst hver sem
má. Og er þeir sigldu út skorti eigi hornblástur í bænum og
það sáu þeir síðast að þrjú langskip voru á floti og lögðu
eftir þeim en þó ber þá undan og í haf. Skilur þar með þeim
og byrjaði Halldóri vel út til Íslands en konungsmenn hurfu
aftur er þeir sáu er Halldór bar undan og í haf út.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.