Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

HalldSn ch. II 3

Halldórs þáttr Snorrasonar 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (HalldSn ch. II 3)

UnattributedHalldórs þáttr Snorrasonar
3II 35

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú er frá því sagt að þeir búa skip sín eftir jólin. Ætlar
konungur suður fyrir land.



Og er konungur var mjög svo búinn þá bjóst Halldór ekki og
mælti Bárður: "Hví býstu eigi Halldór?"



"Eigi vil eg," segir hann, "og ekki ætla eg að fara. Sé eg nú
að konungur þokkar ekki mitt mál."



Bárður segir: "Hann mun þó að vísu vilja að þú farir."



Fer Bárður síðan og hittir konung, segir honum að Halldór
býst ekki: "Máttu svo ætla að vandskipaður mun þér vera
stafninn í stað hans."



Konungur mælti: "Seg honum að eg ætla að hann skuli mér
fylgja og þetta er ekki alugað, fæð sjá er með okkur er um
hríð."



Bárður hittir Halldór og lætur að konungur vilji einskis
kostar láta hans þjónustu og það ræðst úr að Halldór fer og
halda þeir konungur suður með landi.



Og einhverja nótt er þeir sigldu þá mælti Halldór til þess er
stýrði: "Lát ýkva," segir hann.



Konungur mælti til stýrimanns: "Halt svo fram," segir hann.



Halldór mælti öðru sinni: "Lát ýkva."



Konungur segir enn á sömu leið.



Halldór mælti: "Beint stefnið þér skerið."



Og að því varð þeim. Því næst gekk undan skipinu
undirhluturinn og varð þá að flytja til lands með öðrum
skipum og síðan var skotið landtjald og bætt að skipinu.



Við það vaknar Bárður er Halldór bindur húðfat sitt. Bárður
spyr hvað hann ætlist fyrir.



En Halldór kvaðst ætla á byrðing er lá skammt frá þeim "og
kann vera að nú leggi sundur reyki vora og er þetta
fullreynt. Og eigi vil eg að konungur spilli oftar skipum
sínum eða öðrum gersemum mér til svívirðingar og að mér beri
þá verr en áður."



"Bíð enn," segir Bárður, "eg vil enn hitta konung."



Og er hann kemur mælti konungur: "Snemma ertu á fótum
Bárður."



"Svo er nú þörf herra. Halldór er í brautbúnaði og þykir þú
óvingjarnlega til sín gert hafa og er nokkuð vant að gæta til
með ykkur. Ætlar hann nú í brott og ráðast til skips og fara
út til Íslands með reiði og fer þá ómaklega ykkar skilnaður.
Og það hygg eg að varla fáir þú þér annan mann jafntraustan
honum."



Konungur lét að þeir mundu enn sættast og kvað sér ekki mundu
að þessu þykja.



Bárður hittir Halldór og segir honum vingjarnleg orð konungs.



Halldór svarar: "Til hvers skal eg honum þjóna lengur? Þatgi
að eg fái mála minn falslaust."



Bárður mælti: "Get eigi þess. Vel máttu þér það líka láta er
lendra manna synir hafa og ekki fórstu að því með vægð næsta
sinni er þú slóst niður í hálm silfrinu og ónýttir. Og máttu
víst vita að konungi þykir það svívirðlega til sín gert."



Halldór svarar: "Eigi má eg það vita að neitt sinn hafi
jafnmjög logist í um fylgdina mína sem í málagjöfina
konungs."



"Satt mun það vera," segir Bárður, "biðleika, enn vil eg
hitta konung."



Og svo gerði hann.



Og er Bárður hitti konung mælti hann: "Fá Halldóri mála sinn
skíran því að verður er hann að hafa."



Konungur svarar: "Líst þér eigi nokkur svo djörfung í að
krefja Halldóri annars mála en taka lendra manna synir og með
slíkri svívirðing sem hann fór með málanum næstum?"



Bárður svarar: "Á hitt er að líta herra er miklu er meira
vert, drengskap hans og vináttu ykkra er lengi hefir góð
verið og þar með stórmennsku þína. Og veistu skap Halldórs og
stirðlæti og er það þinn vegur að gera honum sóma."



Konungur mælti: "Fáið honum silfrið."



Var nú svo gert.



Kemur Bárður til Halldórs og færir honum tólf aura brennda og
mælti: "Sérð þú eigi að þú hefir slíkt er þú brekar af
konungi og hann vill að þú hafir slíkt af honum sem þú þykist
þurfa?"



Halldór svarar: "Eigi skal eg þó oftar vera á konungsskipinu
og ef hann vill hafa mitt föruneyti lengur þá vil eg hafa
skip til stjórnar og eignast það."



Bárður svarar: "Það samir eigi að lendir menn láti skip sín
fyrir þér og ertu of framgjarn."



Halldór kvaðst eigi fara mundu ellegar.



Bárður segir konungi hvers beitt er af Halldórs hendi "og ef
hásetar þess skips eru jafntraustir sem stýrimaður þá mun vel
hlýða."



Konungur mælti: "Þótt þetta þyki framarla mælt vera þá skal
þó af nakkvað gera."



Sveinn úr Lyrgju, lendur maður, stýrði skipi. Konungur lét
hann kalla á mál við sig.



"Þannug er farið," segir konungur, "sem þú veist að þú ert
maður stórættaður. Vil eg fyrir því að þú sért á mínu skipi
en eg mun þar fá annan mann til skipstjórnar. Þú ert maður
viskur og vil eg einkum hafa þig við ráð mín."



Hann segir: "Meir hefir þú aðra menn haft við þínar
ráðagerðir hér til og til þess em eg lítt fær eða hverjum er
þá skipið ætlað?"



"Halldór Snorrason skal hafa," segir konungur.



Sveinn segir: "Eigi kom mér það í hug að þú mundir íslenskan
mann til þess velja en taka mig frá skipstjórn."



Konungur mælti: "Hans ætt er eigi verri á Íslandi en þín hér
í Noregi og eigi hefir enn alllangt síðan liðið er þeir voru
norrænir er nú byggja Ísland."



Nú fer það fram sem konungur vill að Halldór tekur við skipi
og fóru síðan austur til Ósló, tóku þar veislur.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.