Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hœns ch. 17

Hænsa-Þóris saga 17 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hœns ch. 17)

Anonymous íslendingasögurHænsa-Þóris saga
1617

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það var einn dag að Oddur segir að eigi mundi illa fallið að
hafa nokkurar landsnytjar af Örnólfsdal "þar er aðrir menn
hafa sest á eigur mínar að röngu."



Konur sögðu það til liggja, "gerist fé harðla nytlétt og mun
þá miklu betur mjólka ef svo er breytt."



"Þá skal þangað fénu halda," sagði Oddur, "því að þar eru
hagar góðir."



Þá sagði Þóroddur: "Eg mun bjóðast til að fylgja fénu og mun
þá óágengilegra þykja."



Oddur segist það gjarna vilja og fara þeir nú með fénu. Og er
þeir eru langt komnir segir Þóroddur að þeir skulu þangað
halda fénu að þeir fá versta haga og skermsl eru mest.



Nú líður nóttin af hendi og reka þeir heim féið um morguninn.
Og er konur hafa mjólkað þá kveða þær aldrei jafnilla nýst
hafa sem þá og er þessa eigi oftar freistað. Líða nú svo
stundir fram.



Það var einn morgun snemma að Oddur kemur að máli við Þórodd
son sinn: "Þú skalt fara ofan í sveit og safna mönnum og vil
eg nú reka menn af eignum vorum en Torfi skal fara upp um
Hálsa og gera þeim í kunnleika um þenna fund. Vér skulum
hittast við Steinsvað."



Þeir gera nú svo, safna liði. Fá þeir Þóroddur níu tigi
manna, ríða síðan til vaðsins. Þeir Þóroddur koma fyrri til
vaðsins.



Hann biður þá ríða fyrir "en eg vil bíða föður míns."



Og er þeir koma að garði í Örnólfsdal er Gunnar að gera
hlass.



Nú ræðir sveinn um er var með Gunnari: "Menn fara að bænum
eigi allfáir saman."



"Já," sagði Gunnar, "svo er það" og gengur heim til bæjarins
og tók boga því að hann skaut allra manna best af honum og er
þar helst til jafnað er var Gunnar að Hlíðarenda.



Hann hafði þá húsað vel bæinn en gluggur var á útihurðinni
svo að inn mátti rétta og út höfuð sitt. Hann stóð við
hurðina með bogann.



Nú kemur Þóroddur að bænum, gengur að durum við fá menn og
spyr ef Gunnar vill nokkura sætt bjóða.



Hann svarar: "Eg veit eigi að eg eigi nokkuð að bæta. En hitt
væntir mig, áður þér fáið mitt vald, að griðkonur mínar muni
stungið hafa nokkura þína félaga svefnþorni áður eg hnígi í
gras."



Þóroddur svarar: "Satt er það að þú ert afbragð flestra manna
nú þeirra sem uppi eru. En þó má koma svo mart lið í móti þér
að þú getir eigi við staðið því að faðir minn ríður að garði
með mikið lið og ætlar að drepa þig."



Gunnar svarar: "Vel er það. En það mundi eg vilja að eg hefði
mann fyrir mig áður eg hnígi að velli. En eigi gruna eg það
þótt faðir þinn haldi lítt sættirnar."



"Hina leið er," sagði Þóroddur, "að vér viljum gjarna sættast
og rétt nú fram höndina með góðum vilja þínum og gift mér
Jófríði dóttur þína."



Gunnar svarar: "Eigi kúgar þú dóttur mína af mér. En eigi
væri það fjarri jafnaði boðið sakir þín því að þú ert góður
drengur."



Þóroddur svarar: "Eigi mun það svo virt af góðgjörnum mönnum
og kann eg mikla þökk fyrir að þú takir þenna kost með þeim
máldögum sem því hæfir."



Og nú við umtölur vina sinna og það annars að honum þótti
Þóroddur jafnan vel farið hafa með sínu máli þá verður það af
að Gunnar réttir fram höndina og lúka svo þessu máli.



Nú í þessu kemur Oddur í tún og snýr Þóroddur þegar í mót
föður sínum og spyr hvað hann ætlar. Hann kveðst ætla að
brenna bæinn og svo mennina.



Þóroddur svarar: "Á aðra leið er nú komið málinu og erum við
Gunnar nú sáttir" og segir allt hve komið er.



"Heyr hér á endemi," segir Oddur, "væri þér þá verra að eiga
konuna þótt Gunnar væri drepinn áður er mestur var vor
mótstöðumaður? Og höfum vér illt að verki að hefja þig."



Þóroddur svarar og mælti: "Við mig skaltu nú fyrst berjast ef
eigi kemur öðru við."



Ganga menn nú í milli og sætta þá feðga. Urðu þær málalyktir
að Jófríður er gefin Þóroddi og líkar Oddi stórilla. Fara nú
heim við svo búið. Eftir það sitja menn að boði og unir
Þóroddur allvel sínu ráði.



Og að vetri afliðnum fer Þóroddur utan því að hann hafði
spurt að Þorvaldur bróðir hans var í höftum og vildi leysa
hann með fé. Hann kemur til Noregs og kom eigi út síðan og
hvorgi þeirra bræðra.



Oddur tók nú að eldast mjög. Og er hann spurði það að hvorgi
sona hans mundi til koma tók hann sótt mikla og er að honum
tók að þröngva mælti hann við vini sína að þeir mundu flytja
hann upp á Skáneyjarfjall þá er hann væri dauður og kvaðst
þaðan vildu sjá yfir Tunguna alla. Og svo var gert.



En Jófríður Gunnarsdóttir var síðan gefin Þorsteini Egilssyni
að Borg og var hinn mesti kvenskörungur.



Og lýkur þar Hænsna-Þóris sögu.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.