Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hœns ch. 6

Hænsa-Þóris saga 6 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hœns ch. 6)

Anonymous íslendingasögurHænsa-Þóris saga
567

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú skal segja frá hvað Þórir hafðist að. Hann býr heiman ferð
sína og Helgi fóstri hans með honum. Þeir ríða í Norðurtungu
og var þar tekið við þeim afar vel. Spurði Arngrímur tíðinda.Þórir svarar: "Ekki hefi eg nú nýlegra spurt en ránið.""Hvað var ránið?" sagði Arngrímur.Þórir svarar: "Blund-Ketill hefir rænt mig öllum heyjum svo
að eigi ætla eg forkast eftir nautum í köldu veðri.""Er svo Helgi?" segir Arngrímur."Engu gegnir það," segir Helgi, "fór Blund-Ketill vel með
sínu máli."Sagði Helgi þá hversu farið hafði með þeim.Þá sagði Arngrímur: "Það var líkara. Betur er það hey komið
að hann hefir en hitt er fúnar fyrir þér."Þórir svarar: "Illu heilli bauð eg þér barnfóstur. Skal oss
aldrei það illbýli gert að oss sé hér tilgangur að heldur og
að vor hlutur sé réttur og eru slíkt firn mikil."Arngrímur svarar: "Það var þegar ófyrirsynju því að eg ætla
þar vondum manni að duga sem þú ert."Þórir svarar: "Eigi er eg orðsjúkur maður en illa uni eg að
þú launar svo mína gerð eða það þó að menn ræni mig því að
eigi er þetta síður frá þér tekið."Og skildust við svo búið.Ríður Þórir á braut og koma á Breiðabólstað og heilsar Oddur
honum vel og spyr tíðinda."Ekki hefi eg nýlegra frétt en ránið.""Hvað ráni var það?" sagði Oddur.Þórir svarar: "Blund-Ketill tók hey mín öll svo að eg er nú
með öllu óbirgur. Vildi eg gjarna hafa þína ásjá en þetta mál
kemur og til þín, þar sem þú ert forráðsmaður héraðsins, að
rétta það sem rangt er gert og máttu það á minnast að hann
gerðist þinn fjandmaður."Oddur spurði: "Er svo Helgi?"Hann sagði að Þórir affærði stórmjög, greinir nú allt hversu
fór. Oddur svarar: "Eigi vil eg mér af skipta. Mundi eg svo
hafa gert ef eg þyrfti."Þórir svarar: "Satt er það er mælt er, að spyrja er best til
válegra þegna og án er illt um gengi nema heiman hafi."Ríður Þórir í brott við svo búið og Helgi með honum og fer
heim og unir illa við.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.