Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hœns ch. 5

Hænsa-Þóris saga 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hœns ch. 5)

Anonymous íslendingasögurHænsa-Þóris saga
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú kemur einmánuður og koma tveir landsetar Blund-Ketils.
Þeir áttu sér hóti helst nokkurs kosti í fémunum en þó voru
þeir nú í heyþroti og biðja hann úrlausna. Hann svarar þá og
kveðst eigi til hafa enda lést hann eigi vilja drepa fleira
fé. Þeir fréttu ef hann viti nokkura þá menn er hey hefðu til
sölu. Hann kveðst eigi víst vita. Þeir sækja fast eftir og
segja nú að fé þeirra muni deyja ef þeir fá enga hjálp af
honum.Hann sagði það af sjálfdáðum orðið "en sagt er mér að
Hænsna-Þórir muni hafa hey til sölu."Þeir svöruðu: "Af honum munum vér eigi fá nema þú farir með
oss og mun hann þá þegar selja ef þú gengur í vörslu fyrir
oss um kaupin."Hann svarar: "Það má eg gera að fara með yður en það er
sannlegt að þeir selji sem til hafa."Þeir fara snemma um morguninn og var á norðan strykur sá og
heldur kaldur. Þórir bóndi var úti staddur í það mund, sér
mennina fara að garði, gengur inn síðan og rekur aftur hurð
og lætur fyrir loku, fer til dagverðar.Nú er drepið á dyr.Sveinninn Helgi tekur til orða: "Gakktu út fóstri minn því að
menn munu vilja hitta þig."Þórir kveðst mundu matast fyrst en sveinninn hleypur undan
borðum og gengur til hurðar og heilsar þeim vel er komnir
voru. Blund-Ketill spurði hvort Þórir væri heima. Hann sagði
svo væri."Bið þú hann útgöngu," sagði hann.Sveinninn gekk inn og sagði að Blund-Ketill var kominn úti og
vildi hitta hann.Þórir svaraði: "Af hverju mun Blund-Ketill draga nasirnar?
Kynlegt ef hann fer að góðu. Ekki erindi á eg við hann."Sveinninn fer og sagði þeim að Þórir vildi eigi út ganga."Já," sagði Blund-Ketill, "þá skulum vér inn ganga."Þeir ganga til stofu og var þeim heilsað en Þórir þagði."Svo er varið," sagði Blund-Ketill, "að vér viljum kaupa hey
að þér Þórir."Þórir svarar: "Eigi er mér þitt fé betra en mitt."Blund-Ketill mælti: "Ýmist veitir það."Þórir svarar: "Hví ertu í heyþroti, auðigur maður?"Blund-Ketill segir: "Eigi er eg greiðlega í heyþroti og fala
eg fyrir landseta mína er þurfa þykjast úrlausna. Vildi eg
gjarna fá þeim ef til væri.""Það muntu eiga allra heimilast að veita öðrum þitt en eigi
mitt."Blund-Ketill svarar: "Eigi skulum vér gjafar að biðja. Láttu
Odd og Arngrím gera verð fyrir þína hönd en þar á ofan vil eg
gefa þér gjafir."Þórir kveðst eigi hey til hafa að selja "enda vil eg eigi
selja."Þá gengur Blund-Ketill út og þeir félagar og sveinninn með
þeim.Þá tekur Blund-Ketill til orða: "Hvort er heldur að fóstri
þinn hefir engi hey til sölu eða vill hann eigi selja?"Sveinninn svarar: "Hefir hann víst ef hann vill."Blund-Ketill mælti: "Fylgdu oss þangað til sem heyin eru."Hann gerir svo. Nú gerir Blund-Ketill til fjár Þóris og
hugðist svo að, þó að algjafta væri til alþingis, að þó mundi
af ganga fimm stakkar. Og eftir þetta ganga þeir inn.Blund-Ketill mælti: "Svo hyggst mér um heykost þinn að góður
fengur mun af ganga þó að fé þínu öllu sé inni gefið til
alþingis og vil eg það kaupa."Þórir svarar: "Hvað skal eg þá hafa annan vetur ef þá er
slíkur vetur eða verri?"Blund-Ketill svarar: "Gera mun eg þér þann kost að fá þér
jafnmikinn kost í heyjum í sumar og þó að engu verri og færa
í garða þína."Þórir svarar: "Ef þér hafið nú yður eigi heybjörg hvað munuð
þér þá heldur hafa í sumar? En veit eg að er sá ríkismunur
okkar að þú munt taka mega hey af mér ef þú vilt."Blund-Ketill svarar: "Eigi er þann veg upp að taka. Það
veistu að silfur gengur í allar skuldir hér á landi og gef eg
þér það við."Þórir svarar: "Eigi vil eg silfur þitt.""Þá taktu þvílíka vöru sem þeir gera til handa þér, Oddur og
Arngrímur.""Fátt er hér verkmanna," segir Þórir, "en eg nenni lítt
ferðum og vil eg eigi vasast í slíku."Blund-Ketill svarar: "Þá skal eg láta færa þér heim."Þórir mælti: "Eigi hefi eg húsakost til þess að örvænt sé að
eigi spillist."Blund-Ketill svarar: "Eg skal fá til húðir og búa um svo að
vel sé."Þórir svarar: "Eigi vil eg spark annarra manna í húsum
mínum."Blund-Ketill svarar: "Þá skal vera hjá oss í vetur og mun eg
varðveita.""Veit eg gjálgrun þína," segir Þórir, "og vil eg engu kaupa
við þig."Blund-Ketill mælti: "Þá mun fara verr og munum vér allt að
einu hafa heyið þó að þú bannir en leggja verð í staðinn og
njóta þess að vér erum fleiri."Þá þagnar Þórir og gerir eigi gott í skapi. Blund-Ketill
lætur taka reip og binda heyið. Eftir það hefja þeir upp
klyfjar og bera í brott heyið en ætla vel til alls fjár.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.