Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hœns ch. 2

Hænsa-Þóris saga 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hœns ch. 2)

Anonymous íslendingasögurHænsa-Þóris saga
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Einn dag gerir Þórir heiman ferð sína og ríður í Norðurtungu
og hitti Arngrím goða og bauð honum barnfóstur: "Vil eg taka
við Helga syni þínum og geyma sem eg kann en eg vil hafa
vináttu þína í mót og fylgi til þess að eg nái réttu af
mönnum."Arngrímur svarar: "Svo líst mér sem lítill höfuðburður muni
mér að þessu barnfóstri."Þórir svarar: "Eg vil gefa sveininum hálft fé mitt heldur en
eg nái eigi barnfóstrinu en þú skalt rétta hluta minn og vera
skyldur til við hvern sem eg á um."Arngrímur svarar: "Það ætla eg mála sannast að neita eigi því
er svo er vel boðið."Fór þá Helgi heim með Þóri og heitir þar nú síðan bærinn að
Helgavatni. Arngrímur veitti Þóri umsjá og þykir þegar ódælla
við hann og nær hann nú réttu máli af hverjum manni. Græðist
honum nú stórmikið fé og gerist hinn mesti auðmaður. Hélst
honum enn óvinsældin.Það var eitt sumar að skip kom af hafi í Borgarfjörð og lögðu
þeir eigi inn í ósinn en lögðu utarlega á höfnina. Örn hét
stýrimaður. Hann var vinsæll maður og hinn besti kaupdrengur.Oddur frétti skipkomuna. Hann var vanur í fyrra lagi í
kaupstefnur að koma og leggja lag á varning manna því að hann
hafði héraðsstjórn. Þótti engum dælt fyrr að kaupa en vissi
hvað hann vildi að gera.Nú hittir hann kaupmenn og fréttir eftir hversu þeir ætla
sína ferð eða hve skjótar sölur þeir vildu hafa og sagði þann
vanda að hann legði lag á varning manna.Örn svarar: "Sjálfir ætlum vér að ráða vorri eigu fyrir þér
því þú átt engan pening með vorum varnaði og muntu ráða að
sinni eigi meira en þú mælir."Oddur svarar: "Það grunar mig að það gegni þér verr en mér og
svo skal og vera. Er því að lýsa að vér bönnum öllum mönnum
kaup við yður að eiga og svo flutningar allar svo að eg skal
fé af þeim taka sem yður veita nokkura björg. En eg veit að
þér flytjist eigi úr höfninni fyrir misgöngin."Örn svarar: "Ráða máttu ummælum þínum. Eigi látum vér kúgast
að heldur."Oddur ríður nú heim en Austmenn liggja þar í höfninni og
gefur þeim eigi í brottu.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.