Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Hœns ch. 1

Hænsa-Þóris saga 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Hœns ch. 1)

Anonymous íslendingasögurHænsa-Þóris saga
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Oddur hét maður Önundarson breiðskeggs, Úlfarssonar,
Úlfssonar á Fitjum, Skeggjasonar, Þórissonar hlammanda. Hann
bjó á Breiðabólstað í Reykjardal í Borgarfirði. Hann átti þá
konu er Jórunn hét. Hún var vitur kona og vel látin. Þau áttu
fjögur börn, sonu tvo vel mannaða og dætur tvær. Annar son
þeirra hét Þóroddur en annar Þorvaldur. Þuríður hét dóttir
Odds en önnur Jófríður. Hann var kallaður Tungu-Oddur. Engi
var hann kallaður jafnaðarmaður.



Torfi hét maður og var Valbrandsson, Valþjófssonar,
Örlygssonar frá Esjubergi. Hann átti Þuríði Tungu-Oddsdóttur.
Þau bjuggu á öðrum Breiðabólstað.



Arngrímur hét maður Helgason, Högnasonar er út kom með
Hrómundi. Hann bjó í Norðurtungu. Hann var kallaður Arngrímur
goði. Helgi hét son hans.



Blund-Ketill hét maður, son Geirs hins auðga úr Geirshlíð,
Ketilssonar blunds er Blundsvatn er við kennt. Hann bjó í
Örnólfsdal. Það var nokkuru ofar en nú stendur bærinn. Var
þar mart bæja upp í frá. Hersteinn hét son hans. Blund-Ketill
var manna auðgastur og best að sér í fornum sið. Hann átti
þrjá tigu leigulanda. Hann var hinn vinsælasti maður í
héraðinu.



Þorkell trefill hét maður. Hann var Rauða-Bjarnarson. Hann
bjó í Svignaskarði fyrir utan Norðurá. Helgi var bróðir
Þorkels er bjó í Hvammi í Norðurárdal. Annar var Gunnvaldur,
faðir Þorkels er átti Helgu dóttur Þorgeirs á Víðimýri.
Þorkell trefill var vitur maður og vel vinsæll, stórauðigur
að fé.



Þórir hét maður. Hann var snauður að fé og eigi mjög vinsæll
af alþýðu manna. Hann lagði það í vanda sinn að hann fór með
sumarkaup sitt héraða í milli og seldi það í öðru er hann
keypti í öðru og græddist honum brátt fé af kaupum sínum. Og
eitt sinn er Þórir fór sunnan um heiði hafði hann með sér
hænsn í för norður um land og seldi þau með öðrum kaupskap og
því var hann kallaður Hænsna-Þórir.



Nú græðir Þórir svo mikið að hann kaupir sér land er að Vatni
heitir upp frá Norðurtungu. Og fá vetur hafði hann búið áður
hann gerðist svo mikill auðmaður að hann átti undir vel
hverjum manni stórfé. En þó að honum græddist fé mikið þá
héldust þó óvinsældir hans því að varla var til óþokkasælli
maður en Hænsna-Þórir var.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.