Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gunnl ch. 5

Gunnlaugs saga ormstungu 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gunnl ch. 5)

Anonymous íslendingasögurGunnlaugs saga ormstungu
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Önundur hét maður er bjó suður að Mosfelli. Hann var
auðmaður hinn mesti og hafði goðorð suður þar um nesin. Hann
var kvongaður maður og hét Geirný kona hans, Gnúpsdóttir,
Molda-Gnúpssonar er nam suður Grindavík.



Þeirra synir voru þeir Hrafn og Þórarinn og Eindriði. Allir
vooru þeir efnilegir menn en þó var Hrafn fyrir þeim í
hvívetna. Hann var mikill maður og sterkur, manna sjálegastur
og skáld gott og er hann var mjög rosknaður þá fór hann landa
á milli og virðist hvervetna vel þar sem hann kom.



Þá bjó suður á Hjalla í Ölfusi þeir Þóroddur hinn spaki
Eyvindarson og Skafti son hans er þá var lögsögumaður
á Íslandi. Móðir Skafta var Rannveig dóttir Gnúps
Molda-Gnúpssonar og voru þeir systrasynir Skafti og
Önundarsynir. Var þar vinátta mikil með frændsemi.



Þá bjó út að Rauðamel Þorfinnur Sel-Þórisson og átti sjö sonu
og voru allir efnilegir menn. Þeir hétu svo: Þorgils,
Eyjólfur og Þórir, og voru þeir mestir menn út þangað. Og
þessir menn er nú eru nefndir voru allir uppi á einn tíma.



Og þessu nær urðu þau tíðindi er best hafa orðið hér á
Íslandi að landið varð allt kristið og allt fólk hafnaði
fornum átrúnaði.



Gunnlaugur ormstunga, er áður var frá sagt, var nú ýmist að
Borg með Þorsteini eða Illuga föður sínum á Gilsbakka sex
vetur og var hann þá átján vetra og samdist þá mikið með
þeim feðgum.



Maður hét Þorkell svarti. Hann var heimamaður Illuga og
náfrændi og hafði þar upp vaxið. Honum tæmdist arfur norður
í Vatnsdal í Ási og beiddi hann Gunnlaug fara með sér. Og
hann gerði svo og riðu norður tveir saman í Ás og fengu
féið, og greiddu þeir féið af höndum er varðveitt höfðu með
atgöngu Gunnlaugs.



Og er þeir riðu norðan gistu þeir í Grímstungum að auðigs
bónda er þar bjó. Og um morguninn tók smalamaður hest
Gunnlaugs og var þá sveittur mjög er þeir fengu. Gunnlaugur
laust smalamanninn í óvit. Bóndi vildi eigi svo búið hafa og
beiddi bóta fyrir. Gunnlaugur bauð að gjalda bónda mörk.
Bónda þótti það of lítið.



Gunnlaugur kvað þá vísu:



Mörk bauð eg mundangs sterkum

mannni, tyggja ranna.

Grásíma skaltu góma

glóðspýtis það nýta.

Iðrast muntu ef yðrum

allráðr flóða úr sjóði

lætr eyðanda líða

linns samlagar kindar.


Þessi varð sætt þeirra sem Gunnlaugur bauð og riðu þeir suður
heim við svo búið.



Og litlu síðar beiddi Gunnlaugur föður sinn fararefna í annað
sinn.



Illugi segir: "Nú skal vera sem þú vilt," segir hann. "Hefir
þú nú heldur samið þig úr því sem var."



Reið Illugi þá heiman skjótt og keypti skip hálft til handa
Gunnlaugi, er uppi stóð í Gufuárósi, að Auðuni festargram.
Þessi Auðun vildi eigi utan flytja sonu Ósvífs hins spaka
eftir víg Kjartans Ólafssonar sem segir í Laxdæla sögu og
varð það þó síðar en þetta.



Og er Illugi kom heim þá þakkaði Gunnlaugur honum vel.
Þorkell svarti réðst til ferðar með Gunnlaugi og var fluttur
varnaður þeirra til skips en Gunnlaugur var að Borg meðan
þeir bjuggust og þótti glaðara að tala við Helgu en vera í
starfi með kaupmönnum.



Einnhvern dag spurði Þorsteinn Gunnlaug ef hann vildi ríða
til hrossa með honum upp í Langavatnsdal. Gunnlaugur kvaðst
það vilja.



Nú ríða þeir tveir saman þar til er þeir koma til selja
Þorsteins er heita á Þorgilsstöðum og voru þar stóðhross er
Þorsteinn átti fjögur saman og voru rauð að lit. Hestur var
allvænlegur og lítt reyndur. Þorsteinn bauð að gefa Gunnlaugi
hrossin en hann kvaðst eigi hrossa þurfa er hann ætlaði af
landi.



Og þá riðu þeir til annarra stóðhrossa. Var þar hestur
grár með fjórum merum og var sá bestur í Borgarfirði og bauð
Þorsteinn að gefa þann Gunnlaugi.



Hann svarar: "Eigi vil eg þessi heldur en hin. Eða hví býður
þú mér eigi það er eg vil þiggja?"



"Hvað er það?" segir Þorsteinn.



Gunnlaugur mælti: "Helga hin fagra dóttir þín."



Þorsteinn svarar: "Ei mun svo skjótt ráðast," segir hann og
tók annað mál og riðu heimleiðis ofan með Langá.



Þá mælti Gunnlaugur: "Vita vil eg," segir hann, "hverju þú
vilt svara mér um bónorðið."



Þorsteinn svarar: "Ekki sinni eg hégóma þínum," segir hann.



Gunnlaugur mælti: "Þetta er alhugi minn en eigi hégómi."



Þorsteinn svarar: "Vita skyldir þú fyrst hvað þú vildir. Ertu
ei ráðinn til utanferðar og lætur þó sem þú skulir kvongast?
Er það ekki jafnræði með ykkur Helgu meðan þú ert svo óráðinn
og mun því ekki verða á litið."



Gunnlaugur mælti: "Hvar til ætlar þú um gjaforð dóttur þinnar
ef þú vilt eigi gifta syni Illuga svarta, eða hvar eru þeir í
Borgarfirði er meira háttar séu en hann?"



Þorsteinn svarar: "Ekki fer eg í mannjöfnuð," segir hann, "en
værir þú slíkur maður sem hann þá mundi þér ei frá vísað."



Gunnlaugur mælti: "Hverjum viltu heldur gifta dóttur þína en
mér?"



Þorsteinn svarar: "Mart er hér gott mannval. Þorfinnur að
Rauðamel á sjö sonu og alla vel mannaða."



Gunnlaugur svarar: "Hvorgi þeirra Önundar né Þorfinns er
jafnmenni föður míns því að þig skortir sýnt við hann. Eða
hvað hefir þú í móti því er hann deildi kappi við Þorgrím goða
Kallaksson á Þórnessþingi og við sonu hans og hafði einn það
er við lá?"



Þorsteinn svarar: "Eg stökkti í brott Steinari syni Önundar
sjóna og þótti það heldur mikilræði."



Gunnlaugur svarar: "Egils naustu að því, föður þíns, enda mun
þar fám bóndum vel endast að synja mér mægðar."



Þorsteinn svarar: "Hafðu í frammi kúgan við þá uppi við
fjöllin en það kemur þér fyrir ekki hér út á Mýrunum."



Um kveldið koma þeir heim. Og um morguninn ríður Gunnlaugur
upp á Gilsbakka og bað föður sinn ríða til kvonbæna með sér
út til Borgar.



Illugi svarar: "Þú ert óráðinn maður þar sem þú ert ráðinn
til utanferðar en lætur nú sem þú skulir starfa í kvonbænum
og veit eg að slíkt er ekki við skaplyndi Þorsteins."



Gunnlaugur svarar: "Eg ætla þó utan allt eins og líkar mér
ekki utan þú fylgir þessu."



Síðan reið Illugi heiman með tólfta mann ofan til Borgar og
tók Þorsteinn vel við honum.



Um morguninn snemma ræddi Illugi til Þorsteins: "Eg vil tala
við þig."



Þorsteinn svarar: "Göngum upp á borgina og tölum þar."



Og svo gerðu þeir. Gunnlaugur gekk með þeim.



Þá mælti Illugi: "Gunnlaugur frændi minn kveðst hafa vakið
bónorð við þig fyrir sína hönd að biðja Helgu dóttur þinnar.
En nú vil eg vita hvern stað eiga skal málið. Er þér kunnig
ætt hans og fjáreign vor. Skal hvorki til spara af vorri
hendi staðfestu né mannaforráð ef þá er nær en áður."



Þorsteinn svarar: "Það eitt finn eg Gunnlagi að mér þykir
hann vera óráðinn," segir hann, "en ef hann væri þér líkur í
skaplyndi þá mundi eg lítt seinka."



Illugi svarar: "Þetta mun okkur verða að vinslitum ef þú
synjar okkur feðgum jafnræðis."



Þorsteinn svarar: "Fyrir þín orð," segir hann, "og okkra
vingan þá skal Helga vera heitkona Gunnlaugs en eigi
festarkona og bíða þrjá vetur. En Gunnlaugur skal fara utan og
skapa sig eftir góðra manna siðum en eg skal laus allra mála
ef hann kemur ei svo út eða mér virðist eigi skapferði hans."



Og við þetta skilja þeir. Ríður Illugi heim en Gunnlaugur til
skips. Og er þeim gaf byr létu þeir í haf og komu skipi
sínu norður við Noreg og sigldu inn eftir Þrándheimi til
Niðaróss og lágu þar í lægi og skipuðu upp.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.