Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Gunnl ch. 3

Gunnlaugs saga ormstungu 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Gunnl ch. 3)

Anonymous íslendingasögurGunnlaugs saga ormstungu
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Um sumarið bjóst Þorsteinn til þings og mælti til Jófríðar
húsfreyju áður hann fór heiman: "Svo er háttað," segir hann,
"að þú ert með barni og skal það barn út bera ef þú fæðir
meybarn en upp fæða ef sveinn er."



Og það var þá siðvandi nokkur er land var allt alheiðið að
þeir menn er félitlir voru en stóð ómegð mjög til handa létu
út bera börn sín og þótti þó illa gert ávallt.



Og er Þorsteinn hafði þetta mælt þá svarar Jófríður: "Þetta
er óþínslega mælt," segir hún, "slíkur maður sem þú ert og
mun þér eigi sýnast þetta að láta gera svo auðigur maður sem
þú ert."



Þorsteinn svarar: "Veist þú skaplyndi mitt," segir hann, "að
eigi mun hlýðisamt verða ef af er brugðið."



Síðan reið hann til þings en Jófríður fæddi meðan meybarn
ákafa fagurt. Konur vildu það bera að henni en hún kvað þess
litla þörf og lét þangað kalla smalamann sinn er Þorvarður
hét og mælti hún: "Hest minn skaltu taka og leggja söðul á og
færa barn þetta vestur í Hjarðarholt Þorgerði Egilsdóttur og
bið hana upp fæða með leynd svo að Þorsteinn verði ei var
við. Og þeim ástaraugum renni eg til barns þessa að víst eigi
nenni eg að það sé út borið. En hér eru þrjár merkur silfurs
er þú skalt hafa að verkkaupi. En Þorgerður skal fá þér fari
vestur þar og vist um haf."



Þorvarður gerði sem hún mælti. Síðan reið hann vestur í
Hjarðarholt með barnið og fékk Þorgerði í hendur en hún lét
upp fæða landseta sína er bjuggu inn á Leysingjastöðum í
Hvammsfirði. En hún tók Þorvarði fari norður í
Steingrímsfirði í Skeljavík og vist of haf og fór hann þar
utan og er hann nú úr sögunni.



Og er Þorsteinn kom heim af þingi þá segir Jófríður honum að
barnið er út borið sem hann hafði fyrir mælt en smalamaður
var í brott hlaupinn og stolið í brott hesti hennar.



Þorsteinn kvað hana hafa vel gert og fékk sér smalamann
annan.



Nú liðu svo sex vetur að þetta varð ekki víst. Og þá
reið Þorsteinn til heimboðs vestur í Hjarðarholt til Ólafs
pá mags síns Höskuldssonar er þá þótti vera með mestri
virðingu allra höfðingja vestur þar. Þorsteini var þar vel
fagnað sem líklegt var.



Og á einnhvern dag að veislunni er það sagt að Þorgerður sat
á tali við Þorstein bróður sinn í öndvegi en Ólafur átti tal
við aðra menn. En yfir gegnt þeim á bekkinum sátu meyjar
þrjár.



Þá mælti Þorgerður: "Hversu líst þér bróðir á meyjarnar
þessar er hér sitja gegnt okkur?"



Hann svarar: "Allvel," segir hann, "og er þó ein fegurst
miklu og hefir hún vænleik Ólafs en hvíti og yfirbragð vort
Mýramanna."



Þorgerður svarar: "Víst er það satt er þú segir bróðir að hún
hefir hvíti og yfirbragð vort Mýramanna en ei vænleik Ólafs
pá því að hún er eigi hans dóttir."



"Hversu má það vera," segir Þorsteinn, "en þó sé hún þín
dóttir?"



Hún svarar: "Með sannindum að segja þér frændi," kvað hún,
"þá er þessi þín dóttir en eigi mín, hin fagra mær" og segir
honum síðan allt sem farið hafði og biður hann fyrirgefa sér og
konu sinni þessi afbrigði.



Þorsteinn mælti: "Ekki kann eg ykkur að ásaka um þetta og
veltur þangað sem vera vill um flesta hluti og hafið þið vel
yfir slétt vanhyggju mína. Líst mér svo á mey þessa að mér
þykir mikil gifta í að eiga jafnfagurt barn. Eða hvað heitir
hún?"



"Helga heitir hún," segir Þorgerður.



"Helga hin fagra," segir Þorsteinn. "Nú skalt þú búa ferð
hennar heim með mér."



Hún gerði svo. Þorsteinn var þaðan út leiddur með góðum
gjöfum og reið Helga heim með honum og fæddist þar upp með
mikilli virðing og ást af föður og móður og öllum frændum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.